Landflóttinn ekki meiri síðan 1891 Davíð Þorláksson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun