Fjárhættuspil auglýst í sundlaugum Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 26. mars 2013 06:00 Hvílík gæfa, sem við Íslendingar njótum, að eiga allt þetta heita vatn og hafa verið svo lánsöm að koma okkur upp sundlaugum í nánast hverju bæjarfélagi svo allir fái notið þeirra einstöku lífsgæða sem felast í sundiðkun. Sundlaugarnar í Reykjavík eru einstakir samkomustaðir, félagsmiðstöðvar í hverfum borgarinnar, þar sem allir aldurshópar eiga erindi. Morgunhanarnir koma fyrir allar aldir og sötra fyrsta kaffisopa dagsins í félagi við aðra fastagesti. Skólakrakkarnir taka svo við þegar líða tekur á morgun og þegar degi tekur að halla koma vinnulúnir borgarar, oft heilu fjölskyldurnar saman, til að njóta dásemda heita vatnsins. Sundlaugarnar halda vel utan um gesti sína, enda hefur víðast hvar verið lagður metnaður í hönnun þeirra. Sumar hverjar eru miklir konfektmolar, út frá sjónarhóli byggingarlistar. Það á t.d. við um Vesturbæjarlaug, sem hefur notið aðdáunar Vesturbæinga síðan hún var vígð 1961. Stórkostlegt var að koma inn í anddyrið í fyrsta sinn, þar sem við blasti gríðarmikið fiskabúr með framandi fisktegundum. Þegar fram liðu stundir þurfti fiskabúrið reyndar að víkja og þá blasti við ný sýn þegar inn var komið; gluggaveggurinn sem veit út að lauginni sjálfri naut sín nú til fulls. Oft er gluggasyllan þéttsetin börnum, sem horfa dáleidd út á túrkís-blátt vatnið. Og inn um þennan stóra glugga horfa sundgarparnir þegar synt er í átt að húsinu.Dapurlegar breytingar En nú hafa orðið dapurlegar breytingar á stemningunni í anddyri Vesturbæjarlaugar. Þegar inn er komið blasir við stórt auglýsingaskilti, einmitt þar sem fiskabúrið stóð, og lokar fyrir útsýn til laugarinnar sjálfrar. Og hvað ætli menn sjái ástæðu til að auglýsa í sundlaugunum, spyr einhver; trúlega hollustu af einhverju tagi? Nei, því er ekki að heilsa, því auglýsingin í Vesturbæjarlaug er frá Eurojackpot og ákallið er „Föstudagar til fjár“! Það hafa eflaust margir samúð með erfiðum fjárhag borgarinnar, en rekstrarvandinn getur varla verið svo slæmur að grípa þurfi til slíkra örþrifaráða að auglýsa fjárhættuspil í sundlaugunum. Varla eru ráðamenn í borginni svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á því að auglýsing í anddyri sundlaugar jafnast á við auglýsingu í anddyri grunnskóla, því þangað koma skólabörn í skólasund, sem er hluti af skyldunámi. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2013 segir að setja skuli reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi, en jafnvel þó að ekki sé búið að setja reglurnar þá þarf ekki annað en að fletta upp á heimasíðu umboðsmanns barna til að finna leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna. Þar segir að happdrætti í hagnaðarskyni og fjárhættuspil eigi ekkert erindi til barna. Það getur því varla verið annað en að yfirvöld í Reykjavíkurborg bregðist skjótt við og fjarlægi auglýsingaskiltið um fjárhættuspil úr anddyri Vesturbæjarlaugar og opni aftur fyrir frískandi útsýnið til laugarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hvílík gæfa, sem við Íslendingar njótum, að eiga allt þetta heita vatn og hafa verið svo lánsöm að koma okkur upp sundlaugum í nánast hverju bæjarfélagi svo allir fái notið þeirra einstöku lífsgæða sem felast í sundiðkun. Sundlaugarnar í Reykjavík eru einstakir samkomustaðir, félagsmiðstöðvar í hverfum borgarinnar, þar sem allir aldurshópar eiga erindi. Morgunhanarnir koma fyrir allar aldir og sötra fyrsta kaffisopa dagsins í félagi við aðra fastagesti. Skólakrakkarnir taka svo við þegar líða tekur á morgun og þegar degi tekur að halla koma vinnulúnir borgarar, oft heilu fjölskyldurnar saman, til að njóta dásemda heita vatnsins. Sundlaugarnar halda vel utan um gesti sína, enda hefur víðast hvar verið lagður metnaður í hönnun þeirra. Sumar hverjar eru miklir konfektmolar, út frá sjónarhóli byggingarlistar. Það á t.d. við um Vesturbæjarlaug, sem hefur notið aðdáunar Vesturbæinga síðan hún var vígð 1961. Stórkostlegt var að koma inn í anddyrið í fyrsta sinn, þar sem við blasti gríðarmikið fiskabúr með framandi fisktegundum. Þegar fram liðu stundir þurfti fiskabúrið reyndar að víkja og þá blasti við ný sýn þegar inn var komið; gluggaveggurinn sem veit út að lauginni sjálfri naut sín nú til fulls. Oft er gluggasyllan þéttsetin börnum, sem horfa dáleidd út á túrkís-blátt vatnið. Og inn um þennan stóra glugga horfa sundgarparnir þegar synt er í átt að húsinu.Dapurlegar breytingar En nú hafa orðið dapurlegar breytingar á stemningunni í anddyri Vesturbæjarlaugar. Þegar inn er komið blasir við stórt auglýsingaskilti, einmitt þar sem fiskabúrið stóð, og lokar fyrir útsýn til laugarinnar sjálfrar. Og hvað ætli menn sjái ástæðu til að auglýsa í sundlaugunum, spyr einhver; trúlega hollustu af einhverju tagi? Nei, því er ekki að heilsa, því auglýsingin í Vesturbæjarlaug er frá Eurojackpot og ákallið er „Föstudagar til fjár“! Það hafa eflaust margir samúð með erfiðum fjárhag borgarinnar, en rekstrarvandinn getur varla verið svo slæmur að grípa þurfi til slíkra örþrifaráða að auglýsa fjárhættuspil í sundlaugunum. Varla eru ráðamenn í borginni svo skyni skroppnir að þeir átti sig ekki á því að auglýsing í anddyri sundlaugar jafnast á við auglýsingu í anddyri grunnskóla, því þangað koma skólabörn í skólasund, sem er hluti af skyldunámi. Í starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2013 segir að setja skuli reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi, en jafnvel þó að ekki sé búið að setja reglurnar þá þarf ekki annað en að fletta upp á heimasíðu umboðsmanns barna til að finna leiðbeinandi reglur um neytendavernd barna. Þar segir að happdrætti í hagnaðarskyni og fjárhættuspil eigi ekkert erindi til barna. Það getur því varla verið annað en að yfirvöld í Reykjavíkurborg bregðist skjótt við og fjarlægi auglýsingaskiltið um fjárhættuspil úr anddyri Vesturbæjarlaugar og opni aftur fyrir frískandi útsýnið til laugarinnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun