Hvað kostar frelsið? Viktor Hrafn Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið hættulegt að eiga samskipti við annað fólk. Í hverju samfélagi leynast ýmis konar brotamenn og ógæfufólk sem á það til að brjóta á öðrum. Á hverjum einasta degi eigum við þó, flest okkar, samskipti við ókunnugt fólk, í hinum ýmsu aðstæðum. Við vitum þó að hluti þessa ókunnuga fólks getur tilheyrt hópi ógæfufólks sem á það til að brjóta af sér. Engu að síður kjósum við að eiga samskipti við það. Þeir sem verða fyrir því óláni að það sé brotið á þeim eru oftar en ekki óheppnir. En hvernig væri hægt að verða nær algerlega öruggur gagnvart brotum annarra? Ein leið væri einfaldlega að stíga ekki skrefi út úr húsi. Önnur leið væri með lagasetningu. Þar sem fólk hefur möguleikann á því að brjóta á hvoru öðru, þá væri ekki úr vegi að seta einfaldlega lög sem takmarka samskipti fólks við hvort annað. En það yrðu þó einungis samskipti sem geta leitt til þess að fólk brjóti á hvoru öðru. Að sjálfsögðu myndum við ekki vilja það. Við kjósum þessa áhættu. Ef við gerðum það ekki myndi það skerða okkar frelsi í amstri hins daglega lífs og á hlutum sem okkur þykja sjálfsagðir og nauðsynlegir til þess að lifa eðlilegu lífi. Enn fremur væri illmögulegt að skilgreina hvers konar samskipti gætu leitt til brota. Sams konar samskipti gætu stundum leitt til brota og stundum ekki. Því miður er þó verið að leggja tvö frumvörp til laga af þessum toga fyrir Alþingi okkar Íslendinga. Þar ætlar Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að takmarka samskipti fólks á vefnum, þrátt fyrir að ekkert brotlegt hafi átt sér stað. Samskipti með ýmis konar fjárhættuspil og klám eiga einfaldlega að vera bönnuð. Hvernig á að skilgreina hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Eiga virkilega öll samskipti fólks á vefnum að vera vöktuð með það að markmiði að koma í veg fyrir samskipti af þessum toga? Ég get ekki séð að lög sem þessi yrðu skilvirk nema að svo yrði gert. Ef Ögmundur vill banna fjárhættuspil, þá ætti hann að banna fjárhættuspil. Ef Ögmundur vill banna klám, þá ætti hann að banna klám. En hann ætti ekki takmarka frelsi fólks á vefnum. Það er óumflýjanlegt að frelsisskerðing eins og hér er lagt upp með muni ná til annarra sviða vefsins, sviða sem fólki finnst sjálfsagt að hafa óheftan aðgang að. Við lifum í samfélagi þar sem fólk hefur frelsi til þess að eiga hvers konar samskipti sem það kýs við annað fólk. Við erum tilbúin að veita hvoru öðru þetta frelsi til þess að öðlast meira frelsi sjálf. Ef fólk misnotar hins vegar þetta frelsi og brýtur af sér, þá þarf það að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það sama á að gilda um vefinn. Ögmundur Jónasson ætti að gefa fólki tækifæri á að haga sér skynsamlega, ekki takmarka frelsi þess á vefnum, heldur láta það frekar axla ábyrgð á gjörðum sínum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun