Framhaldsskólum ekki hlíft Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar 26. mars 2013 06:00 Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 28. febrúar sl. skrifar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður grein sem hún nefnir Frestun menntastefnu og tíundar tillögur frá fundi Samtaka atvinnulífsins. Þar sagði að efla þyrfti menntun, rannsóknir og nýsköpun. Hún rifjar líka upp gamlar tillögur um að stytta námstíma til stúdentsprófs og að efla skuli iðn- og verknám til að draga úr brotthvarfi frá námi. Þingmaðurinn segir tillögurnar ekki nýjar því unnið hafi verið að þeim í ráðherratíð sinni. Hún segir það mikil mistök hjá ríkisstjórninni að fresta gildistöku mikilvægasta hluta laganna til 2015 sem gangi einmitt út á efla iðn- og starfsnám, stytta námstímann og minnka brotthvarf úr námi.Ákvæði um nýbreytni Í þeim hluta laganna sem skotið var á frest eru tilgreind ákvæði um nýbreytni í námsmati, fimm daga lengingu starfstíma skóla, helstu tegundir lokaprófa, aðalnámskrá, námskrár og námsbrautalýsingar skóla, starfsgreinaráð og vinnustaðanám. Þar eru engin markmið tilgreind um að efla iðn- og verknám, stytta námstíma og minnka brotthvarf úr námi. Enda segja lögin lítið um hvernig nemendur eigi að vera menntaðir við lok framhaldsskóla. Í lagafrumvörpunum var valin sú leið að festa ekki niður lengd námstíma því hann geti verið breytilegur frá upphafi grunnskóla og til loka framhaldsskóla. Um þessa nálgun hefur verið sátt enda í meira samræmi við skráða og óskráða skólastefnu hér á landi en einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs. Þegar þingmaðurinn mælti fyrir lagafrumvörpunum í ráðherratíð sinni kom fram að gildi stúdentsprófs yrði áfram óskorað. Áréttaði Alþingi að gæði þess yrðu ekki skert og það hefði áfram þá stöðu að veita aðgang að háskólanámi. Í vinnu starfsgreinaráða við að útfæra iðn- og verknám síðan ríkir ekki sú hugsun að mennta fleiri nemendur á skemmri tíma til lokaprófs úr framhaldsskóla. En þegar kemur að námstíma til stúdentsprófs er vakin upp gamla tuggan um að stytting námstíma minnki brotthvarf úr námi. Þessi fullyrðing hefur hvorki verið rannsökuð né studd rökum. Stytting námstíma er ófrjó kerfisumræða, hún er hvorki menntastefna né forgangsmál í menntamálum. Gagnlegra er að standa með menntuninni í raun og veru í stað þess að kasta fram klisjum og fullyrðingum sem eiga sér ekki stoð í lögunum. Þessu má líkja við að atvinnulífið hafi dottið út 2008, og síðan þá ekki fylgst með þeirri þróun sem átt hefur sér stað. Nú hefur ASÍ tekið höndum saman við atvinnulífið við að móta menntastefnu fyrir þá ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar. Þingmaðurinn sér ekkert athugavert við að ASÍ og SA taki sér dagskrárvaldið! En að hlusta á sérfræðingana í skólunum nær ekki upp á pallborðið.Dýrar breytingar Framhaldsskólalögin fela í sér dýrar breytingar; kostnaður er áætlaður á bilinu 1,3 – 1,7 milljarðar á verðlagi ársins 2008. Þeir fjármunir hurfu í efnahagshruninu. Oft heyrist að lítill niðurskurður hafi orðið í framhaldsskólum landsins þar sem þeir séu hluti af velferðarkerfinu. Þá er vísað til hinnar margrómuðu forgangsröðunar í ríkisfjármálum. Sú er ekki raunin og allt tal um að skólunum hafi verið hlíft er hrein blekking. Þetta veit fagfólkið í skólunum. Staðreyndir sýna svart á hvítu mikinn niðurskurð allt frá 2004/2005 sem hleypur á milljörðum. Afleiðingarnar eru sístækkandi námshópar, minni stuðningur við nemendur og vítahringur slæmra starfsskilyrða svo að skólastarfið er komið í öngstræti. Orsakir brotthvarfs frá námi eru flóknari en svo að skólunum sé bara um að kenna.Mikilvægast að skila fénu Kennarasamtökin hafa aldrei litið á námstíma sem heilagt atriði. Þvert á móti hafa þau lengi haft þá áherslu að nemendum eigi að bjóðast möguleikar á að ljúka námi á mislöngum tíma og á mismunandi aldri. Mikilvægast fyrir framhaldsskólana er að þeim verði skilað því fé sem hefur verið rifið innan úr þeim með niðurskurði á löngum tíma. Framhaldsskóli fyrir alla, fjölbreytt nám við hæfi, valkostir og stuðningur er mun þýðingarmeira og miklu framar í forgangsröðinni en einhliða áhersla á árafjöldann. Út úr þessari þröngu og ófrjóu hugsun þarf að komast.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun