Fleiri fréttir

Lækkum skatta

Síðustu ár hafa einkennst af því að verið sé að segja okkur hversu erfitt líf okkar sé, hversu bratt við fórum fyrir hrun og hvernig við eigum ekkert annað skilið en að þurfa nú að greiða fyrir það með skattahækkunum.

Af hverju speglun (flipp)?

Hjálmar Árnason skrifar

Spurningunni í ofangreindri fyrirsögn má svara með orðum bandarísks kennara: Hvort viltu vinna með nemendum í tíma eða tala við nemendur í tíma? Hefðbundin kennsla, eins og flestir hafa kynnst, er byggð upp þannig að kennarinn er sá virki í tímunum og stjórnar virkninni.

Forvarnir og fræðsla fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi

Sigríður Björnsdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir skrifar

Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl. eftir Sæunni Kjartansdóttur var fyrirsögn sem kom okkur sem störfum við fræðslu og forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á óvart.

Sæstrengur og lækkað raforkuverð

Guðlaugur Ingi Hauksson skrifar

Það sem veldur því meðal annars að raforkuverð til heimila er hærra en raforkuverð til stóriðju er þörf heimila fyrir breytilega notkun. Verðið byggir á hámarksnotkun, en ekki á mismunandi notkun. Við borgum þess vegna gjarnan um fimmtán krónur fyrir kílóvattsstund en stóriðjan borgar iðulega í kringum þrjár krónur.

Ný nálgun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Þorvarður Gunnarsson skrifar

Endurskoðun í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla felur í sér umfangsmikla og tímafreka vinnu sem reynist mörgum litlum og meðalstórum fyrirtækjum þungur baggi fjárhagslega, auk þess sem virði endurskoðunaráritunar fyrir slíka aðila er ekki alltaf augljóst.

Skynsöm þjóð

Höskuldur Þórhallsson skrifar

Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar.

Þúsund dagar til að standa við loforð

Ban Ki-moon skrifar

Hver einasta langferð byrjar á fyrsta skrefinu og í þessari viku getum við byrjað þúsund daga ferð til móts við nýja framtíð.

Frá sjónarhóli læknanema

Elías Sæbjörn Eyþórsson skrifar

Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umræða um óánægju unglækna og læknakandidata á Landspítalanum með álag og launamál. Sú óánægja hefur meðal annars komið fram í uppsögnum tuttugu unglækna sem hafa sagt starfi sínu lausu í stað þess að vinna við þær aðstæður sem þeim eru boðnar.

Fjárfesting til framtíðar

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Á undanförnum fjórum árum hefur íslenskt samfélag náð jöfnum og góðum bata eftir efnahagshrunið. Þessi tími hefur verið okkur öllum sem myndum samfélag hér á Íslandi erfiður en nú sjáum við fyrsta árangur erfiðisins. Á næstu árum er raunhæft að hefja stórsókn í því að bæta lífskjör á Íslandi. Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð setja uppbyggingu heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála í forgang.

Býr barn til súkkulaðið þitt?

Elísabet Ingólfsdóttir skrifar

Á liðnu ári stofnuðu alþjóðasamtökin Stop the Traffik deild á Íslandi. Markmið samtakanna er að beita sér gegn mansali um heim allan og vekja almenning til meðvitundar um að mansal snertir okkur öll, meira að segja bara þegar við kaupum okkur súkkulaði.

Níutíu milljónir í óþarfa

Björn Jón Bragason skrifar

Á síðasta fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar var samþykkt að verja hvorki meira né minna en níutíu milljónum króna til að breyta einum stuttum vegarspotta sem enginn býr við, en um er að ræða Sæmundargötu, fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Til stendur að útbúa þar göngu- og hjólreiðastíg fyrir umrædda fjárhæð.

Blessuð velferðin!

Bolli Pétur Bollason skrifar

Gamli barnaskólinn í Skógum í Fnjóskadal er hús með sál. Þangað er gott að koma og spjalla. Það gerði ég fyrir skömmu er ég flutti þar erindi um siðfræði og siðferðislega ábyrgð. Það er reyndar gaman að vita til þess að þetta gamla skólahús nýtist áfram í sveitinni, þarna fara fram margvíslegar fræðslu- og kaffistundir og eitt og annað sem nærir félagsþörf og -vitund. Samfélagið utan um þetta siðfræðispjall var vænt og gott og viðstaddir virkir í umræðum, enda erum við víst öll að fást við siðfræði og siðferði með einum eða öðrum hætti daglega, hverja stund. Það er gott að halda því til haga að siðfræði er fræðigrein innan heimspekisviðs en siðferði hins vegar framkvæmd siðfræðinnar.

Fátækt kallar á aðgerðir

Bjarni Gíslason skrifar

Hjálparstarf kirkjunnar vill vissulega draga fram erfiða stöðu fátækra á Íslandi og hvetja fólk til að bregðast við og taka þátt í páskasöfnun til eflingar innanlandsstarfi sem nær til alls landsins.

Hjálp sem munar um

Kristján Sturluson skrifar

Breið samstaða á þingi um áframhaldandi uppbyggingu þróunarsamvinnu sýnir að Íslendingar skynja ábyrgð sína í samfélagi þjóðanna. Þjóð sem er enn, þrátt fyrir efnahagsörðugleika, ein af þeim ríkustu í heimi ber rík skylda til að hjálpa þeim sem eru fátækari.

Matvörukaup heimilanna

Erna Bjarnadóttir skrifar

Formaður Samtaka verslunar og þjónustu gerði útgjöld heimilanna til matvörukaupa að umtalsefni í ræðu sinni við setningu aðalfundar samtakanna þann 21. mars sl. Taldi hún raunhæft að lækka þau um 3,5 milljarða króna með því að láta versluninni eftir að flytja inn kjúklingabringur. Þessi fyrirheit formannsins þarfnast nánari skoðunar.

Foreldrar og skemmtanahald

Björn Rúnar Egilsson skrifar

Heimili og skóli – landssamtök foreldra leggja sig fram við að vera í góðum tengslum við foreldra á öllum skólastigum og veita þeim ráðgjöf, fræðslu og vettvang til samráðs og samstarfs.

Sporin hræða

Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar

Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin.

Ísland er ekki Kýpur norðursins

Þorkell Sigurlaugsson skrifar

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í febrúar sl. var samþykkt tillaga þess efnis að hætta beri viðræðum við Evrópusambandið og ekki taka aftur upp viðræður fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Á landsfundi þar á undan hafði verið samþykkt að gera hlé á viðræðunum og að þær færu ekki aftur af stað fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Mikill munur er á því að hætta viðræðum og gera hlé á þeim.

Bildt, Össur, fullveldið og Kýpur

Björn Bjarnason skrifar

Á árunum 2004 til 2007 sátum við Össur Skarphéðinsson saman í nefnd sem kannaði tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Meginniðurstaða nefndarinnar var að hagsmunum Íslands væri mjög vel borgið með samningum um evrópska efnahagssvæðið (EES), hann hefði staðist tímans tönn. Íslendingar hefðu hins vegar ekki nýtt aðild að EES sem skyldi. Þeir hefðu mun fleiri tækifæri til áhrifa á löggjöf ESB en nýtt hefðu verið.

Þjóðhagsleg arðsemi ráði för

Gunnar H. Gunnarsson og Örn Sigurðsson skrifar

Grein Elínar Hirst, frambjóðanda í Kraganum, í Fréttablaðinu 21. mars um mikilvægi Vatnsmýrarflugvallar vekur furðu. Svona skrifa landsbyggðarþingmenn í kjördæmapoti eða aðilar með sérhagsmuni í fluginu.

Að skapa sátt

Páll Valur Björnsson skrifar

Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu.

Lifað á öðrum

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fjórðungur sveitarfélaga á Íslandi fær yfir fjörutíu prósent tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Sex sveitarfélög fá meira en helming tekna sinna úr sjóðnum. Það sem fær mest hefur um tvo þriðju tekna sinna þaðan.

Latte-listinn: Gegn óforskömmuðu kjördæmapoti

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann "borgarsveitalubba“ og fullyrti að þar færi "einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur“. Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni.

Framhaldsskólum ekki hlíft

Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar

Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.

Krafan um afnám verðtryggingar er ákall um ESB-aðild

Bolli Héðinsson skrifar

Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar.

„Þjóðinni fært þjarkið sitt“

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Mörgum Íslendingum lætur ekki ýkja vel að rökræða. Miklu betur að þjarka. Í þjarkinu eru ekki brúkaðar röksemdir, heldur fullyrðingar. Annar segir að svart sé hvítt. Hinn að hvítt sé svart. Því lengur sem þjarkað er þeim mun groddalegri verða fullyrðingarnar.

Fjárhættuspil auglýst í sundlaugum

Kolbrún Halldórsdóttir skrifar

Hvílík gæfa, sem við Íslendingar njótum, að eiga allt þetta heita vatn og hafa verið svo lánsöm að koma okkur upp sundlaugum í nánast hverju bæjarfélagi svo allir fái notið þeirra einstöku lífsgæða sem felast í sundiðkun.

Út að leika

Þegar ég var lítil, þá var maður alltaf úti að leika sér. Öll vor-, sumar- og haustkvöld fóru í það að vera í úti í leikjum með krökkunum í hverfinu. Leikir eins og ein króna, hlaupa í skarðið, fallin spýta, snú-snú og skotbolti voru vinsælir og jafnvel í afmælum þegar við nálguðumst fermingaraldurinn var stolist í kyss kyss og út af eða abc.

Um tilfinningar og staðreyndir

Sigrún Blöndal skrifar

Þær hafa verið í meira lagi skáldlegar fyrirsagnirnar og yfirlýsingar fólks í fjölmiðlum undanfarna daga eftir að það virtist verða því ljóst að Lagarfljót hefði breyst við það að Jökulsá á Dal var veitt þangað. Undirrituð hefur búið á bökkum Lagarfljóts í á fjórða áratug og veit því fullvel hvaða áhrif vatnaflutningarnir höfðu á þetta fagra vatn.

„Já, hiklaust“ – Carl Bildt

Össur Skarphéðinsson skrifar

Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri.

Öryggi og gæði heilbrigðisþjónustu

Geir Gunnlaugsson skrifar

Öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustunni hafa verið mjög í brennidepli fjölmiðla undanfarnar vikur. Landlæknir fagnar slíkri umræðu. Í samræmi við hlutverk embættisins er starf þess fjölbreytt og umfangsmikið á þessu sviði eins og sjá á má í nýlegri samantekt sem er að finna á heimasíðu embættisins landlaeknir.is.

Heimilin eru grundvöllur samfélagsins

Baldvin Björgvinsson skrifar

Það er engin íslensk þjóð án íslenskra heimila. Fjölmörg heimili standa nú verulega illa vegna þess að sótt er að þeim með siðleysi og lögbrotum.

Misrétti er dýrkeypt: Jafnrétti er efnahagsleg velferð

Katrín Júlíusdóttir skrifar

Árið 1984 var hlutfall kvenna á Alþingi 15%. Karlar höfðu að meðaltali 57% hærri laun á ársverk en konur. Útivinnandi foreldrar áttu ekki trygga heilsdagsvistun fyrir börn sín, sem oftar bitnaði á tekjumöguleikum kvenna.

Aðskilnaður systkina

Hrafnhildur Hannesdóttir og Rannveig Sverrisdóttir og Birna Hafstein skrifa

Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins.

Landsdómur?

Bjarni E. Guðleifsson skrifar

Ég ætlaði alltaf að hlekkja mig við vinnuvélarnar við Kárahnjúka en mig brast kjark.

Forgangsröðum á heillavænlegan hátt

Karólína Stefánsdóttir skrifar

Á dögunum sendi samráðshópur Fjölskylduráðgjafar og Nýja barnsins á Heilsugæslustöðinni á Akureyri ákall til ráðamanna um að efna gefin heit og efla þjónustuna.

Samhjálp í 40 ár – til hjálpar í eyðimörk alkóhólismans

Karl V. Matthíasson skrifar

Þó að Samhjálp hafi starfað í 40 ár og aðrir bæst í hópinn með kröftugum hætti er greinilegt að þörfin fyrir hjálp og aðstoð við alkóhólista fer síst minnkandi. Á hverjum degi eru mörg hundruð manns í beinum úrræðum vegna alkóhólisma í okkar fámenna landi.

Að fórna vatni

Stefán Jón Hafstein skrifar

Hvellur – ný kvikmynd um fyrsta "umhverfishryðjuverkafólkið?“ á Íslandi er merkileg heimild sem skorar samtímann á hólm. Enginn efast nú um að það hafi verið rétt hjá Þingeyingum að sprengja Miðkvíslarstíflu í Laxá og koma í veg fyrir að Laxárdal og hluta Mývatnssveitar yrði sökkt. Landsvirkjun beitti öllu sínu afli til að knýja í gegn áform sem best er lýst sem klikkun í dag. Fyrrverandi umhverfisráðherra efast ekki andartak um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá sér að berja í gegn dauðadóm yfir lífríki Lagarfljóts. Hagsmunir réðu. Sams konar hagsmunir og Landsvirkjun taldi sig þjóna þegar hún vildi drepa Laxá.

Taktu afstöðu – stattu upp fyrir þeim þöglu

Fannar Guðni Guðmundsson skrifar

Á landsmóti Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, sem fór fram í haust á Ísafirði var kosið í nýtt ungmennaráð samtakanna. Ráðið hélt síðan sitt árlega landsþing ungs fólks í lok mótsins og þar skeggræddi unga fólkið þau málefni sem brann á því. Mikill samhljómur var meðal landsþingsgesta um alvarleika eineltis og var það mat þeirra að það vantaði gagnlega fræðslu um málefnið.

Það er aðeins ein leið fær

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Þegar ríkið er farið að taka til sín svona stóran hluta af verðmætasköpuninni sem raun ber vitni, er við blasandi að leiðin út úr vandanum getur ekki verið að hækka skatta. Við þurfum að lækka þá. Það kallar á stífa forgangsröðun, þegar kemur að ríkisútgjöldum, en það er þó ekki nóg.

Mikilvæg ákvörðun

Andrés Pétursson skrifar

Nýleg skoðanakönnun Capacent Gallup sem sýnir að 61% landsmanna vill klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hefur vakið mikla athygli. Þetta vekur hins vegar spurningar varðandi stuðning við þá stjórnmálaflokka sem vilja slíta aðildarviðræðunum.

Stöðugleiki og aukin hagsæld

Ragna Árnadóttir skrifar

Við Íslendingar erum að mörgu leyti lánsöm. Við erum auðlindarík þjóð, með hagfellda aldurssamsetningu, sterka innviði, hátt tæknistig og kraftmikið vinnuafl. Við stöndum þó frammi fyrir efnahagslegum áskorunum. Kaupmáttur hefur dregist saman, skuldastöðu hins opinbera þarf að laga og talsvert hefur vantað upp á efnahagslegan stöðugleika.

Sjá næstu 50 greinar