Lækkum skatta 4. apríl 2013 00:01 Síðustu ár hafa einkennst af því að verið sé að segja okkur hversu erfitt líf okkar sé, hversu bratt við fórum fyrir hrun og hvernig við eigum ekkert annað skilið en að þurfa nú að greiða fyrir það með skattahækkunum. Skattalækkanir eru einhver fjarlæg Útópía sem verður ekki í boði næstu árin eða áratugina. Þessi vísa hefur verið oft kveðin, svo oft að við höfum öll fengið nóg. Það þarf ekki að árétta það hvert þessi skilaboð og þessi stefna hefur leitt okkur. Flest heimili finna fyrir þeirri staðreynd á eigin skinni að ráðstöfunartekjurnar hafa dregist saman um 20% á undanförnum árum og lífsgæðin samkvæmt því. Segjum satt – það er hægt að lækka skatta En þessi stöðugi áróður er ekki sannleikur, sama hversu oft honum er haldið fram. Leiðin út úr efnahagslægð er ekki skattahækkanir heldur skattalækkanir. Þau lönd sem hafa náð einna mestum árangri í að vinna sig út úr kreppu eru þau sem fóru þá leið að hækka ekki skatta. Fyrrverandi forsætisráðherra Finna, Esko Aho, sagði í erindi á Viðskiptaþingi að skattalækkanir hefðu bjargað velferðarkerfi Finnlands á sínum tíma. Sagan segir okkur að þegar skattar hafa verið lækkaðir aukast skatttekjur ríkisins því umsvif í samfélaginu aukast.Auðveldari mánaðamót En hvað er brýnast að gera? Tekjuskattslækkanir eru þar efst á blaði, þær auka ráðstöfunartekjur heimilanna og hækka útborguð laun. Annað sem er gríðarlega mikilvægt er eldsneytiskostnaður, sem er stór útgjaldaliður fyrir flest heimili. Lækka þarf eldsneytisgjaldið til þess að minnka vægi þessa útgjaldaliðar og aftur, auka ráðstöfunartekjur. Annar stór útgjaldaliður er innkaupakarfan, með því að lækka tolla og vörugjöld er hægt að lækka vöruverð og auka enn við ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar – allt þetta gerir mánaðamótin auðveldari. Það er hægt að bæta fyrir þær álögur sem fyrri ríkisstjórn hefur lagt á heimilin í landinu og gefa fjölskyldum von um betri framtíð. Látum ekki segja okkur að þetta sé ekki hægt, það er vel hægt að lækka skatta og gjöld og auka þannig ráðstöfunartekjur. En til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leiða næstu ríkisstjórn – eini flokkurinn sem mun lækka skatta og þar með auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af því að verið sé að segja okkur hversu erfitt líf okkar sé, hversu bratt við fórum fyrir hrun og hvernig við eigum ekkert annað skilið en að þurfa nú að greiða fyrir það með skattahækkunum. Skattalækkanir eru einhver fjarlæg Útópía sem verður ekki í boði næstu árin eða áratugina. Þessi vísa hefur verið oft kveðin, svo oft að við höfum öll fengið nóg. Það þarf ekki að árétta það hvert þessi skilaboð og þessi stefna hefur leitt okkur. Flest heimili finna fyrir þeirri staðreynd á eigin skinni að ráðstöfunartekjurnar hafa dregist saman um 20% á undanförnum árum og lífsgæðin samkvæmt því. Segjum satt – það er hægt að lækka skatta En þessi stöðugi áróður er ekki sannleikur, sama hversu oft honum er haldið fram. Leiðin út úr efnahagslægð er ekki skattahækkanir heldur skattalækkanir. Þau lönd sem hafa náð einna mestum árangri í að vinna sig út úr kreppu eru þau sem fóru þá leið að hækka ekki skatta. Fyrrverandi forsætisráðherra Finna, Esko Aho, sagði í erindi á Viðskiptaþingi að skattalækkanir hefðu bjargað velferðarkerfi Finnlands á sínum tíma. Sagan segir okkur að þegar skattar hafa verið lækkaðir aukast skatttekjur ríkisins því umsvif í samfélaginu aukast.Auðveldari mánaðamót En hvað er brýnast að gera? Tekjuskattslækkanir eru þar efst á blaði, þær auka ráðstöfunartekjur heimilanna og hækka útborguð laun. Annað sem er gríðarlega mikilvægt er eldsneytiskostnaður, sem er stór útgjaldaliður fyrir flest heimili. Lækka þarf eldsneytisgjaldið til þess að minnka vægi þessa útgjaldaliðar og aftur, auka ráðstöfunartekjur. Annar stór útgjaldaliður er innkaupakarfan, með því að lækka tolla og vörugjöld er hægt að lækka vöruverð og auka enn við ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar – allt þetta gerir mánaðamótin auðveldari. Það er hægt að bæta fyrir þær álögur sem fyrri ríkisstjórn hefur lagt á heimilin í landinu og gefa fjölskyldum von um betri framtíð. Látum ekki segja okkur að þetta sé ekki hægt, það er vel hægt að lækka skatta og gjöld og auka þannig ráðstöfunartekjur. En til þess að svo megi verða þarf Sjálfstæðisflokkurinn að leiða næstu ríkisstjórn – eini flokkurinn sem mun lækka skatta og þar með auka ráðstöfunartekjur heimilanna í landinu.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar