Ótrúverðug loforð menntamálaráðherra Ólafur Haukur Johnson skrifar 30. apríl 2013 07:00 Ótrúleg grein birtist í Fréttablaðinu 17. apríl eftir Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og formann VG, undir fyrirsögninni: „Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn.“ Þetta er ótrúverðug yfirlýsing eftir starf hennar á liðnu kjörtímabili. Vissulega er það rétt að eitt það mikilvægasta sem kosið er um er framtíð skólastarfs í landinu. Það er hins vegar ótrúverðugt að eftir fjögur ár glataðra tækifæra, niðurrifs og stöðnunar hafi nú formaður VG loks áhuga á menntamálum og lofi að gera eitthvað á „næsta kjörtímabili“ er til framfara horfir. Lýsir það vanvirðingu við landsmenn og skólamenn. Loforð Katrínar nú hlýtur að kalla fram spurningu um af hverju hún hefur enga tilraun gert til að verja framhaldsskólana þessi ár og af hverju engin uppbygging hefur orðið? Tækifærin hafa verið víða og flestir skólamenn tilbúnir að gera mikið í málinu en ekkert frumkvæði hefur komið frá ráðherra. Því verður kjörtímabilsins minnst sem ára hinna glötuðu tækifæra í málum framhaldsskóla. Auðvitað hefur fjárhagsstaða ríkisins til að gera eitthvað fyrir skólana oft verið betri en hún var þetta kjörtímabil. Það þýðir þó ekki að stöðnun og aðgerðaleysi hafi átt að ráða för. Þvert á móti. Tækifæri til að taka á ýmsum vanda voru mörg. Halda vafalítið sumir að ég líti hér aðeins til framkomu hennar gagnvart Menntaskólanum Hraðbraut sem vissulega var afdrifarík og vond fyrir alla landsmenn. Svo er ekki. Ég er að horfa á framkomu hennar gagnvart starfi í framhaldsskólunum öllum. Nefni ég tvö dæmi: Kjör dregist aftur úr 1. Betur hefði átt að verja kjör framhaldsskólamanna. Kjörin hafa dregist hratt aftur úr kjörum viðmiðunarstétta, fyrst og fremst vegna algers áhugaleysis ráðherra. Taka hefði átt á samningum ríkisins við Kennarasamband Íslands. Þeir samningar eru fyrir löngu úreltir og eru dragbítur á starf skólanna. Raunar eru þeir ein helsta ástæða þess að kjör kennara hafa versnað og munu að óbreyttu halda áfram að versna. Fullyrði ég að ef ráðherra hefði tekið á því máli hefði mátt með tiltölulega lítilli hugmyndaauðgi bæta kjör um allt að 20% án aukakostnaðar fyrir ríkið. Ekki hefði þurft annað en að láta kennara og skólastjórnendur sjálfa leiða breytingar á skólastarfinu þá hefðu þær örugglega tekist með ágætum. 2. Ekki aðeins hafa tækifæri til framfara liðið hjá án þess að hafa verið nýtt heldur hefur niðurrif verið stundað. Það að slá á frest að koma í gagnið nýrri almennri námskrá fyrir framhaldsskólana eins og búið var að samþykkja lýsir áhugaleysi, úrræðaleysi og getuleysi. Alls engin ástæða var til að fresta því máli enda hefur sú ákvörðun ekki verið studd haldbærum rökum. Tækifærið var einstakt enda er algerlega nauðsynlegt að gera lengd náms í íslenskum skólum hliðstæða öðrum löndum. Það bruðl sem felst í því að gera það ekki er með öllu óásættanlegt fyrir íslensk ungmenni og reyndar þjóðina alla. Fleiri mál má nefna sem hefðu getað leitt framfarir í starfi framhaldsskólanna á þessu kjörtímabili en ég læt hér staðar numið í bili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ótrúleg grein birtist í Fréttablaðinu 17. apríl eftir Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og formann VG, undir fyrirsögninni: „Vinstri – græn setja framtíð skólastarfs á oddinn.“ Þetta er ótrúverðug yfirlýsing eftir starf hennar á liðnu kjörtímabili. Vissulega er það rétt að eitt það mikilvægasta sem kosið er um er framtíð skólastarfs í landinu. Það er hins vegar ótrúverðugt að eftir fjögur ár glataðra tækifæra, niðurrifs og stöðnunar hafi nú formaður VG loks áhuga á menntamálum og lofi að gera eitthvað á „næsta kjörtímabili“ er til framfara horfir. Lýsir það vanvirðingu við landsmenn og skólamenn. Loforð Katrínar nú hlýtur að kalla fram spurningu um af hverju hún hefur enga tilraun gert til að verja framhaldsskólana þessi ár og af hverju engin uppbygging hefur orðið? Tækifærin hafa verið víða og flestir skólamenn tilbúnir að gera mikið í málinu en ekkert frumkvæði hefur komið frá ráðherra. Því verður kjörtímabilsins minnst sem ára hinna glötuðu tækifæra í málum framhaldsskóla. Auðvitað hefur fjárhagsstaða ríkisins til að gera eitthvað fyrir skólana oft verið betri en hún var þetta kjörtímabil. Það þýðir þó ekki að stöðnun og aðgerðaleysi hafi átt að ráða för. Þvert á móti. Tækifæri til að taka á ýmsum vanda voru mörg. Halda vafalítið sumir að ég líti hér aðeins til framkomu hennar gagnvart Menntaskólanum Hraðbraut sem vissulega var afdrifarík og vond fyrir alla landsmenn. Svo er ekki. Ég er að horfa á framkomu hennar gagnvart starfi í framhaldsskólunum öllum. Nefni ég tvö dæmi: Kjör dregist aftur úr 1. Betur hefði átt að verja kjör framhaldsskólamanna. Kjörin hafa dregist hratt aftur úr kjörum viðmiðunarstétta, fyrst og fremst vegna algers áhugaleysis ráðherra. Taka hefði átt á samningum ríkisins við Kennarasamband Íslands. Þeir samningar eru fyrir löngu úreltir og eru dragbítur á starf skólanna. Raunar eru þeir ein helsta ástæða þess að kjör kennara hafa versnað og munu að óbreyttu halda áfram að versna. Fullyrði ég að ef ráðherra hefði tekið á því máli hefði mátt með tiltölulega lítilli hugmyndaauðgi bæta kjör um allt að 20% án aukakostnaðar fyrir ríkið. Ekki hefði þurft annað en að láta kennara og skólastjórnendur sjálfa leiða breytingar á skólastarfinu þá hefðu þær örugglega tekist með ágætum. 2. Ekki aðeins hafa tækifæri til framfara liðið hjá án þess að hafa verið nýtt heldur hefur niðurrif verið stundað. Það að slá á frest að koma í gagnið nýrri almennri námskrá fyrir framhaldsskólana eins og búið var að samþykkja lýsir áhugaleysi, úrræðaleysi og getuleysi. Alls engin ástæða var til að fresta því máli enda hefur sú ákvörðun ekki verið studd haldbærum rökum. Tækifærið var einstakt enda er algerlega nauðsynlegt að gera lengd náms í íslenskum skólum hliðstæða öðrum löndum. Það bruðl sem felst í því að gera það ekki er með öllu óásættanlegt fyrir íslensk ungmenni og reyndar þjóðina alla. Fleiri mál má nefna sem hefðu getað leitt framfarir í starfi framhaldsskólanna á þessu kjörtímabili en ég læt hér staðar numið í bili.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun