Það þarf velferðarkerlingu á þing Björk Vilhelmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 17:29 Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar