Upplýsing gegn þrugli Guttormur Helgi Jóhannesson skrifar 26. apríl 2013 17:00 Þetta sírennsli þruglsins; öfgaöflum hérlendis hefur tekist að afvegaleiða ESB-umræðuna, slá ryki í augu almennings. Formaður Sjálfstæðisflokksins hótaði að slíta samningaviðræðunum við ESB daginn eftir að hann kæmist til valda og ónýta þannig þá góðu og miklu vinnu sem lögð hefur verið í þær – undir forystu eldklárs samningamanns með áralanga reynslu á alþjóðavettvangi. En furðulegasta afurð þessara afturhaldsafla er hugmyndin um „tvöfalda“ atkvæðagreiðslu – sú fyrri á víst að snúast um ekki neitt, autt skjal, samning sem liggur ekki fyrir í endanlegri mynd. Engin Evrópuþjóð hefur til þessa dags gengið til slíkrar atkvæðagreiðslu. Hver hefur ekki fengið nóg af þessu þrugli. Vart þarf að minna fólk á að ESB var upphaflega stofnað í því skyni að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu í kjölfar seinna stríðs en hugsunin var líka sú að í krafti samvinnu Evrópuþjóða á ótal sviðum („sameinaðar í fjölbreytni sinni“) mætti skapa efnahagsveldi sem bætt gæti lífskjör íbúa þess – og orðið mótvægi við Bandaríkin og rísandi veldi í austri. Það gekk eftir. Þetta yfirþjóðlega bandalag er einsdæmi í heiminum, með menningarvíddir til allra átta: 27 fullvalda ríki með ríflega 503 milljónir íbúa, 23 opinber tungumál, öflugasta hagkerfi heims með ársframleiðslu upp á meira en 12.268 milljarða € – og búa þó ekki nema 7% mannkyns í löndum ESB. Staðbundnar krísur síðustu ára breyta ekki þessum staðreyndum. Raunar er talið að um 40% allra auðæva heims séu þar samankomin. Er það sannfæring mín að eyþjóð í norðurhafi eigi samleið með þessu magnaða meginlandi Evrópu og muni vegna vel í því samfélagi þjóða – hún þarf svo sannarlega á efnahagslegu skjóli að halda. Með því að verða hluti af stórri heild tel ég framtíð hennar best borgið. Gleymum því ei að á meðal stofnríkja Kola- og stálbandalags Evrópu, fyrirrennara ESB sem sett var á laggirnar 1952, var smáríki á borð við Lúxembúrg (með svipaðan íbúafjölda og Ísland) sem býr við fádæma velmegun í dag og hefur á að skipa háþróuðu samgöngukerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Sagan sýnir að smáríki hafa notið feikilegs ávinnings af aðild sinni að ESB. Í ljósi þessa var það rétt ákvörðun að hefja aðildarviðræður við ESB og brýnt að næsta ríkisstjórn haldi stefnu í þeim efnum. Það gerist ekki nema Samfylkingin fái þann þingmannastyrk sem þarf til að leiða þær til lykta – þess vegna fær hún atkvæði mitt. En alþingiskosningarnar 2013, eins og þær hafa þróast, snúast fyrst og fremst um lífskjör almennings sem nátengd eru baráttu tveggja andstæðra afla: Almannahags gegn sérhagsmunum. Hvort þeirra sigrar skýrist 27. apríl. Okkar er valið og ábyrgðin okkar. Ekki aftur Sjálfstæðisflokk og Framsókn við stjórnvölinn! Íslensku bankarnir eftir einkavæðingu og fram að hruni voru sagan um ekki neitt – engin framþróun, bara afturför. Stjórn fyrrnefndra flokka yrði ávísun á það sama, eina ferðina enn. Zzzzzzzz... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Þetta sírennsli þruglsins; öfgaöflum hérlendis hefur tekist að afvegaleiða ESB-umræðuna, slá ryki í augu almennings. Formaður Sjálfstæðisflokksins hótaði að slíta samningaviðræðunum við ESB daginn eftir að hann kæmist til valda og ónýta þannig þá góðu og miklu vinnu sem lögð hefur verið í þær – undir forystu eldklárs samningamanns með áralanga reynslu á alþjóðavettvangi. En furðulegasta afurð þessara afturhaldsafla er hugmyndin um „tvöfalda“ atkvæðagreiðslu – sú fyrri á víst að snúast um ekki neitt, autt skjal, samning sem liggur ekki fyrir í endanlegri mynd. Engin Evrópuþjóð hefur til þessa dags gengið til slíkrar atkvæðagreiðslu. Hver hefur ekki fengið nóg af þessu þrugli. Vart þarf að minna fólk á að ESB var upphaflega stofnað í því skyni að tryggja frið og stöðugleika í Evrópu í kjölfar seinna stríðs en hugsunin var líka sú að í krafti samvinnu Evrópuþjóða á ótal sviðum („sameinaðar í fjölbreytni sinni“) mætti skapa efnahagsveldi sem bætt gæti lífskjör íbúa þess – og orðið mótvægi við Bandaríkin og rísandi veldi í austri. Það gekk eftir. Þetta yfirþjóðlega bandalag er einsdæmi í heiminum, með menningarvíddir til allra átta: 27 fullvalda ríki með ríflega 503 milljónir íbúa, 23 opinber tungumál, öflugasta hagkerfi heims með ársframleiðslu upp á meira en 12.268 milljarða € – og búa þó ekki nema 7% mannkyns í löndum ESB. Staðbundnar krísur síðustu ára breyta ekki þessum staðreyndum. Raunar er talið að um 40% allra auðæva heims séu þar samankomin. Er það sannfæring mín að eyþjóð í norðurhafi eigi samleið með þessu magnaða meginlandi Evrópu og muni vegna vel í því samfélagi þjóða – hún þarf svo sannarlega á efnahagslegu skjóli að halda. Með því að verða hluti af stórri heild tel ég framtíð hennar best borgið. Gleymum því ei að á meðal stofnríkja Kola- og stálbandalags Evrópu, fyrirrennara ESB sem sett var á laggirnar 1952, var smáríki á borð við Lúxembúrg (með svipaðan íbúafjölda og Ísland) sem býr við fádæma velmegun í dag og hefur á að skipa háþróuðu samgöngukerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Sagan sýnir að smáríki hafa notið feikilegs ávinnings af aðild sinni að ESB. Í ljósi þessa var það rétt ákvörðun að hefja aðildarviðræður við ESB og brýnt að næsta ríkisstjórn haldi stefnu í þeim efnum. Það gerist ekki nema Samfylkingin fái þann þingmannastyrk sem þarf til að leiða þær til lykta – þess vegna fær hún atkvæði mitt. En alþingiskosningarnar 2013, eins og þær hafa þróast, snúast fyrst og fremst um lífskjör almennings sem nátengd eru baráttu tveggja andstæðra afla: Almannahags gegn sérhagsmunum. Hvort þeirra sigrar skýrist 27. apríl. Okkar er valið og ábyrgðin okkar. Ekki aftur Sjálfstæðisflokk og Framsókn við stjórnvölinn! Íslensku bankarnir eftir einkavæðingu og fram að hruni voru sagan um ekki neitt – engin framþróun, bara afturför. Stjórn fyrrnefndra flokka yrði ávísun á það sama, eina ferðina enn. Zzzzzzzz...
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar