Framhaldsskólum ekki hlíft Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 26. mars 2013 06:00 Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar