Ísland er ekkert eins og Einar Karl Haraldsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar