Krafan um afnám verðtryggingar er ákall um ESB-aðild Bolli Héðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir sem krefjast afnáms verðtryggingar hafa ekki svarað því hvað eigi að koma í staðinn fyrir hana. Án verðtryggingar er ekki hægt að styðjast við íslenska krónu, fyrir því hafa verið færð sannfærandi rök í úttektum og skýrslum á undanförnum misserum. Einnig má benda á að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fjallaði um afnám verðtryggingar og komst að sömu niðurstöðu, að verðtryggingin væri óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar. Það er ekki svo að verðtrygging hafi verið fundin upp af kölska í þeim eina tilgangi að koma heimilum á kaldan klaka. Verðtrygging þjónar ákveðnum tilgangi og mikil sátt ríkti í þjóðfélaginu um upptöku hennar á sínum tíma. Verðtryggingin leysti vanda sem þá var við að glíma og gerði lánveitingar til langs tíma mögulegar. Verðtryggingu fylgja aftur á móti verulegir ókostir sem hafa komið fram með skýrari hætti á seinni árum og vega ókostir hennar þyngra í umræðunni um þessar mundir.Skortur á samkeppni Ef hér á landi ríkti samkeppni á fjármálamarkaði myndu fjármálastofnanir sjá sér leik á borði og bjóða upp á fleiri tegundir lána en þau hefðbundnu vísitölulán sem okkur bjóðast í dag. Óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum eru kostur sem margir hafa nú kosið að nýta sér og á eftir að sýna sig hvernig reynast í íslensku efnahagsumhverfi. Önnur lánaafbrigði hljóta einnig að koma til greina, t.d. 1. lán með verðtryggingarþaki þannig að lán hækki ekki yfir fyrirfram umsamin mörk. 2. fasteignalán þar sem fasteignin ein er sett að veði, án sjálfskuldarábyrgðar, þannig að lántakandi geti skilað inn lykli að eigninni og verið skuldlaus, lendi hann í erfiðleikum með afborganir. Báðar þessar leiðir eru færar og ekkert nema skortur á samkeppni á fjármálamarkaði kemur í veg fyrir að þær séu nú þegar í boði. Rétt er að benda á að sá sem tekur lán á þessum kjörum, annaðhvort með verðtryggingarþaki eða „lyklaákvæði“ þyrfti sjálfsagt að greiða töluvert hærri vexti en sá sem tekur hefðbundið verðtryggt lán. Lánastofnun eða lífeyrissjóður, sem veitti slík lán, myndi meta þessi ákvæði lánasamningsins sem viðbótaráhættu sem þyrfti að ná inn fyrir með hærri vöxtum. Allt ber þetta þó að sama brunni, hér á landi ríkir ekki samkeppni á fjármálamarkaði og eina vonin til að hér megi búast við samkeppni, verður ekki fyrr en erlendir bankar sjá ástæðu til að opna hér útibú. Það er ekki líklegt til að freista þeirra, fyrr en við tökum upp annan gjaldmiðil. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að Íslendingum standi neinir aðrir gjaldmiðlar til boða en evra, í kjölfar aðildar að ESB.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun