Nýjar hugmyndir í þágu heimilanna Ingvar Garðarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar