
Frá sjónarhóli læknanema
Ég vil gera grein fyrir aðstæðum frá mínum sjónarhóli. Ég er læknanemi og mun ljúka mínu fjórða námsári nú í vor. Skiptingin á náminu er þannig að fyrstu þrjú námsárin eru bókleg og aðallega er kennt í kennslustofum en síðari þrjú árin eru verkleg og er kennt á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum. Mín fyrstu kynni af spítalanum voru því í haust þegar ég mætti í mína fyrstu viku af verklegu námi.
Ég byrjaði strax að fylgjast náið með unglæknunum og læknakandidötunum. Það var eins og að fá að gægjast þrjú ár inn í framtíðina. Ég var gífurlega forvitinn um hvernig líf mitt myndi verða fyrstu árin eftir að námi mínu lyki. Það sem sló mig fyrst var hvað þau voru með allt á hreinu. Það skipti ekki máli hvað ég spurði mikið og ýtarlega, ég fékk alltaf greinargott svar og góða kennslu. Sérfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstandendur og sjúklingar komu í röðum og fengu svör við sínum spurningum eins og ekkert væri auðveldara. Þau vissu hvar allt var og hvernig allt virkaði. Þau voru ofurmenni. Ég var stoltur af því að ég myndi einn daginn gegna svo ábyrgðarmiklu hlutverki og vonaðist til að geta staðið mig eins vel.
Aldrei í matsalnum
En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og ég fór að taka eftir fleiri hlutum. Ég tók eftir því að unglæknar voru aldrei í matsalnum heldur borðuðu matinn sinn við tölvurnar. Ég tók eftir því að þegar vaktinni lauk og ég fór heim, þá sátu unglæknarnir eftir og héldu áfram vinnu. Ég tók eftir baugunum og svefnleysinu. Ég tók eftir því að unglæknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fólk sem ég hafði gert ráð fyrir að væru vinnualkar og sátt við sitt hlutskipti reyndist vera foreldrar sem þráðu ekkert meira en að vera heima með börnunum sínum. Þau voru ekki ofurmenni. Þau voru venjulegt, duglegt fólk undir gífurlegu álagi. Við stoltið blandaðist kvíði. Hvernig getur venjulegt fólk unnið undir svona miklu álagi?
Ég er ekki læknir. Ég hef ekki kynnt mér kjarasamninga lækna og veit ekki hvað þeir eru með í laun. Ég get engu svarað um það hvort laun unglækna séu sanngjörn eða ekki. Ég get hins vegar fullyrt að unglæknar eru undir ótrúlegu álagi. Það er óhrekjanleg staðreynd.
Skoðun

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar