
Aðlaðandi framtíðarsýn eða gallsúr fortíðarþrá?
Kosningarnar nú snúast að mestu eða að öllu leyti um tvennt. Ekki um Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn. Ekki um Sigmund eða Bjarna. Heldur um tvær grundvallarspurningar. Viljum við heildstæða framtíðarsýn sem kemur samfélaginu öllu til góða ? Eða viljum við gefa okkur á vald fortíðarþrárinnar og nota misheppnaðar lausnir fortíðar til að leiða okkur aftur inn á óræðar brautir? Svarið hlýtur að vera einfalt.
Ég hef ákveðinn skilning á því að margir vilji gleyma því sem aflaga fór fyrir rúmum 4 árum. En við verðum að muna mistökin svo hægt sé að læra af þeim og komast úr erfiðu tímabili reynslunni ríkari. En ekki síst til að forðast sömu hræðilegu mistökin á leið okkar inn í framtíðina.
Þegar við göngum í þau samfélagslegu verkefni sem blasa við okkur nú, höfum við í hendi einstakt tækifæri til að byggja upp réttlátt og aðlaðandi samfélag fyrir okkur öll. Samfélag velferðar, jöfnuðar, fjölbreytileika, sjálfbærni og hugvits. Þá eru gömlu, fúnu lausnirnar ekki svarið. Ekki skyndilausnir í formi stórkarlalegra stóriðjuframkvæmda, eða einokun sérhagsmuna, afturhaldssamar einkavæðingarskemu eða áframhaldandi einkaeign stóreignafólks á auðlindum þjóðarinnar sem koma okkur inn í framtíðina. Nei, framtíðarlausnirnar er að finna í sjálfbæru samfélagi. Í umhverfisvernd og menntun, skapandi hugviti, tækni og nýsköpun. Og þetta er einmitt kjarninn í stefnumálum VG.
Pólitík til framtíðar
Það er sannarlega aðlaðandi framtíðarsýn, nú þegar landið er að rísa eftir erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og viðsnúningur í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir okkur kleift að blása til sóknar á ný, að það sé forgangsmál Vinstri grænna að efla fyrst af öllu velferðarkerfið og menntakerfið. Styrkja aðbúnað og lífsgæði aldraðra, öryrkja og sjúklinga. Bæta launakjör kennarastéttarinnar sem og efla skólakerfið í heild með framsýnum hætti.
Það er líka aðlaðandi framtíðarsýn að skýrt markmið Vinstri grænna sé að afstaða Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu sé ábyrg, þar sem við höldum á lofti kynjasjónarmiðum. Að gera skuli úrbætur á lögum um mat á umhverfisáhrifum og að rannsóknir á umhverfisáhrifum ferðamennsku verði stórauknar til að tryggja markvissa stjórnun og uppbyggingu ferðamannasvæðanna með verndun þeirra að leiðarljósi. Aðlaðandi framtíðarsýnin felst líka í því að ætla sér ráðast af alvöru gegn launamismun kynjanna og í áframhaldandi stuðningi við tæknirannsóknir, vísindi og hinar margbreytilegu skapandi greinar.
Svona pólitík, er að mínu mati alvöru framtíðarpólitík fyrir okkur öll. Að leggja áherslu á eflingu grunnstoða samfélagsins, menntun,umhverfisvernd og á fjölbreytta atvinnuvegi.
Þetta er framtíðarpólitík með skýra sýn. Að hér eigi að byggjast upp kröftugt samfélag jöfnuðar og réttlætis með sjálfbærni og náttúruvernd að leiðarljósi sem helst í hendur við heilbrigða og fjölbreytta atvinnuuppbyggingu.
Snúum ekki til fortíðar. Höldum áfram á þessari braut kæru kjósendur.
Skoðun

(Þrætu)epli bara á jólunum
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Sóknarfæri í ferðaþjónustu
Sigurður Valur Sigurðsson skrifar

Svikin loforð eða óþolandi seinagangur?
Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar

Baráttan gegn loftslagsvá; einn hvalur á við fimmtán hundruð tré
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Áramótaheit óvissunnar
Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar

Þegar það eina sem mig dreymdi um var að sitja í rólegheitum og slaka á
Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar

Íslenskir grunnskólakennarar synda björgunarsund á hverjum degi
Hlín Bolladóttir skrifar

Tilboð, tilboð!
Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar

Spilling, hvaða spilling?
Bolli Héðinsson skrifar

Höfum ekki flugviskubit - flugferðir vernda náttúruna
Þórir Garðarsson skrifar

Spilling í sparifötum – opið bréf til dómsmálaráðherra
Eva Hauksdóttir skrifar

Kvenveldisávarpið
Arnar Sverrisson skrifar

Vertu fyrirmynd
Signý Gunnarsdóttir skrifar

Er ég nógu merkilegur?
Friðrik Agni Árnason skrifar

Munum
Drífa Snædal skrifar