Fleiri fréttir

Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega!

Sólrún Jóhannesdóttir skrifar

Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna.

Ég kem af hökkurum!

Þórgnýr Thoroddsen skrifar

Í hverri fjölskyldu er þúsundþjalasmiður af einhverjum toga. Það eru pabbi og mamma sem smíða, prjóna og elda eins og þau hafi ekkert annað gert, systkinið sem getur gert við allar vélar og jafnaldrinn sem sér til þess að allar tölvur séu í standi hjá öllum. Þetta er fólkið sem lætur ekki kenna sér hlutina, þetta er fólkið sem lærir hlutina.

Er ein skoðun betri en gott starf?

Guðbjörg Vilhjálmsdóttir skrifar

Við Íslendingar getum verið stolt af okkar þjóðfélagi í dag. Það hefur tekist að snúa algjöru efnahagshruni þannig að leiðin fram undan er greið og öll getum við vænst betri stöðu í framtíðinni.

Allir vilja vinna

Valgerður Magnúsdóttir skrifar

Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013.

Sjálfstæðið

Þorsteinn Eggertsson skrifar

Evrópusambandið er ekki ríki, heldur samtök sjálfstæðra þjóða. EFTA og Sameinuðu þjóðirnar eru, sömuleiðis, samtök sjálfstæðra þjóða. Bandaríkin eru, hins vegar, ríki eða ríkjasamband.

Breytum stjórnmálum

Páll Valur Björnsson skrifar

Eitt af því sem fékk mig til þess að gefa mig að stjórnmálum var þetta ákall sem maður heyrði óma alla daga um breytt stjórnmál. Alls staðar þar sem maður kom voru allir að tala um hversu ömurleg stjórnmálamenningin væri hér á landi.

Jöfnum lífskjör

Halldór Gunnarsson skrifar

Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum.

Feluleikur lýðræðis

Pétur Fjeldsted Einarsson skrifar

Skrumskæling lýðræðis er leiðin til glötunar. Að telja fólki trú um að setja „X“ á blað á 4. ára fresti hafi mikið með lýðræði að gera, hlýtur að vera einhver mesta blekking sögunnar.

Kosningaloforð

Helga Þórðardóttir skrifar

Mörgum stjórnmálamönnum er tíðrætt um óábyrg kosningaloforð. Það er eins og það sé óæskilegt að gefa fólki von um að nú eigi loksins að leiðrétta hlut þess og að setja almenning í forgang.

Er nýr Landspítali of stór biti?

Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar

Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin.

Hve lengi er hægt að bíða og vona?

Fanný Gunnarsdóttir skrifar

Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína.

Skattalækkanir – mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar

Vilhjálmur Þór Svansson skrifar

Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað.

Gleymdum ekki og gleymum ekki lífeyrisþegum

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið.

Gleymdum ekki og gleymum ekki lífeyrisþegum

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka var unnin afar mikilvæg vinna undir forystu Samfylkingarinnar um breytingar á almannatryggingum með það að markmiði að hækka lífeyri almannatrygginga, afnema skerðingar og einfalda kerfið.

Lýst yfir ábyrgðarleysi

Hjalti Þórisson skrifar

Það má einu gilda þó skillítið nóboddí af kjörskránni eins og undirritaður, teljist ekki vikta þungt þegar þjóðráðin ráðast. Ég áskil mér eigi að síður allan rétt til að firra mig ábyrgð á óhæfuverkum sem eru hér í uppsiglingu og eru reyndar þegar hafin.

Skapandi greinar eða skapandi skattar

Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar

Contraband, Farmers market, Of monsters and men, Eve online, Íslandsklukkan, Aurum og Malt auglýsingin eru allt dæmi um afurðir skapandi greina á Íslandi. Þar er í öndvegi hugvitið sem er ein af stærstu auðlindum þjóðarinnar. Skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er velta þeirra tæplega 200 milljarðar á ári og fjöldi starfa er um 10.000.

Gagnrýni lögmanna á málsmeðferð saksóknara

Þórður Bogason skrifar

Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar.

"Hvað ætla Píratar að gera fyrir landsbyggðina?“

Herbert Snorrason skrifar

Þetta er spurning sem við heyrum nokkuð oft. Hún byggist, að ég tel, á tvíþættum misskilningi. Annars vegar er það ranghugmynd um Pírata: Að við séum upp til hópa latte-lepjandi hippar úr miðbæ Reykjavíkur sem enga reynslu hafa af því hvernig það er að búa úti á landi. Hins vegar er það ranghugmynd um þann vanda sem steðjar að íslensku samfélagi: Að landsbyggðin þurfi á sérstakri aðstoð og sértækum aðgerðum að halda, svo hinar „dreifðu byggðir“ geti áfram haldist í byggð.

Jöfnum stöðu leigjenda og kaupenda

Björk Vilhelmsdóttir skrifar

Eitt helsta kosningamál Samfylkingarinnar er að bæta stöðu leigjenda. Við viljum tryggja 2.000 nýjar leiguíbúðir á næsta kjörtímabili, að húsnæðisbætur tryggi jafngóðan stuðning fyrir þá sem leigja og þá sem kaupa og að útleiga á einni íbúð verði undanþegin fjármagnstekjuskatti og skerði ekki tekjur lífeyrisþega.

Við erum menningarþjóð

Arna Kristín Einarsdóttir skrifar

Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað.

Auðlindaákvæði Framsóknar

Jóhann Ársælsson skrifar

Ein aðalástæðan fyrir harkalegum átökum um stjórnarskrármálið er ákvæðið sem stjórnlagaráð lagði til að yrði sett í stjórnarskrána um auðlindir í þjóðareigu. Allir flokkar hafa lýst því yfir að ákvæði um þjóðareign á auðlindum skuli setja í stjórnarskrá. Hvers vegna er þá ekki pólitísk samstaða um að gera það?

Takk fyrir mig!

Karl Garðarsson skrifar

Verðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila.

Eigum við að bæta lífskjör?

Magnús Orri Schram skrifar

Undanfarin ár hafa landsmenn búið við niðurskurð og auknar álögur til að greiða kostnað hrunsins. Sameiginlegur sjóður landsmanna var rekinn með 216 milljarða halla en er nú kominn í jafnvægi þrátt fyrir 90 milljarða vaxtagreiðslur. Á grunni þessarar vinnu birtast nú himinháir kosningavíxlar. Hvað á að gera?

Hún sem trúir á landið

Örn Bárður Jónsson skrifar

Meðan öskuský frá Eyjafjallajökli breiddist yfir meginland Evrópu 2010 og lamaði nánast allt flug í álfunni blakaði lóan vængjum sínum og barðist gegn vindum og veðrum, ösku og eimyrju til þess eins að komast til Íslands. Í ár kom lóan mun fyrr til landsins en oft áður.

Drengskapur í stjórnmálum

Brynhildur S. Björnsdóttir skrifar

Ég hef tilhneigingu til að vera bjartsýn og ganga út frá því að fólk vilji öðrum vel. Það sama gildir um fólk í stjórnmálum. Ég geng út frá því að það geri það vegna þess að það vilji betrumbæta samfélag sitt. Leggja sitt af mörkum.

Fundið fé?

Ögmundur Jónasson skrifar

Í pistli sem thorgils@frettabladid.is skrifar á ritstjórnarsíðu Fréttablaðsins í gær undir fyrirsögninni Fundið fé á lokasprettinum er fjallað um þá áráttu ráðherra að koma færandi hendi fyrir kosningar, skrifandi upp á framtíðarskuldbindingar án nokkurra heimilda. Loforðin eru þá gefin um fé sem ekki er í hendi. Einhverra hluta vegna er ég heiðraður sérstaklega með myndbirtingu og talin upp meint loddaratrikk mín. Þetta þarfnast leiðréttingar við.

"Maybe I should have“

Andrea Ólafsdóttir og Þorvaldur Geirsson skrifar

Ætli fólk geri sér almennilega grein fyrir því hversu mikið er í húfi í kosningum á laugardag? Saman verðum við að standa vörð hvert um annað, réttlætið og lýðræðið.

Framsókn og Landspítalinn

Álfheiður Ingadóttir skrifar

Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag.

Öll verðtryggð húsnæðislán eftir 01.11.2007 verða leiðrétt

Kjartan Örn Kjartansson skrifar

XG-Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur birt stefnu sína um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána, sem hann vill koma á með setningu neyðarlaga strax og hann kemst til nægilegra áhrifa og vill þá gera það eigi síðar er 17. júní í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1. nóvember, 2007, þegar almenn verðtryggð, afleiðutengd, neytendalán urðu ólögleg hér á landi eða þegar að MiFID reglugerð EES/ESB var lögleidd.

Eflum heilsugæslu með aðkomu fleiri heilbrigðisstétta

Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar

Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar?

Hvernig forsætisráðherra vilt þú?

Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar

Við göngum nú senn að kjörborðinu og veljum okkur þingmenn næsta kjörtímabils. Þótt hér sé ekki virkt persónukjör, en menn kjósi þess í stað stjórnmálaflokka með gagnslitlum möguleikum til sjálfstæðrar röðunar innan framboðslistanna, mun val okkar væntanlega leiða til þess að hér verði mynduð samsteypustjórn, líklega tveggja eða þriggja flokka.

Verðbólgubálið aukið

Guðmundur Gunnarsson skrifar

Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út.

Aflamarkskerfi, veiðidagakerfi og frjálsar handfæraveiðar

Helgi Helgason skrifar

Núverandi stjórn fiskveiða með áherslu á kvótakerfið og framsal aflaheimilda hefur gengið sér til húðar. Kerfið er mjög umdeildt meðal allra. Hvort heldur er fiskifræðinga, útgerðarmanna eða þjóðarinnar. Það sem meira er að það hefur sýnt sig að það er sennilega að valda skaða á fiskistofnunum við Ísland.

Í aðdraganda Alþingiskosninga

Sveinn Aðalsteinsson skrifar

Það hefur mikið sótt að mér síðustu daga, hvernig á því stendur að stjórnmálaumræða og reyndar umræða almennt um framkvæmda og efnahagsmál á Íslandi, er oftar en ekki byggð á staðleysum í stað staðreynda. Ég hélt í fáfræði minni fyrir 40 árum að samfara sívaxandi menntun þjóðarinnar myndi ástand þessara mála taka miklum framförum á komandi áratugum.

Kosið verður um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir.

Skattar og velferð – Hugsum til framtíðar

Hulda Guðmunda Óskarsdóttir skrifar

Nóbelshafarnir í hagfræði, Paul Krugman og Joseph Stiglitz, telja að óheftir fjármálamarkaðir hafði stuðlað að efnahagskreppunni sem heimurinn varð fyrir. Þeir benda á að niðurskurðar- og samdráttarstefna leiði til minni hagvaxtar, sem vísar til hlutfallslegra breytinga á landsframleiðslu frá einu ári til annars. Landsframleiðsla gerir grein fyrir ráðstöfun fjármuna sem verða til í efnahagskerfinu.

Nýr og skýr valkostur

Eldar Ástþórsson skrifar

Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti.

Traustur efnahagur og spennandi störf

Einar Bergmundur skrifar

Lyft hefur verið grettistaki við stjórn efnahagsmála og ríkisfjármála á þessu kjörtímabili við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Rekstur ríkissjóðs er nú kominn í jafnvægi, en ljóst er að þar þarf að gæta aðhalds næstu ár til að ríkið geti greitt niður skuldir. Þá tekur að draga úr vaxtagreiðslum og meiru verður hægt að verja í velferð og uppbyggingu. Samhliða þarf að örva hagkerfið, líkt og lagt hefur verið upp með í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar, og ýta þannig undir hagvöxt sem byggir á fjölbreyttum atvinnurekstri.

Finnsku skattarnir og Esko Aho, fv. forsætisráðherra

Borgþór S. Kjærnested skrifar

Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“

Vaxtarverkir í skólastofunni

Áslaug María Friðriksdóttir skrifar

Menntun er lykilhugtak nútímans. Menntun drífur áfram nýsköpun og leiðir af sér vöxt. Íslensk þjóð hefur löngum verið stolt af því að vera kölluð bókaþjóð og Íslendingar hreyknir yfir því að eiga menntað fólk. Við rekum mjög marga skóla miðað við höfðatölu og nám er aðgengilegt. En erum við tilbúin í næsta vaxtarskeið?

Sjá næstu 50 greinar