Aðskilnaður systkina Hrafnhildur Hannesdóttir og Rannveig Sverrisdóttir og Birna Hafstein skrifa 25. mars 2013 16:00 Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins. Í dag er börnum í Reykjavík úthlutað leikskólaplássi eftir aldri í takt við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem fylgt er í starfi leikskóla. Þótt þessi regla eigi að gæta fyllsta réttlætis felur hún í mörgum tilvikum í sér brot á jafnræði systkina á leikskólaaldri sem eru aðskilin og innrituð hvort í sinn leikskólann. Við innritun barna í leikskóla verður að huga að velferð, tilfinningalegum og félagslegum þroska þeirra. Stuðningur við fjölskyldur borgarinnar er mikilvægur til að skapa sterka einstaklinga frá fyrsta degi. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem börn eru stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum er mikilvægt að styrkja tengsl systkina og tryggja að þau deili sameiginlegum reynsluheimi. Starfsfólkið og börnin á leikskólanum eru hluti af honum.Aðlögun Aðlögun yngri systkina hefst um leið og þau fylgja eldri systkinum í leikskólann ásamt foreldrum sínum. Barnið lærir á staðhætti og kemur jafnvel daglega í skólann. Starfsfólk og börn skólans þekkja barnið jafnan með nafni og það upplifir öryggi sem eldra systkini á næstu deild skapar því. Tengsl systkina verða þannig meiri og því einnig um hagsmuni eldra barnsins að ræða. Það er hagur leikskólakennara að systkini séu á sama leikskóla, fjölskyldutengslin verða meiri, sem er dýrmætt fyrir starfið, og komið er í veg fyrir óhjákvæmilegan flutning barna á milli skóla og rask sem því fylgir. Borgaryfirvöld hafa svigrúm til þess að bjóða systkinum pláss í sama leikskóla og gæta samtímis jafnræðis gagnvart öðrum börnum sem boðin er leikskóladvöl. Í reglum um innritun í leikskóla, 26. grein, segir að sveitarstjórn sé heimilt að setja reglur um innritun í leikskóla í sveitarfélaginu, enda njóti leikskóli framlags úr sveitarsjóði. Þessar reglur séu annars vegar settar með tilliti til aðstæðna barna og foreldra og hins vegar með tilliti til aðstæðna í leikskólum sveitarfélagsins. Innritun systkina á sama leikskóla er hagur allra. Fyrst og fremst er um að ræða hagsmuni barnanna en einnig fjölskyldunnar. Þar að auki má líta á þetta frá sjónarhorni samfélagsins og vinnumarkaðarins. Starfsdagar eru ekki allir samræmdir á milli leikskóla og sumarlokun ekki endilega sú sama. Það fer meiri tími í ferðir á hverjum degi, hvort heldur gangandi, hjólandi eða akandi. Ef börn eru keyrð í leikskóla er mengunin meiri og óþarfa umferð um hverfin eykst.Meiri akstur Aukinn tími í akstur og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, leiðir til þess að minni tími er eftir handa börnunum. Þetta fyrirkomulag veldur því að börnin eru lengur á leikskólanum dag hvern en ella. Barnmargar fjölskyldur hafa þar að auki ekki sama sveigjanleika og litlar fjölskyldur. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli barnanna. Í nýsamþykktum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlögum eru ákvæði sem kveða á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í samstarfslýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar frá 16. júní 2010 er tilgreint að með fyrstu verkum skuli vera að taka upp að nýju systkinaforgang í leikskólum borgarinnar. Nýtt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur var stofnað til þess að "veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi", eins og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Hljómar vel, en eru þetta orðin tóm? Miðað við núverandi ástand í Reykjavík eru mörg börn í dagvistun á þremur stöðum áður en þau byrja í grunnskóla; hjá dagforeldrum/í ungbarnaleikskóla og tveimur leikskólum vegna flutninga systkina. Við teljum að allir sjái að það er börnunum, systkinunum, fjölskyldunum, leikskólunum, vinnuveitendunum, samfélaginu og umhverfinu fyrir bestu að vera í sama leikskóla og deila sama reynsluheiminum. Foreldraráð og foreldrafélag leikskólans Brákarborgar hafa hvatt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar til að endurskoða afstöðu sína til innritunar systkina. Við skorum á ykkur að standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Í nútímaþjóðfélagi er algengt að báðir foreldrar vinni úti. Fjölskyldumynstrið getur verið flókið og eiga mörg börn tvö heimili. Yngstu borgarbúarnir verja jafnan stórum hluta af deginum í leikskóla. Starfsfólk leikskóla er mikilvægir þátttakendur í uppeldi barnanna og eru oft og tíðum þeir fullorðnu einstaklingar sem börnin okkar umgangast mest utan heimilisins. Í dag er börnum í Reykjavík úthlutað leikskólaplássi eftir aldri í takt við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga sem fylgt er í starfi leikskóla. Þótt þessi regla eigi að gæta fyllsta réttlætis felur hún í mörgum tilvikum í sér brot á jafnræði systkina á leikskólaaldri sem eru aðskilin og innrituð hvort í sinn leikskólann. Við innritun barna í leikskóla verður að huga að velferð, tilfinningalegum og félagslegum þroska þeirra. Stuðningur við fjölskyldur borgarinnar er mikilvægur til að skapa sterka einstaklinga frá fyrsta degi. Í flóknu nútímasamfélagi þar sem börn eru stóran hluta dagsins frá foreldrum sínum er mikilvægt að styrkja tengsl systkina og tryggja að þau deili sameiginlegum reynsluheimi. Starfsfólkið og börnin á leikskólanum eru hluti af honum.Aðlögun Aðlögun yngri systkina hefst um leið og þau fylgja eldri systkinum í leikskólann ásamt foreldrum sínum. Barnið lærir á staðhætti og kemur jafnvel daglega í skólann. Starfsfólk og börn skólans þekkja barnið jafnan með nafni og það upplifir öryggi sem eldra systkini á næstu deild skapar því. Tengsl systkina verða þannig meiri og því einnig um hagsmuni eldra barnsins að ræða. Það er hagur leikskólakennara að systkini séu á sama leikskóla, fjölskyldutengslin verða meiri, sem er dýrmætt fyrir starfið, og komið er í veg fyrir óhjákvæmilegan flutning barna á milli skóla og rask sem því fylgir. Borgaryfirvöld hafa svigrúm til þess að bjóða systkinum pláss í sama leikskóla og gæta samtímis jafnræðis gagnvart öðrum börnum sem boðin er leikskóladvöl. Í reglum um innritun í leikskóla, 26. grein, segir að sveitarstjórn sé heimilt að setja reglur um innritun í leikskóla í sveitarfélaginu, enda njóti leikskóli framlags úr sveitarsjóði. Þessar reglur séu annars vegar settar með tilliti til aðstæðna barna og foreldra og hins vegar með tilliti til aðstæðna í leikskólum sveitarfélagsins. Innritun systkina á sama leikskóla er hagur allra. Fyrst og fremst er um að ræða hagsmuni barnanna en einnig fjölskyldunnar. Þar að auki má líta á þetta frá sjónarhorni samfélagsins og vinnumarkaðarins. Starfsdagar eru ekki allir samræmdir á milli leikskóla og sumarlokun ekki endilega sú sama. Það fer meiri tími í ferðir á hverjum degi, hvort heldur gangandi, hjólandi eða akandi. Ef börn eru keyrð í leikskóla er mengunin meiri og óþarfa umferð um hverfin eykst.Meiri akstur Aukinn tími í akstur og jafnvel meiri vinna til að mæta auknum kostnaði, leiðir til þess að minni tími er eftir handa börnunum. Þetta fyrirkomulag veldur því að börnin eru lengur á leikskólanum dag hvern en ella. Barnmargar fjölskyldur hafa þar að auki ekki sama sveigjanleika og litlar fjölskyldur. Foreldrar verða að deila tíma sínum og athygli milli barnanna. Í nýsamþykktum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og barnaverndarlögum eru ákvæði sem kveða á um að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Í samstarfslýsingu Besta flokksins og Samfylkingarinnar frá 16. júní 2010 er tilgreint að með fyrstu verkum skuli vera að taka upp að nýju systkinaforgang í leikskólum borgarinnar. Nýtt skóla- og frístundasvið Reykjavíkur var stofnað til þess að "veita börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og stuðla að samfellu í öllu starfi sem hefur velferð barna að leiðarljósi", eins og segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Hljómar vel, en eru þetta orðin tóm? Miðað við núverandi ástand í Reykjavík eru mörg börn í dagvistun á þremur stöðum áður en þau byrja í grunnskóla; hjá dagforeldrum/í ungbarnaleikskóla og tveimur leikskólum vegna flutninga systkina. Við teljum að allir sjái að það er börnunum, systkinunum, fjölskyldunum, leikskólunum, vinnuveitendunum, samfélaginu og umhverfinu fyrir bestu að vera í sama leikskóla og deila sama reynsluheiminum. Foreldraráð og foreldrafélag leikskólans Brákarborgar hafa hvatt skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar til að endurskoða afstöðu sína til innritunar systkina. Við skorum á ykkur að standa vörð um hagsmuni barna og fjölskyldna borgarinnar.
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar