Frá sjónarhóli læknanema Elías Sæbjörn Eyþórsson skrifar 30. mars 2013 08:00 Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umræða um óánægju unglækna og læknakandidata á Landspítalanum með álag og launamál. Sú óánægja hefur meðal annars komið fram í uppsögnum tuttugu unglækna sem hafa sagt starfi sínu lausu í stað þess að vinna við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Ég vil gera grein fyrir aðstæðum frá mínum sjónarhóli. Ég er læknanemi og mun ljúka mínu fjórða námsári nú í vor. Skiptingin á náminu er þannig að fyrstu þrjú námsárin eru bókleg og aðallega er kennt í kennslustofum en síðari þrjú árin eru verkleg og er kennt á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum. Mín fyrstu kynni af spítalanum voru því í haust þegar ég mætti í mína fyrstu viku af verklegu námi. Ég byrjaði strax að fylgjast náið með unglæknunum og læknakandidötunum. Það var eins og að fá að gægjast þrjú ár inn í framtíðina. Ég var gífurlega forvitinn um hvernig líf mitt myndi verða fyrstu árin eftir að námi mínu lyki. Það sem sló mig fyrst var hvað þau voru með allt á hreinu. Það skipti ekki máli hvað ég spurði mikið og ýtarlega, ég fékk alltaf greinargott svar og góða kennslu. Sérfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstandendur og sjúklingar komu í röðum og fengu svör við sínum spurningum eins og ekkert væri auðveldara. Þau vissu hvar allt var og hvernig allt virkaði. Þau voru ofurmenni. Ég var stoltur af því að ég myndi einn daginn gegna svo ábyrgðarmiklu hlutverki og vonaðist til að geta staðið mig eins vel.Aldrei í matsalnum En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og ég fór að taka eftir fleiri hlutum. Ég tók eftir því að unglæknar voru aldrei í matsalnum heldur borðuðu matinn sinn við tölvurnar. Ég tók eftir því að þegar vaktinni lauk og ég fór heim, þá sátu unglæknarnir eftir og héldu áfram vinnu. Ég tók eftir baugunum og svefnleysinu. Ég tók eftir því að unglæknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fólk sem ég hafði gert ráð fyrir að væru vinnualkar og sátt við sitt hlutskipti reyndist vera foreldrar sem þráðu ekkert meira en að vera heima með börnunum sínum. Þau voru ekki ofurmenni. Þau voru venjulegt, duglegt fólk undir gífurlegu álagi. Við stoltið blandaðist kvíði. Hvernig getur venjulegt fólk unnið undir svona miklu álagi? Ég er ekki læknir. Ég hef ekki kynnt mér kjarasamninga lækna og veit ekki hvað þeir eru með í laun. Ég get engu svarað um það hvort laun unglækna séu sanngjörn eða ekki. Ég get hins vegar fullyrt að unglæknar eru undir ótrúlegu álagi. Það er óhrekjanleg staðreynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur átt sér stað umræða um óánægju unglækna og læknakandidata á Landspítalanum með álag og launamál. Sú óánægja hefur meðal annars komið fram í uppsögnum tuttugu unglækna sem hafa sagt starfi sínu lausu í stað þess að vinna við þær aðstæður sem þeim eru boðnar. Ég vil gera grein fyrir aðstæðum frá mínum sjónarhóli. Ég er læknanemi og mun ljúka mínu fjórða námsári nú í vor. Skiptingin á náminu er þannig að fyrstu þrjú námsárin eru bókleg og aðallega er kennt í kennslustofum en síðari þrjú árin eru verkleg og er kennt á Landspítalanum og heilsugæslustöðvum. Mín fyrstu kynni af spítalanum voru því í haust þegar ég mætti í mína fyrstu viku af verklegu námi. Ég byrjaði strax að fylgjast náið með unglæknunum og læknakandidötunum. Það var eins og að fá að gægjast þrjú ár inn í framtíðina. Ég var gífurlega forvitinn um hvernig líf mitt myndi verða fyrstu árin eftir að námi mínu lyki. Það sem sló mig fyrst var hvað þau voru með allt á hreinu. Það skipti ekki máli hvað ég spurði mikið og ýtarlega, ég fékk alltaf greinargott svar og góða kennslu. Sérfræðingar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, aðstandendur og sjúklingar komu í röðum og fengu svör við sínum spurningum eins og ekkert væri auðveldara. Þau vissu hvar allt var og hvernig allt virkaði. Þau voru ofurmenni. Ég var stoltur af því að ég myndi einn daginn gegna svo ábyrgðarmiklu hlutverki og vonaðist til að geta staðið mig eins vel.Aldrei í matsalnum En svo liðu vikurnar og mánuðirnir og ég fór að taka eftir fleiri hlutum. Ég tók eftir því að unglæknar voru aldrei í matsalnum heldur borðuðu matinn sinn við tölvurnar. Ég tók eftir því að þegar vaktinni lauk og ég fór heim, þá sátu unglæknarnir eftir og héldu áfram vinnu. Ég tók eftir baugunum og svefnleysinu. Ég tók eftir því að unglæknar áttu oft að vera á þremur stöðum í einu til að sinna þeim skyldum sem þeir áttu að gegna. Fólk sem ég hafði gert ráð fyrir að væru vinnualkar og sátt við sitt hlutskipti reyndist vera foreldrar sem þráðu ekkert meira en að vera heima með börnunum sínum. Þau voru ekki ofurmenni. Þau voru venjulegt, duglegt fólk undir gífurlegu álagi. Við stoltið blandaðist kvíði. Hvernig getur venjulegt fólk unnið undir svona miklu álagi? Ég er ekki læknir. Ég hef ekki kynnt mér kjarasamninga lækna og veit ekki hvað þeir eru með í laun. Ég get engu svarað um það hvort laun unglækna séu sanngjörn eða ekki. Ég get hins vegar fullyrt að unglæknar eru undir ótrúlegu álagi. Það er óhrekjanleg staðreynd.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun