Matvörukaup heimilanna Erna Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2013 06:00 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu gerði útgjöld heimilanna til matvörukaupa að umtalsefni í ræðu sinni við setningu aðalfundar samtakanna þann 21. mars sl. Taldi hún raunhæft að lækka þau um 3,5 milljarða króna með því að láta versluninni eftir að flytja inn kjúklingabringur. Þessi fyrirheit formannsins þarfnast nánari skoðunar. Hagstofa Íslands rannsakar reglulega útgjöld heimilanna og metur samsetningu vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu hennar um útgjöld heimilanna árin 2009-2011 voru árleg meðalútgjöld til matvörukaupa 701.810 krónur. Frá febrúar 2010 til febrúar 2013 hækkaði verðlag um nálægt 13,5% og því lætur nærri að þessi fjárhæð sé um 760.000 krónur í dag. Hagstofan áætlar að um 0,58% af útgjöldum meðalheimilis séu til kaupa á alifuglakjöti eða um 35.000 krónur á ári. Sum heimili kaupa eðlilega meira en önnur minna eins og gengur. Höldum því til haga að hér er um allt alifuglakjöt að ræða, ekki bara kjúklingabringur. Heildarútgjöld 130.000 heimila (sem er fjöldinn sem formaður SVÞ notar í sínu dæmi) til kaupa á öllu alifuglakjöti á ári eru samkvæmt þessu 4,5 milljarðar króna. Erfitt er sjá að með innflutningi á kjúklingabringum sé hægt að spara 3,5 milljarða króna á ári. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp.Innan við helmingur Um 12,9% af útgjöldum heimilanna fara til kaupa á matvörum. Innlendar búvörur eru innan við helmingur þessara útgjalda. Útgjöld til kaupa á grænmeti og vörum úr grænmeti og kartöflum eru 1,16% af útgjöldum heimilanna. Talsvert af grænmeti er flutt inn árið um kring. Mikilvægar grænmetistegundir eins og tómatar, gúrkur og paprika eru án tolla allt árið. Bændur í þessari framleiðslu fá beingreiðslur frá hinu opinbera til að styðja við reksturinn. Tollar eru lagðir á nokkrar tegundir útiræktaðs grænmetis meðan íslensk framleiðsla er á markaði á haustin og framan af vetri. Kaup á kjöti eru 2,8% útgjalda heimilanna og 2,4% eru til kaupa á osti, eggjum og mjólkurvörum, alls 5,2%. Þessir tveir vöruflokkar svara til um 40% af útgjöldum heimilanna til matvörukaupa. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér áhrifum verðlækkunar á þessum vörum. Tíu prósenta lækkun útgjalda til þessara tveggja flokka myndi t.d. skila 0,5% lækkun á útgjöldum heimilanna. Spyrja má hvort verslunin eigi ekki aðra og nærtækari möguleika til að færa heimilunum slíkan sparnað. Afgreiðslutími verslana er t.d. óvíða jafn langur og þekkist hér á landi og fjárfesting í verslunarhúsnæði er mikil. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu hennar á kostnað bænda. Þetta mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Reynsla Finna bendir til þess að völd smásölunnar hafi aukist við inngöngu Finnlands í Evrópusambandið og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningstolla er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu gerði útgjöld heimilanna til matvörukaupa að umtalsefni í ræðu sinni við setningu aðalfundar samtakanna þann 21. mars sl. Taldi hún raunhæft að lækka þau um 3,5 milljarða króna með því að láta versluninni eftir að flytja inn kjúklingabringur. Þessi fyrirheit formannsins þarfnast nánari skoðunar. Hagstofa Íslands rannsakar reglulega útgjöld heimilanna og metur samsetningu vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu hennar um útgjöld heimilanna árin 2009-2011 voru árleg meðalútgjöld til matvörukaupa 701.810 krónur. Frá febrúar 2010 til febrúar 2013 hækkaði verðlag um nálægt 13,5% og því lætur nærri að þessi fjárhæð sé um 760.000 krónur í dag. Hagstofan áætlar að um 0,58% af útgjöldum meðalheimilis séu til kaupa á alifuglakjöti eða um 35.000 krónur á ári. Sum heimili kaupa eðlilega meira en önnur minna eins og gengur. Höldum því til haga að hér er um allt alifuglakjöt að ræða, ekki bara kjúklingabringur. Heildarútgjöld 130.000 heimila (sem er fjöldinn sem formaður SVÞ notar í sínu dæmi) til kaupa á öllu alifuglakjöti á ári eru samkvæmt þessu 4,5 milljarðar króna. Erfitt er sjá að með innflutningi á kjúklingabringum sé hægt að spara 3,5 milljarða króna á ári. Þetta er dæmi sem gengur ekki upp.Innan við helmingur Um 12,9% af útgjöldum heimilanna fara til kaupa á matvörum. Innlendar búvörur eru innan við helmingur þessara útgjalda. Útgjöld til kaupa á grænmeti og vörum úr grænmeti og kartöflum eru 1,16% af útgjöldum heimilanna. Talsvert af grænmeti er flutt inn árið um kring. Mikilvægar grænmetistegundir eins og tómatar, gúrkur og paprika eru án tolla allt árið. Bændur í þessari framleiðslu fá beingreiðslur frá hinu opinbera til að styðja við reksturinn. Tollar eru lagðir á nokkrar tegundir útiræktaðs grænmetis meðan íslensk framleiðsla er á markaði á haustin og framan af vetri. Kaup á kjöti eru 2,8% útgjalda heimilanna og 2,4% eru til kaupa á osti, eggjum og mjólkurvörum, alls 5,2%. Þessir tveir vöruflokkar svara til um 40% af útgjöldum heimilanna til matvörukaupa. Auðvitað er hægt að velta fyrir sér áhrifum verðlækkunar á þessum vörum. Tíu prósenta lækkun útgjalda til þessara tveggja flokka myndi t.d. skila 0,5% lækkun á útgjöldum heimilanna. Spyrja má hvort verslunin eigi ekki aðra og nærtækari möguleika til að færa heimilunum slíkan sparnað. Afgreiðslutími verslana er t.d. óvíða jafn langur og þekkist hér á landi og fjárfesting í verslunarhúsnæði er mikil. Afnám tollverndar mun auka svigrúm smásölunnar til að afla sér aðfanga annars staðar og bæta stöðu hennar á kostnað bænda. Þetta mun að öllum líkindum leiða til breytinga á verðmyndun búvara þannig að stærri hluti álagningar falli smásölunni í skaut. Reynsla Finna bendir til þess að völd smásölunnar hafi aukist við inngöngu Finnlands í Evrópusambandið og að vinnslu og smásölu hafi gengið mun betur að viðhalda eigin álagningu en bændum. Áhugi fyrirtækja í verslun með dagvöru á afnámi innflutningstolla er hins vegar skiljanlegur í þessu ljósi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun