Forvarnir og fræðsla fyrir börn um kynferðislegt ofbeldi Sigríður Björnsdóttir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. apríl 2013 06:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl. eftir Sæunni Kjartansdóttur var fyrirsögn sem kom okkur sem störfum við fræðslu og forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á óvart. Fyrirsögnin var „Fræðsla barna er ekki málið" í grein sem kom annars inn á marga góða þætti í umræðunni um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Þegar rætt er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi er megináherslan á að ná til foreldra og benda á leiðir til að vernda börn fyrir kynferðislegu ofbeldi. En fræðsla er ekki síður mikilvæg og að hún beinist jafnt til foreldra og barna. Góð tengsl foreldra og barna eru grunnur að svo mörgu, ekki síst þegar kemur að því að börn þurfa að biðja foreldra um hjálp. Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er flókið mál. Forvarnir og fræðsla um málaflokkinn eru ekki síður flókið mál og skiptir þar mestu máli að okkar mati að til komi heildstæð nálgun. Mikilvægt er að foreldrar fái hvatningu og stuðning til að vera í góðum tengslum við barnið sitt og uppfræða það um hættur kynferðislegs ofbeldis eins og börnum eru kenndar umferðarreglurnar.Sterkasta vopnið Ábyrgð samfélags og skóla að viðhalda fræðslu og upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi skiptir líka máli. Börn þurfa að fá færi á að fræðast á mismunandi þroskastigum um kynferðislegt ofbeldi, hvað það sé og hvað sé hægt að gera ef maður veit um einhvern sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi eða barnið sjálft hefur sætt kynferðislegu ofbeldi. Það sem flestum ber saman um sem vinna að þessum málaflokki er að sterkasta vopn barna gegn kynferðislegu ofbeldi sé öflugt sjálfstraust. Við vitum að það er til mikils ætlast af barni að koma í veg fyrir það ef einhver hefur ákveðið að beita það kynferðislegu ofbeldi og það fyrsta sem brotnar hjá barninu er trú þess á eigið ágæti og það koma brestir í sjálfstraustið. Þess vegna er það enn þá mikilvægara að sjálfstraustið sé sterkt og börn þekki mörk sín og annarra. Samtökin Blátt áfram hafa tekið mið af þessari heildstæðu nálgun í vinnu sinni að forvörnum og fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi. Blátt áfram gaf út fræðslubæklinginn „7 skref til verndar börnum", sem er ætlaður til að styðja foreldra í að vernda börn sín fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samtökin bjóða líka upp á námskeiðið „Verndarar barna" sem ætlað er fólki sem vill fræðast og verða öruggara í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi. Fræðsla fyrir börn fer fram innan veggja skólanna. Þar er boðið upp á brúðuleikhúsið „Krakkarnir í hverfinu" og teiknimyndina „Leyndarmálið". Frásögn barna um kynferðislegt ofbeldi er viðkvæmt ferli þar sem börn fara í gegnum margar innri hindranir til þess að ákveða hvort þeim sé óhætt að segja frá og þá hverjum. Það er trú okkar að með fræðslu sé hægt að stytta þetta ferli hjá börnum þannig að þau treysti sér og umhverfi sínu til að taka við þeim erfiðu upplýsingum sem kynferðislegt ofbeldi felur í sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 28. febrúar sl. eftir Sæunni Kjartansdóttur var fyrirsögn sem kom okkur sem störfum við fræðslu og forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á óvart. Fyrirsögnin var „Fræðsla barna er ekki málið" í grein sem kom annars inn á marga góða þætti í umræðunni um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi. Þegar rætt er um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi er megináherslan á að ná til foreldra og benda á leiðir til að vernda börn fyrir kynferðislegu ofbeldi. En fræðsla er ekki síður mikilvæg og að hún beinist jafnt til foreldra og barna. Góð tengsl foreldra og barna eru grunnur að svo mörgu, ekki síst þegar kemur að því að börn þurfa að biðja foreldra um hjálp. Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum er flókið mál. Forvarnir og fræðsla um málaflokkinn eru ekki síður flókið mál og skiptir þar mestu máli að okkar mati að til komi heildstæð nálgun. Mikilvægt er að foreldrar fái hvatningu og stuðning til að vera í góðum tengslum við barnið sitt og uppfræða það um hættur kynferðislegs ofbeldis eins og börnum eru kenndar umferðarreglurnar.Sterkasta vopnið Ábyrgð samfélags og skóla að viðhalda fræðslu og upplýsingum um kynferðislegt ofbeldi skiptir líka máli. Börn þurfa að fá færi á að fræðast á mismunandi þroskastigum um kynferðislegt ofbeldi, hvað það sé og hvað sé hægt að gera ef maður veit um einhvern sem hefur orðið fyrir slíku ofbeldi eða barnið sjálft hefur sætt kynferðislegu ofbeldi. Það sem flestum ber saman um sem vinna að þessum málaflokki er að sterkasta vopn barna gegn kynferðislegu ofbeldi sé öflugt sjálfstraust. Við vitum að það er til mikils ætlast af barni að koma í veg fyrir það ef einhver hefur ákveðið að beita það kynferðislegu ofbeldi og það fyrsta sem brotnar hjá barninu er trú þess á eigið ágæti og það koma brestir í sjálfstraustið. Þess vegna er það enn þá mikilvægara að sjálfstraustið sé sterkt og börn þekki mörk sín og annarra. Samtökin Blátt áfram hafa tekið mið af þessari heildstæðu nálgun í vinnu sinni að forvörnum og fræðslu gegn kynferðislegu ofbeldi. Blátt áfram gaf út fræðslubæklinginn „7 skref til verndar börnum", sem er ætlaður til að styðja foreldra í að vernda börn sín fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samtökin bjóða líka upp á námskeiðið „Verndarar barna" sem ætlað er fólki sem vill fræðast og verða öruggara í umræðunni um kynferðislegt ofbeldi. Fræðsla fyrir börn fer fram innan veggja skólanna. Þar er boðið upp á brúðuleikhúsið „Krakkarnir í hverfinu" og teiknimyndina „Leyndarmálið". Frásögn barna um kynferðislegt ofbeldi er viðkvæmt ferli þar sem börn fara í gegnum margar innri hindranir til þess að ákveða hvort þeim sé óhætt að segja frá og þá hverjum. Það er trú okkar að með fræðslu sé hægt að stytta þetta ferli hjá börnum þannig að þau treysti sér og umhverfi sínu til að taka við þeim erfiðu upplýsingum sem kynferðislegt ofbeldi felur í sér.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun