Heimilin eru grundvöllur samfélagsins Baldvin Björgvinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Það er engin íslensk þjóð án íslenskra heimila. Fjölmörg heimili standa nú verulega illa vegna þess að sótt er að þeim með siðleysi og lögbrotum. Ríkisstjórnin hefur svikið loforðið um skjaldborg um heimilin en varið lögbrjótana með öllum tiltækum ráðum. Stjórnvöld hafa meira að segja gengið svo langt að setja lög til að hjálpa lögbrjótunum að halda þýfinu með því að brjóta ákvæði stjórnarskrár. Sem betur fer stöðvaði Hæstiréttur þá feigðarför. Fjármálastofnanirnar halda samt enn þýfinu, fjórum árum síðar og framkvæmdarvaldið grípur ekki í taumana. Það gera sér allir grein fyrir því að ástandið er alvarlegt. Fjöldi fólks hefur verið gerður gjaldþrota og eigurnar seldar nauðungarsölu á grundvelli ólöglegra gjörninga. Enn fleiri berjast vonlítilli baráttu við óréttlátt kerfi sem er ekki sniðið að þörfum íslensku þjóðarinnar, heldur að hagsmunum einhverra allt annarra. Það getur enginn Íslendingur verið án þaks yfir höfuðið. Matur, klæði og húsaskjól eru grundvallaratriði sem hver Íslendingur á að eiga rétt á að geta orðið sér úti um. Hvort sem er að leigja húsnæði og láta annan sjá um rekstur og viðhald eða eignast sitt eigið húsnæði og sjá sjálfur um viðhald og rekstur. Í báðum tilfellum þarf tilkostnaður að vera hæfilegur og viðráðanlegur. Þannig er það alls ekki í dag. Húsnæðislánin eru óborganleg og leiga svo há að fáir ráða við hana. Það er í gangi kerfi sem gengur út á það eitt að græða sem mest fé á íslenskum fjölskyldum á sem skemmstum tíma. Skiptir þá engu máli hvort fjölskyldurnar verða gjaldþrota í þessu ferli og aðalatriðið er að ná af þeim sem mestu. Þetta þarf að stöðva. Því er haldið fram að það muni kosta stórfé að leiðrétta áfallið sem íslenskar fjölskyldur urðu fyrir við hrunið. Ekkert gæti verið fjarri lagi. Það er einfaldlega verið að fara fram á að þýfinu verði skilað og að hér verði byggt upp réttlátt samfélag. Það er ekki verið að fara fram á beinar peningagreiðslur. Það er verið að tala um að afskrifa froðufé sem er ekkert annað en vextir, margir þeirra ólöglegir. Íslendingar þurfa að ákveða á næstu vikum hvers konar þjóðfélagi þeir vilja búa í. Hver og einn kjósandi þarf svo að kjósa það sem er honum fyrir bestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er engin íslensk þjóð án íslenskra heimila. Fjölmörg heimili standa nú verulega illa vegna þess að sótt er að þeim með siðleysi og lögbrotum. Ríkisstjórnin hefur svikið loforðið um skjaldborg um heimilin en varið lögbrjótana með öllum tiltækum ráðum. Stjórnvöld hafa meira að segja gengið svo langt að setja lög til að hjálpa lögbrjótunum að halda þýfinu með því að brjóta ákvæði stjórnarskrár. Sem betur fer stöðvaði Hæstiréttur þá feigðarför. Fjármálastofnanirnar halda samt enn þýfinu, fjórum árum síðar og framkvæmdarvaldið grípur ekki í taumana. Það gera sér allir grein fyrir því að ástandið er alvarlegt. Fjöldi fólks hefur verið gerður gjaldþrota og eigurnar seldar nauðungarsölu á grundvelli ólöglegra gjörninga. Enn fleiri berjast vonlítilli baráttu við óréttlátt kerfi sem er ekki sniðið að þörfum íslensku þjóðarinnar, heldur að hagsmunum einhverra allt annarra. Það getur enginn Íslendingur verið án þaks yfir höfuðið. Matur, klæði og húsaskjól eru grundvallaratriði sem hver Íslendingur á að eiga rétt á að geta orðið sér úti um. Hvort sem er að leigja húsnæði og láta annan sjá um rekstur og viðhald eða eignast sitt eigið húsnæði og sjá sjálfur um viðhald og rekstur. Í báðum tilfellum þarf tilkostnaður að vera hæfilegur og viðráðanlegur. Þannig er það alls ekki í dag. Húsnæðislánin eru óborganleg og leiga svo há að fáir ráða við hana. Það er í gangi kerfi sem gengur út á það eitt að græða sem mest fé á íslenskum fjölskyldum á sem skemmstum tíma. Skiptir þá engu máli hvort fjölskyldurnar verða gjaldþrota í þessu ferli og aðalatriðið er að ná af þeim sem mestu. Þetta þarf að stöðva. Því er haldið fram að það muni kosta stórfé að leiðrétta áfallið sem íslenskar fjölskyldur urðu fyrir við hrunið. Ekkert gæti verið fjarri lagi. Það er einfaldlega verið að fara fram á að þýfinu verði skilað og að hér verði byggt upp réttlátt samfélag. Það er ekki verið að fara fram á beinar peningagreiðslur. Það er verið að tala um að afskrifa froðufé sem er ekkert annað en vextir, margir þeirra ólöglegir. Íslendingar þurfa að ákveða á næstu vikum hvers konar þjóðfélagi þeir vilja búa í. Hver og einn kjósandi þarf svo að kjósa það sem er honum fyrir bestu.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun