
Upphlaup formanns Gerplu
Ég skil ekki hvað Jóni gengur til en vil byrja á því að árétta að það er rangt hjá honum að þúsund börn séu á biðlista hjá Gerplu. Samkvæmt þeirra eigin tölum voru 528 börn á biðlista sl. haust. Þar af voru 206 börn, frá sex ára aldri, úr Kópavogi. Á sama tíma voru 300 iðkendur Gerplu búsettir utan Kópavogs. Þetta þýðir með öðrum orðum að „vandi“ Gerplu felst í því að um þriðjungur félagsmanna er ekki Kópavogsbúar. Það getur ekki hvílt nein skylda á skattgreiðendum Kópavogs að greiða fyrir nýtt húsnæði þegar félagið er þannig samsett. Eða eiga bæjarbúar að borga fyrir íþróttaiðkun þeirra sem búa ekki í bænum á sama tíma og þeirra eigin börn komast ekki að?
Íþróttahúsin vel nýtt
Einnig vil ég nefna, og vísa í nýlega samantekt því til staðfestingar, að íþróttahúsin í Kópavogi eru að öllu jöfnu vel nýtt. Með því að halda öðru fram, eins og Jón gerir, er verið að gera lítið úr starfi HK og Breiðabliks sem eru í hópi öflugustu íþróttafélaga landsins. Gerpla hefur góða aðstöðu og til umráða stærsta íþróttahús landsins, skv. samningi við bæinn. Ekki stendur til að reisa aðra fimleikahöll enda engin þörf á því.
Erindi Gerplu frá sl. hausti var svarað með bréfi dagsettu 1. nóvember 2012, ólíkt því sem Jón heldur fram, þar sem afstaða bæjarins var rakin. Þar var áréttað að Gerplu var boðin aðstaða í íþróttahúsum Kársnesskóla og Lindaskóla sem ekki var þegin.
Það er mjög miður, svo vægt sé til orða tekið, að Jón kjósi að ráðast til atlögu að Kópavogsbæ sem hefur búið fimleikafólki sínu bestu mögulegu aðstöðu á landinu öllu. Um það vitnar glæsilegur árangur íþróttafólksins okkar nú síðast á Íslandsmóti í hópfimleikum um liðna helgi.
Skoðun

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar