Að skapa sátt Páll Valur Björnsson skrifar 27. mars 2013 06:00 Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært á mínum stutta ferli sem stjórnmálamaður og gefið hefur mér mest er að samskipti og samræða eru lykilatriði í að byggja upp gott samfélag. Ég var og er ekkert öðruvísi en annað fólk með sterkar skoðanir og meiningar, sem ég tel oftar en ekki að séu þær einu réttu. Lengi fram eftir mínu lífi var ég róttækur og reif kjaft (geri stundum enn) og taldi að svart væri hvítt og hvítt væri svart og hélt því fram að þeir sem ekki aðhylltust mín sjónarmið og skoðanir væru nú bara skrítnir. En það er nú svo yndislegt með þetta líf að með tímanum þroskast maður og verður víðsýnni, fer að sjá að litróf lífsins er töluvert meira en bara svart og hvítt. Ekki síst gerist það þegar maður áttar sig á því að til er fólk sem hefur aðrar skoðanir og aðra lífssýn en maður sjálfur, að átta sig á því gerir mann að betri manneskju. Manneskju sem þrátt fyrir sterkar skoðanir getur tekið tillit til skoðana annarra og borið virðingu fyrir þeim. Það er öllu fólki hollt að geta sett sig í spor annarra og ekki síst þeim sem leggja fyrir sig að starfa í stjórnmálum. Í námi mínu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands lærði ég mikið um hin jákvæðu samskipti og mikilvægi þeirra í lífi okkar. Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor er höfundur bókarinnar Virðing og umhyggja – Ákall 21. aldar. Bók þessi er frábær leiðarvísir fyrir alla þá sem ætla að leggja fyrir sig kennarastarfið þar sem að hún tekur á öllum lykilþáttum mannlegra samskipta með höfuðáherslu á umhyggju og virðingu sem er undirstaða sáttar meðal manna. Ekki síst fjallar hún um mikilvægi samræðunnar og jákvæðra samskipta, hún segir m.a.: „…þekking og skilningur byggist upp í félagslegum samskiptum, ekki síst í samræðum þar sem fólk teflir fram ýmsum sjónarmiðum sínum, greinir á og kemur sér saman.“ Björt framtíð hefur þetta sem eitt af sínum leiðarljósum enda einn af lykilþáttum mannlegra samskipta. Í kosningaáherslum Bjartrar framtíðar segir: „Blásum til stóraukins samráðs milli ríkisstjórnar, Alþingis, sveitarfélaga, atvinnulífsins, launþega, fjármálageirans og alls konar samtaka í þjóðfélaginu um langtímamarkmið og umbætur á ýmsum sviðum. Það minnkar óvissu. Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.“ Þetta teljum við eitt af þeim lykilatriðum sem geta leitt okkur Íslendinga út úr þeim öldudal sem við höfum verið í undanfarin misseri og skapað meiri sátt í samfélaginu. Samráðsferli þar sem sjónarmið allra fá að koma fram og skoðanamunur leiddur til lykta með samræðunni. Lifið heil.
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar