Fjárhættuspil auglýst í sundlaugum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 26. mars 2013 06:00 Hvílík gæfa, sem við Íslendingar njótum, að eiga allt þetta heita vatn og hafa verið svo lánsöm að koma okkur upp sundlaugum í nánast hverju bæjarfélagi svo allir fái notið þeirra einstöku lífsgæða sem felast í sundiðkun. Sundlaugarnar í Reykjavík eru einstakir samkomustaðir, félagsmiðstöðvar í hverfum borgarinnar, þar sem allir aldurshópar eiga erindi. Morgunhanarnir koma fyrir allar aldir og sötra fyrsta kaffisopa dagsins í félagi við aðra fastagesti. Skólakrakkarnir taka svo við þegar líða tekur á morgun og þegar degi tekur að halla koma vinnulúnir borgarar, oft heilu fjölskyldurnar saman, til að njóta dásemda heita vatnsins. Sundlaugarnar halda vel utan um gesti sína, enda hefur víðast hvar verið lagður metnaður í hönnun þeirra. Sumar hverjar eru miklir konfektmolar, út frá sjónarhóli byggingarlistar. Það á t.d. við um Vesturbæjarlaug, sem hefur notið aðdáunar Vesturbæinga síðan hún var vígð 1961. Stórkostlegt var að koma inn í anddyrið í fyrsta sinn, þar sem við blasti gríðarmikið fiskabúr með framandi fisktegundum. Þegar fram liðu stundir þurfti fiskabúrið reyndar að víkja og þá blasti við ný sýn þegar inn var komið; gluggaveggurinn sem veit út að lauginni sjálfri naut sín nú til fulls. Oft er gluggasyllan þéttsetin börnum, sem horfa dáleidd út á túrkís-blátt vatnið. Og inn um þennan stóra glugga horfa sundgarparnir þegar synt er í átt að húsinu.Dapurlegar breytingar En nú hafa orðið dapurlegar breytingar á stemningunni í anddyri Vesturbæjarlaugar. Þegar inn er komið blasir við stórt auglýsingaskilti, einmitt þar sem fiskabúrið stóð, og lokar fyrir útsýn til laugarinnar sjálfrar. Og hvað ætli menn sjái ástæðu til að auglýsa í sundlaugunum, spyr einhver; trúlega hollustu af einhverju tagi? Nei, því er ekki að heilsa, því auglýsingin í Vesturbæjarlaug er frá Eurojackpot og ákallið er „Föstudagar til fjár“! Það hafa eflaust margir samúð með erfiðum fjárhag borgarinnar, en rekstrarvandinn getur varla verið svo slæmur að grípa þurfi til slíkra örþrifaráða að auglýsa fjárhættuspil í sundlaugunum. Varla eru ráðamenn í borginni svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á því að auglýsing í anddyri sundlaugar jafnast á við auglýsingu í anddyri grunnskóla, því þangað koma skólabörn í skólasund, sem er hluti af skyldunámi. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2013 segir að setja skuli reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi, en jafnvel þó að ekki sé búið að setja reglurnar þá þarf ekki annað en að fletta upp á heimasíðu umboðsmanns barna til að finna leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna. Þar segir að happdrætti í hagnaðarskyni og fjárhættuspil eigi ekkert erindi til barna. Það getur því varla verið annað en að yfirvöld í Reykjavíkurborg bregðist skjótt við og fjarlægi auglýsingaskiltið um fjárhættuspil úr anddyri Vesturbæjarlaugar og opni aftur fyrir frískandi útsýnið til laugarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvílík gæfa, sem við Íslendingar njótum, að eiga allt þetta heita vatn og hafa verið svo lánsöm að koma okkur upp sundlaugum í nánast hverju bæjarfélagi svo allir fái notið þeirra einstöku lífsgæða sem felast í sundiðkun. Sundlaugarnar í Reykjavík eru einstakir samkomustaðir, félagsmiðstöðvar í hverfum borgarinnar, þar sem allir aldurshópar eiga erindi. Morgunhanarnir koma fyrir allar aldir og sötra fyrsta kaffisopa dagsins í félagi við aðra fastagesti. Skólakrakkarnir taka svo við þegar líða tekur á morgun og þegar degi tekur að halla koma vinnulúnir borgarar, oft heilu fjölskyldurnar saman, til að njóta dásemda heita vatnsins. Sundlaugarnar halda vel utan um gesti sína, enda hefur víðast hvar verið lagður metnaður í hönnun þeirra. Sumar hverjar eru miklir konfektmolar, út frá sjónarhóli byggingarlistar. Það á t.d. við um Vesturbæjarlaug, sem hefur notið aðdáunar Vesturbæinga síðan hún var vígð 1961. Stórkostlegt var að koma inn í anddyrið í fyrsta sinn, þar sem við blasti gríðarmikið fiskabúr með framandi fisktegundum. Þegar fram liðu stundir þurfti fiskabúrið reyndar að víkja og þá blasti við ný sýn þegar inn var komið; gluggaveggurinn sem veit út að lauginni sjálfri naut sín nú til fulls. Oft er gluggasyllan þéttsetin börnum, sem horfa dáleidd út á túrkís-blátt vatnið. Og inn um þennan stóra glugga horfa sundgarparnir þegar synt er í átt að húsinu.Dapurlegar breytingar En nú hafa orðið dapurlegar breytingar á stemningunni í anddyri Vesturbæjarlaugar. Þegar inn er komið blasir við stórt auglýsingaskilti, einmitt þar sem fiskabúrið stóð, og lokar fyrir útsýn til laugarinnar sjálfrar. Og hvað ætli menn sjái ástæðu til að auglýsa í sundlaugunum, spyr einhver; trúlega hollustu af einhverju tagi? Nei, því er ekki að heilsa, því auglýsingin í Vesturbæjarlaug er frá Eurojackpot og ákallið er „Föstudagar til fjár“! Það hafa eflaust margir samúð með erfiðum fjárhag borgarinnar, en rekstrarvandinn getur varla verið svo slæmur að grípa þurfi til slíkra örþrifaráða að auglýsa fjárhættuspil í sundlaugunum. Varla eru ráðamenn í borginni svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á því að auglýsing í anddyri sundlaugar jafnast á við auglýsingu í anddyri grunnskóla, því þangað koma skólabörn í skólasund, sem er hluti af skyldunámi. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2013 segir að setja skuli reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi, en jafnvel þó að ekki sé búið að setja reglurnar þá þarf ekki annað en að fletta upp á heimasíðu umboðsmanns barna til að finna leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna. Þar segir að happdrætti í hagnaðarskyni og fjárhættuspil eigi ekkert erindi til barna. Það getur því varla verið annað en að yfirvöld í Reykjavíkurborg bregðist skjótt við og fjarlægi auglýsingaskiltið um fjárhættuspil úr anddyri Vesturbæjarlaugar og opni aftur fyrir frískandi útsýnið til laugarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun