Sporin hræða Björn Ólafur Hallgrímsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin. Ástæða er til að ætla, að fylgisaukningin eigi sér fyrst og fremst rætur hjá yngri kynslóð kjósenda, hjá fólki, sem einungis þekkir til nýjustu gjörða og útspila þessa gamla flokks, sem margir telja mjög spilltan enn, þótt hann hafi fengið ný andlit. Þeir sem eldri eru þekkja vinnubrögð og verk flokksins fyrr á tímum og dæma hann að verðleikum samkvæmt því með því að kjósa hann aldrei aftur, a.m.k. ekki fyrr en öllum grun um óheilindi hefur verið eytt, flokkurinn dauðhreinsaður af áráttu til einkavinavæðingar og úr vondum verkum hans bætt svo sem unnt er. Fráleit málefni Og hver eru þau spor flokksins, sem hræða? Um er að tefla ýmis fráleit málefni, sem flokkurinn hefur hannað og keyrt fram, oft í þágu fárra og oftast í náinni samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nefna má af þeim mörgu málum, sem í fjölmiðla hafa ratað, einkavinavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, kvótamálið, yfirlýsingu um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu, Kögunarmálið, virka þátttöku í hrunsstjórnun efnahagsmála síðustu áratuga, 90% húsnæðislánin, sem allt settu hér á hliðina, stöðvun stjórnlagabreytinga á Alþingi í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og síðast en ekki síst hið gríðarlega umhverfisslys í Lagarfljóti vegna hinnar óarðbæru Kárahnjúkavirkjunar. Öll þessi óheillaverk og miklu fleiri voru að meira eða minna leyti í boði Framsóknarflokksins. Hafa væntanlegir kjósendur virkilega gleymt þeim? Og er þetta þá flokkur með almannaheill að leiðarljósi, sem þú getur getur stutt með atkvæði þínu, kjósandi góður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Samkvæmt skoðanakönnunum er Framsóknarflokkurinn nú í mikilli sókn í aðdraganda kosninganna í vor. Þeim sem hér stýrir penna finnst það mjög váleg tíðindi. Virðist svo sem mestu ráði um fylgisaukninguna nokkuð dugnaðarleg barátta nokkurra forvígismanna flokksins í svonefndu Icesave-máli en ekki síður innantóm fyrirheit um ævintýralegar en óraunhæfar lausnir á skuldavanda heimilanna, loforð, sem flokksmenn eru nú þegar farnir að bera að nokkru til baka, eftir að sú sviðsmynd kom út úr skoðanakönnunum, að Framsóknarflokkurinn kynni að verða leiðandi afl í næstu ríkisstjórn og þurfa að standa við stóru orðin. Ástæða er til að ætla, að fylgisaukningin eigi sér fyrst og fremst rætur hjá yngri kynslóð kjósenda, hjá fólki, sem einungis þekkir til nýjustu gjörða og útspila þessa gamla flokks, sem margir telja mjög spilltan enn, þótt hann hafi fengið ný andlit. Þeir sem eldri eru þekkja vinnubrögð og verk flokksins fyrr á tímum og dæma hann að verðleikum samkvæmt því með því að kjósa hann aldrei aftur, a.m.k. ekki fyrr en öllum grun um óheilindi hefur verið eytt, flokkurinn dauðhreinsaður af áráttu til einkavinavæðingar og úr vondum verkum hans bætt svo sem unnt er. Fráleit málefni Og hver eru þau spor flokksins, sem hræða? Um er að tefla ýmis fráleit málefni, sem flokkurinn hefur hannað og keyrt fram, oft í þágu fárra og oftast í náinni samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Nefna má af þeim mörgu málum, sem í fjölmiðla hafa ratað, einkavinavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka, kvótamálið, yfirlýsingu um þátttöku Íslands í Íraksstríðinu, Kögunarmálið, virka þátttöku í hrunsstjórnun efnahagsmála síðustu áratuga, 90% húsnæðislánin, sem allt settu hér á hliðina, stöðvun stjórnlagabreytinga á Alþingi í átt til aukins lýðræðis og mannréttinda og síðast en ekki síst hið gríðarlega umhverfisslys í Lagarfljóti vegna hinnar óarðbæru Kárahnjúkavirkjunar. Öll þessi óheillaverk og miklu fleiri voru að meira eða minna leyti í boði Framsóknarflokksins. Hafa væntanlegir kjósendur virkilega gleymt þeim? Og er þetta þá flokkur með almannaheill að leiðarljósi, sem þú getur getur stutt með atkvæði þínu, kjósandi góður?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun