Nýjar hugmyndir í þágu heimilanna Ingvar Garðarsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Við höfum öll heyrt loforð stjórnmálamanna um að lækka skuldir heimilanna um tugi, ef ekki hundruð milljarða. Loforð sem byggð eru á mögulegum gróða af flóknum samningum sem geta tekið mörg ár og koma því ekki til framkvæmda strax, ef nokkurn tímann. Sjálfstæðisflokkurinn býður hins vegar upp á aðgerðir strax og ég vil leggja til nýjan möguleika fyrir skuldsett heimili, sem felst í því að opna tímabundið fyrir tilfærslu á almennum lífeyrissparnaði yfir í húsnæðissparnað. Skattlaust. Þeir sem eru 40 ára eða yngri gætu valið þá leið að færa allt að 80% af uppsöfnuðum lífeyrissparnaði sínum, án þess að skerða réttindi annarra, yfir í húsnæðissparnað. Heimildin myndi lækka um 2% á ári eftir fertugt. Tökum dæmi af hjónum sem hafa verið með 600 þúsund króna meðaltekjur á mánuði í 15 ár. Þessi hjón eiga um 14 milljóna króna „inneign“ í lífeyrissjóði. Ef við færum 80% af þeim sparnaði yfir í sparnað í húsnæði, með greiðslu inn á húsnæðislán, lækka skuldir hjónanna um 11,4 milljónir króna. Þetta sparar hjónunum 710 þúsund krónur í vexti og afborganir á ári. Þegar hjónin eru 65 ára fá þau 220 þúsund króna greiðslu á mánuði úr lífeyrissjóði til ráðstöfunar eftir skatta og ættu 11,4 milljónum meira í húsnæðinu samfara því að hafa sparað 18 milljónir í vexti og afborganir á 25 árum. Samtals gera þetta 29,4 milljónir í sparnað og eignauka. Ef hjónin hefðu ekki fengið þessa tilfærslu á sparnaðinum væru þau að fá 248 þúsund á mánuði eftir skatta og greiðslu afborgana og vaxta af 11,4 milljón króna láni sem enn myndi hvíla á íbúðinni. Hjónin eru þannig mun betur sett án þess að aðrir beri nokkurn kostnað. Lykillinn að bættri stöðu hjónanna í þessu dæmi er að ávöxtun lífeyrissjóðanna er 3,5% en vaxtakostnaður af láninu 4,7%. Ríkið gefur eftir 4 milljónir í skatta sem að óbreyttu ætti að greiða eftir 24 ár. Á móti kemur aukinn hagvöxtur og sparnaður fyrir ríkið af því að greiða fjölskyldunni ekki vaxtabætur. Bæði ríki og heimili væru betur sett.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun