Býr barn til súkkulaðið þitt? Elísabet Ingólfsdóttir skrifar 30. mars 2013 06:00 Á liðnu ári stofnuðu alþjóðasamtökin Stop the Traffik deild á Íslandi. Markmið samtakanna er að beita sér gegn mansali um heim allan og vekja almenning til meðvitundar um að mansal snertir okkur öll, meira að segja bara þegar við kaupum okkur súkkulaði. Staðreyndin er sú að um 70% kakóframleiðslu heimsins eiga sér stað í Vestur-Afríku. Í þeim heimshluta viðgangast kaup og sala með börn. Sem dæmi eru börn seld frá Malí til Fílabeinsstrandarinnar á degi hverjum, eftir að hafa fengið ýmis gylliboð sem síðan reynast vera fölsk fyrirheit. Haustið 2011 kom út skýrsla á vegum Stop the Traffik og fleiri alþjóðasamtaka sem beita sér gegn mansali og bar hún heitið „10 campaign“. Í skýrslunni kom fram að tíu árum áður hafi nokkrir stærstu súkkulaðiframleiðendur heims skrifað undir bókun sem kallast Harkin-Engel Protocol. Samkvæmt bókuninni ábyrgðust framleiðendurnir að beita sér fyrir því að útrýma verstu birtingarmyndum barnaþrælkunar í kakóiðnaðinum á Fílabeinsströndinni og í Gana. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæðin sex í bókuninni ekki verið innleidd að fullu og fyrirhugaðar umbætur í kakóiðnaðinum hafa enn ekki átt sér stað.Hvað er til ráða? Eina leiðin til að staðreyna að súkkulaðið þitt sé mansalsfrítt er að kaupa vottað súkkulaði. Til eru hinar ýmsu vottanir og er Fairtrade einna þekktust en til eru miklu fleiri tegundir, s.s. Rainforest, UTZ og fleira. Auk þess eru mörg fyrirtæki með sína eigin vottun og versla þá við tiltekna bændur milliliðalaust. Enn sem komið er framleiðir ekkert íslenskt fyrirtæki vottað súkkulaði. Íslandsdeild Stop the Traffik hefur þegar haft samband við alla stærstu súkkulaðiframleiðendurna á Íslandi en aðeins Nói Síríus brást við og fundaði með fulltrúum samtakanna. Viðbrögð þeirra við áhyggjum okkar voru annars vegar tortryggni í garð vottunarfyrirtækja og hins vegar fyrirsláttur um að slík breyting væri of kostnaðarsöm. Auk þess vildi framleiðandinn ekki skipta við annan millilið og hætta þannig á að bragð vörunnar myndi breytast. Í þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eins og staðan er í dag kostar íslenska súkkulaðið okkar heilsu, menntun og æsku fjölmargra barna. Það er kostnaðarsamt.Breytt viðhorf Okkur til mikillar ánægju fengum við annan fund með Nóa Síríus og kvað þá við annan tón enda höfðu nokkrir starfsmenn gert sér ferð til Vestur-Afríku til þess að kynna sér starfsemi dreifingaraðilanna. Þeim var mjög brugðið yfir því sem þeir sáu og viðhorf þeirra gagnvart vottun hafði greinilega breyst. Það er mjög ólíklegt að stórfyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði muni breyta framleiðslu sinni nema krafa komi um það frá neytendum. Því skorar Íslandsdeild Stop the Traffik á alla Íslendinga að senda sínum uppáhaldssúkkulaðiframleiðanda áskorun um að framvegis ætli þeir aðeins að kaupa vottað súkkulaði, hvar sem bændurnir fá greitt sanngjarnt verð fyrir kakóbaunirnar sínar og börn hafa ekki komið nálægt ræktun þeirra. Einnig skora samtökin á alla neytendur að beita sér fyrir því að selt verði vottað súkkulaði í öllum verslunum og söluturnum á landinu. Fyrir þá sem það kjósa höfum við samið staðlað bréf til íslenskra súkkulaðiframleiðenda. Sendið okkur tölvupóst á acticeland@gmail.com og þá munum við senda ykkur bréfið um hæl. Endilega kynnið ykkur málið frekar á Facebook undir Stop the Traffik: ACT Iceland og á heimasíðu samtakanna www.stopthetraffik.org. Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér mansal í tengslum við kakóiðnaðinn mælum við eindregið með heimildarmyndinni „The Dark Side of Chocolate“, en hana er hægt að nálgast ókeypis á vefsíðunni Youtube. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári stofnuðu alþjóðasamtökin Stop the Traffik deild á Íslandi. Markmið samtakanna er að beita sér gegn mansali um heim allan og vekja almenning til meðvitundar um að mansal snertir okkur öll, meira að segja bara þegar við kaupum okkur súkkulaði. Staðreyndin er sú að um 70% kakóframleiðslu heimsins eiga sér stað í Vestur-Afríku. Í þeim heimshluta viðgangast kaup og sala með börn. Sem dæmi eru börn seld frá Malí til Fílabeinsstrandarinnar á degi hverjum, eftir að hafa fengið ýmis gylliboð sem síðan reynast vera fölsk fyrirheit. Haustið 2011 kom út skýrsla á vegum Stop the Traffik og fleiri alþjóðasamtaka sem beita sér gegn mansali og bar hún heitið „10 campaign“. Í skýrslunni kom fram að tíu árum áður hafi nokkrir stærstu súkkulaðiframleiðendur heims skrifað undir bókun sem kallast Harkin-Engel Protocol. Samkvæmt bókuninni ábyrgðust framleiðendurnir að beita sér fyrir því að útrýma verstu birtingarmyndum barnaþrælkunar í kakóiðnaðinum á Fílabeinsströndinni og í Gana. Þrátt fyrir þetta hafa ákvæðin sex í bókuninni ekki verið innleidd að fullu og fyrirhugaðar umbætur í kakóiðnaðinum hafa enn ekki átt sér stað.Hvað er til ráða? Eina leiðin til að staðreyna að súkkulaðið þitt sé mansalsfrítt er að kaupa vottað súkkulaði. Til eru hinar ýmsu vottanir og er Fairtrade einna þekktust en til eru miklu fleiri tegundir, s.s. Rainforest, UTZ og fleira. Auk þess eru mörg fyrirtæki með sína eigin vottun og versla þá við tiltekna bændur milliliðalaust. Enn sem komið er framleiðir ekkert íslenskt fyrirtæki vottað súkkulaði. Íslandsdeild Stop the Traffik hefur þegar haft samband við alla stærstu súkkulaðiframleiðendurna á Íslandi en aðeins Nói Síríus brást við og fundaði með fulltrúum samtakanna. Viðbrögð þeirra við áhyggjum okkar voru annars vegar tortryggni í garð vottunarfyrirtækja og hins vegar fyrirsláttur um að slík breyting væri of kostnaðarsöm. Auk þess vildi framleiðandinn ekki skipta við annan millilið og hætta þannig á að bragð vörunnar myndi breytast. Í þessu samhengi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að eins og staðan er í dag kostar íslenska súkkulaðið okkar heilsu, menntun og æsku fjölmargra barna. Það er kostnaðarsamt.Breytt viðhorf Okkur til mikillar ánægju fengum við annan fund með Nóa Síríus og kvað þá við annan tón enda höfðu nokkrir starfsmenn gert sér ferð til Vestur-Afríku til þess að kynna sér starfsemi dreifingaraðilanna. Þeim var mjög brugðið yfir því sem þeir sáu og viðhorf þeirra gagnvart vottun hafði greinilega breyst. Það er mjög ólíklegt að stórfyrirtæki sem starfar á samkeppnismarkaði muni breyta framleiðslu sinni nema krafa komi um það frá neytendum. Því skorar Íslandsdeild Stop the Traffik á alla Íslendinga að senda sínum uppáhaldssúkkulaðiframleiðanda áskorun um að framvegis ætli þeir aðeins að kaupa vottað súkkulaði, hvar sem bændurnir fá greitt sanngjarnt verð fyrir kakóbaunirnar sínar og börn hafa ekki komið nálægt ræktun þeirra. Einnig skora samtökin á alla neytendur að beita sér fyrir því að selt verði vottað súkkulaði í öllum verslunum og söluturnum á landinu. Fyrir þá sem það kjósa höfum við samið staðlað bréf til íslenskra súkkulaðiframleiðenda. Sendið okkur tölvupóst á acticeland@gmail.com og þá munum við senda ykkur bréfið um hæl. Endilega kynnið ykkur málið frekar á Facebook undir Stop the Traffik: ACT Iceland og á heimasíðu samtakanna www.stopthetraffik.org. Fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á að kynna sér mansal í tengslum við kakóiðnaðinn mælum við eindregið með heimildarmyndinni „The Dark Side of Chocolate“, en hana er hægt að nálgast ókeypis á vefsíðunni Youtube.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun