Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar 17. júní 2025 10:32 81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Framsóknarflokkurinn Suðurnesjabær 17. júní Bókun 35 Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Sjá meira
81 ár er liðið síðan Ísland varð sjálfstæð þjóð og lýðveldið Ísland stofnað við Lögberg á Þingvöllum, við Öxará. Það er ekki langur tími, aðeins einn mannsaldur. Enn eru meðal okkar þeir sem muna daginn, muna hátíðina. Stofnun lýðveldisins var ekki tilviljunarkennd ákvörðun né gerð í skyndingu. Hún var niðurstaða margra ára baráttu, þar sem sjálfstæðisviljinn lifði í hjörtum fólksins. Frá endurreisn Alþingis árið 1845 til sambandslaganna 1918 gekk þjóðin með drauminn um fullveldi í brjósti. Þegar Danmörk var hernumin í síðari heimsstyrjöld varð ljóst að stundin var komin. Í þjóðaratkvæðagreiðslu í maí 1944 studdi nær einróma þjóðin stofnun lýðveldis og þann 17. júní varð draumurinn að veruleika. Í dag, 81 ári síðar, stöndum við sem þjóð sem hefur gengið í gegnum margt saman, kreppur, stríð, náttúruhamfarir og heimsfaraldur, en ávallt haldið sjálfstæðinu á lofti, með reisn og þrautseigju. Mikilvægi fullveldisins kom skýrt fram bæði í þorskastríðunum og í Icesave-deilunni. En því miður erum við með ríkisstjórn í landinu í dag, ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem virðir ekki þá mikilvægu atburði sem áttu sér stað á Lögbergi við Öxará fyrir 81 ári síðan. Við erum með ríkisstjórn sem vinnur markvisst að því að veikja fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisstjórn sem setur málefni á oddinn sem beinlínis hafa það að leiðarljósi að grafa undan sjálfstæði landsins. Nefna má í því samhengi Bókun 35 við EES-samninginn og stefnumál um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bókun 35 hefur verið til umræðu á Alþingi síðustu daga. Í stuttu máli snýst málið um breytingar á lögum um EES-samninginn frá árinu 1993. Í bókuninni er annars vegar krafa um að EES-reglur og Evrópuréttur skuli gilda framar öðrum lögum, en hins vegar segir einnig að löggjafarvald skuli ekki framselt. Þar liggur vandinn, þessi ákvæði stangast á. Gæti verið komið að því að EES-samningurinn vinni gegn hagsmunum lýðveldisins Íslands? Trúlega væri betra fyrir okkur Íslendinga að segja okkur úr EES og gera eigin fríverslunarsamninga. Mér, persónulega, finnst algjörlega ótækt að samþykkja Bókun 35. Ég tel að hún stangist á við stjórnarskrá lýðveldisins. Þegar viðskiptasamningur eins og EES-samningurinn fer að stangast á við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ætti það að vekja djúpar spurningar um fullveldi, og stjórnarskrárbundna valdaskiptingu. Í 2. grein stjórnarskrárinnar, sem sett var við lýðveldisstofnun 17. júní 1944, segir skýrt að Alþingi og forseti fari saman með löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið hvíli hjá forseta og stjórnvöldum samkvæmt lögum, og dómsvaldið sé í höndum dómstóla. Þessi grein markar grundvallarþrískiptingu ríkisvaldsins. Með Bókun 35 er Ísland beðið um að skuldbinda sig til að veita erlendum reglum sem eru ekki settar af íslenskum löggjafa forgang og bein réttaráhrif. Því fylgir að íslenskir dómstólar verði að víkja frá landslögum og beita reglum sem hafa ekki verið samþykktar af Alþingi, heldur af stofnunum Evrópusambandsins. Þar með er ekki aðeins dregið úr löggjafarvaldi Alþingis, heldureinnig sjálfstæði dómstóla. Þetta skapar hættu á því að Ísland færi vald yfir í hendur erlendra aðila án þess að fylgt sé því ferli sem stjórnarskráin krefst. Þetta kallar á þá grundvallarspurningu:Getur viðskiptasamningur sem EES-samningurinn er í grunninn haft að geyma ákvæði sem krefjast þess að Ísland breyti sjálfum grunni lýðveldisins, Ef svo er, þá höfum við ekki lengur fullvalda þjóðríki. Núverandi ríkisstjórn hefur jafnframt talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu eigi síðar en árið 2027. Aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi fela í sér umfangsmikið framsal fullveldis og grafa undan sjálfstæðum ákvörðunum þjóðarinnar í grundvallarmálum. Með aðild yrði Ísland skuldbundið til að lúta sameiginlegri löggjöf sambandsins á sviðum eins og landbúnaði, sjávarútvegi, peningamálum og dómsmálum, málaflokkum sem snerta beinlínis efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði þjóðarinnar. Í reynd myndi þetta þýða að reglugerðir og ákvarðanir teknar í Brussel, þar sem Ísland er aðeins lítið ríki meðal margra, hefðu lagalegan forgang yfir íslensk lög og væru bindandi fyrir stjórnvöld og dómstóla. Slíkt valdframsal gengur þvert gegn hugmyndinni um fullvalda lýðveldi, þar sem íslensk lög, sett af þjóðkjörnu Alþingi, ráða för. Því vekur aðild að ESB alvarlegar spurningar um hvort Ísland geti áfram talist fullvalda ríki ef það framselur löggjafar- og dómsvald til yfir þjóðlegra stofnana sem hafa vald til að setja lög sem ganga framar þeim sem Alþingi setur. Ég vil ljúka þessum pistli með orðum skáldsins, úr ljóðinu Hver á sér fegra föðurland eftir Huldu, sem ort var í tilefni lýðveldisstofnunarinnar árið 1944 Svo verði Íslands ástkær byggðei öðrum þjóðum háð.Svo aldrei framar Íslands byggðsé öðrum þjóðum háð. – Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind) Fullveldismál skipta okkur Íslendinga máli, nú sem aldrei fyrr. Kæru Íslendingar,til hamingju með þjóðhátíðardaginn! Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun