Fleiri fréttir

Um hvað er spurt og ekki spurt í ráðgefandi atkvæðagreiðslu?

Stjórnlaganefnd kosin af Alþingi undirbjó Þjóðfund 2010 með „slembiúrtaki“ úr þjóðskrá og síðan ákvað Alþingi kosningar með jöfnum atkvæðisrétti til stjórnlagaþings, þar sem 35% kosningabærra manna mættu með þá niðurstöðu að af 25 fulltrúum komu 23 af höfuðborgarsvæðinu. Stjórnlagaþing varð síðan að stjórnlagaráði Alþingis, sem kom fram með samhljóða niðurstöðu eftir um fjögurra mánaða vinnu.

Viljum við að allir sitji við sama borð?

Ofangreindri einföldu spurningu Alþingis Íslendinga er okkur boðið að svara í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardaginn kemur. Með þakklæti í huga til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem komu að undirbúningi og gerð tillagna stjórnlagaráðs segi ég:JÁ! Ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga

Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld.

Nýjar ógnir og ný úrræði í persónuvernd

Persónuupplýsingar eru af fjölbreytilegum toga og í ólíku formi. Þær geta verið ljósmynd, tölvupóstfang, tölvupóstsamskipti, kennitala, IP-tala á einkatölvu manns, bankaupplýsingar, upplýsingar um heimsóknir manna á heimasíður á netinu, heilsufarssaga, lífkenni einstaklings og önnur persónuleg auðkenni. Öll þessi atriði og mörg fleiri falla undir einkalíf einstaklings sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar ásamt fleiri grundvallarmannréttindum. Eftir því sem efni upplýsinga stendur nær persónu manns, tilfinningalífi og samskiptum við aðra, til dæmis ef þær varða stjórnmála- eða trúarskoðanir, heilsuhagi eða kynhegðun, þeim mun mikilvægari þáttur eru þær í einkalífi hans og njóta því sérstaklega ríkrar verndar sem viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmið persónuverndar er að vernda þennan þátt í friðhelgi einkalífs borgaranna.

Kjördæmi og ofríki meirihlutans

Ein helsta grunnstoð lýðræðisins er sú regla að meirihlutinn skuli ráða úrlausn sameiginlegra mála. Þessari mikilvægu réttlætiskröfu fylgir hins vegar veruleg hætta á annars konar óréttlæti sem nefnt hefur verið „ofríki meirihlutans“. Í því felst að meirihluti kjósenda geti í krafti atkvæðavægis tekið til sín alla kökuna, í stað þess að fá sneið í réttu hlutfalli við mannfjölda, eða svipt minnihlutahópa mikilvægum réttindum. Sanngjarnt lýðræðislegt stjórnkerfi verður því að leitast við að tryggja jafnvægi milli réttinda meirihlutans og réttinda margvíslegra minnihlutahópa.

Aftur á bak eða áfram?

Ég sá stórmerka kvikmynd á dögunum sem ber íslenska heitið Kóngaglenna og er um valdabaráttuna í Danmörku á dögum Kristjáns konungs VII og drottningar hans, Caroline Mathilde, undir lok 18. aldar og byrjun 19. aldar. Líflæknir konungs, Struensee, frá Þýskalandi, kemur þar mjög við sögu, en hann var heillaður af Upplýsingarstefnunni og kom ýmsum góðum hugmyndum og mannréttindaumbótum inn í danska löggjöf.

Ný eða endurskoðuð stjórnarskrá?

Ágúst Þór Árnason skrifar

Árið 1944 greiddu tæplega 95% kosningabærra Íslendinga stjórnarskrá lýðveldisins atkvæði sitt. Á lýðveldistímanum hafa ákveðnir þættir stjskr. verið endurskoðaðir og óhætt er að segja að á síðustu árum hafi myndast breið samstaða um frekari endurskoðun á ákveðnum þáttum, t.d. að því er snertir auðlindir og heimildir til þjóðaratkvæðagreiðslna. Hins vegar er ljóst að hryggjarstykki stjórnarskrárinnar á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi. Með frumvarpi stjórnlagaráðs er gerð tillaga um að þessar rætur séu rifnar upp og haldið verði út í óvissuna.

Atkvæðisrétturinn og grunngildin

Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur fólk til að nýta kosningarétt sinn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október og til að íhuga tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni og einstakar spurningar út frá kristnum grunngildum.

Getum við lækkað vextina?

Háir vextir leika íslensk heimili grátt. Frá aldamótum hafa vextir af nýjum húsnæðislánum verið tæplega þrefalt hærri á Íslandi en að meðaltali á Evrusvæðinu. Þessi munur nemur 7,8 prósentustigum. Það er til mikils að vinna að brúa þetta bil. Ef okkur tækist það myndum við spara íslenskum heimilum 117 milljarða kr. á ári með lægri vaxtagreiðslum. Það jafngildir tæplega 17% hækkun ráðstöfunartekna.

Skilaðu auðu

20. október næstkomandi verða haldnar kosningar um nýja stjórnarskrá. Ég efast um að kosið hafi verið um mikilvægari málefni á Íslandi. Eitt meginhlutverk stjórnarskráa er að setja leikreglur stjórnmálanna, þ.e. þær skilgreina í grófum dráttum hvernig ákvarðanir eru teknar. Stjórnarskrár tilgreina t.d. hvernig staðið er að vali á fulltrúum kjósenda á þingi, hvert hlutverk þingsins er og hverjir skipa framkvæmdarvaldið. Fyrirkomulag þessara þátta er ekki einfaldlega skipulagsatriði heldur hefur áhrif á stefnu stjórnvalda framtíðarinnar.

Já – við einstöku tækifæri

Snorri Finnlaugsson skrifar

Á laugardag fá íbúar í Álftanesi og Garðabæ einstakt tækifæri til að segja með beinum hætti hug sinn varðandi framtíð samfélagsins með því að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Þetta er tækifæri sem íbúar mega ekki láta fram hjá sér fara heldur mæta á kjörstað og segja já. Þetta er tækifæri sem ekki kemur aftur.

Ómetanleg umhverfisverndarákvæði í nýrri stjórnarskrá

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Tími var kominn til að setja inn umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá þar sem enn þann dag í dag er stunduð ofbeit og rányrkja á landinu, án nokkurrar ábyrgðar notenda á afleiðingunum. Landgræðslustjóri segir að engin lög, sem virka, séu til er geri landgræðslunni kleift að stöðva beit á ofnýttu og skemmdu landi, þó nauðsyn krefji. Því eiga uppblástur og gróðurskemmdir sér stöðugt stað.

Áhættutaka með stjórnarskrá

Teitur Björn Einarsson skrifar

Tillögur stjórnlagaráðs geta ekki verið grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Ástæðan er sú að það er ótækt að byggja stjórnskipun landsins á jafn óskýrum, ómarkvissum og samhengislausum ákvæðum og sett eru fram í tillögunum. Slíka áhættu má ekki taka með stjórnarskrá lýðveldisins.

Nýtum tækifæri til þjóðfélagsbreytinga!

Guðmundur Vignir Óskarsson skrifar

Á laugardaginn gefst þjóðinni einstakt tækifæri til að marka sína framtíð með því að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrár Íslands. Enginn ætti að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara sem ábyrgur þjóðfélagsþegn. Látum ekki andvaraleysi ráða ferðinni á tímamótum sem þessum. Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki fullkomnar, frekar en önnur mannanna verk, en mikilvægt skref í því að breyta leikreglum samfélagsins og koma á nýjum samfélagssáttmála og grundvallarlögum þar sem margvíslegar úrbætur eru gerðar í þágu almannahagsmuna.

Hvað finnst mér?

Guðmundur Andri Thorsson skrifaði grein sl. mánudag með yfirskriftinni „Hvað finnst þér?“

Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla

Elvar Örn Arason skrifar

Liðnir eru tæpir tveir áratugir frá því að Ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Evrópusamruninn hefur haft afgerandi áhrif á þróun íslensks samfélags í gegnum aðildina að EES. Það liggur fyrir að gera þarf enn frekari breytingar á íslenskri stjórnsýslu kjósi íslenska þjóðin að gerast aðili að Evrópusambandinu (ESB).

Sparðatíningur

Sigurður Grétar Guðmundsson skrifar

Þó mig vantaði nokkra mánuði til að fylla fyrsta áratuginn í mínu lífi 17. júní 1944 man ég gjörla eftir þeim degi og stemningunni sem ríkti þetta vor þegar þjóðaratkvæðageiðslan um sambandsslitin fór fram. Tilefnið til að ég skrifa þetta greinarkorn er að svara ýmsum sem fara mikinn með allskonar sparðatíningi til að gera það sem þeir geta til að skaða það merka ráðgefandi þjóðaratkvæði sem verður nk. laugardag.

Stjórnarskrártillögur því miður ekki nógu góðar

Haraldur Ólafsson skrifar

Í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem nú liggja fyrir eru margir kaflar með fögrum orðum um mannréttindi, lýðræði og hvers kyns frelsi og rétt. Allt ber það vott um manngæsku og réttsýni ráðsins og að ráðamenn hafi tekið starf sitt alvarlega enda ýmsir þeirra þekktir sómamenn.

Tveir mikilvægir á Laugardalsvelli

Gunnar Svavarsson skrifar

Það hefur nokkuð verið skrifað um vínveitingar á íþróttasvæðum á umliðnum árum, m.a. hvort leyfa eigi sölu á léttu víni og bjór á Laugardalsvelli. Ég ætla ekki að skrifa um það.

Illvilji

Brynjar Níelsson skrifar

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: "Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt.

Einstakt og sögulegt tækifæri

Ólína Þorvarðardóttir skrifar

Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár.

Löglegt en siðlaust misrétti

Jóhanna Harðardóttir skrifar

Dómur féll í máli Ásatrúarfélagsins gegn ríkinu í nóvember 2006 þar sem fjallað var um greiðslur sambærilegar þeim sem þjóðkirkjan hefur þegið af ríkinu.

Hinir fjölbreyttu þræðir

Árni Páll Árnason skrifar

Þegar Samfylkingin var stofnuð kom saman fólk úr ólíkum flokkum með langa sögu og líka fólk sem aldrei hafði fundið sér stað í því gaddfreðna flokkakerfi sem hér hafði myndast. Það var þörf fyrir ný stjórnmál. Fjölskyldur upplifðu að deila sömu samfélagssýn en kjósa þrjá eða fjóra ólíka flokka. Merkimiðarnir skiptu orðið miklu meira máli en innihaldið.

Ísland er land þitt. Ef þú kýst

Stefán Jón Hafstein skrifar

Rétt fyrir páska dó forseti Malaví skyndilega. Óvissa og ótti greip um sig meðal fylgismanna í valdaflokknum, fregnum var haldið leyndum og reynt að búa til þá sögu að hann væri kominn í aðgerð í Suður-Afríku. Allir í heiminum vissu að forsetinn var látinn, nema almenningur í Malaví sem átti ekkert að vita. Ástæðan var sú að varaforsetinn hafði nýlega verið rekinn úr valdaflokknum og stofnað nýjan flokk. Stjórnarskrá Malaví segir skýrt að verði forseti óstarfhæfur taki varaforseti við. Skotið var á klíkufundi helstu ráðamanna og leitað leiða fram hjá þessu ákvæði svo setja mætti bróður forsetans látna í embætti. Fremja valdarán. Reynt var að búa til "óvissuástand“ og skálda stjórnskipulegar eyður. En þegar klíkumönnum varð ljóst að æðstu menn í dómskerfi og her myndu ekki fylgja þeim var "óvissu aflétt“, forsetinn lýstur látinn og varaforsetinn tók við.

Sighvatur getur sagt „nei“ án vandkvæða

Reimar Pétursson skrifar

Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina.

Skiptar skoðanir um stjórnarskrá

Salvör Nordal og Ari Teitsson skrifar

Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011.

"Hrapalleg mistök“ Bjarna

Össur Skarphéðinsson skrifar

Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Missir á meðgöngu og barnsmissir

Guðbjartur Hannesson skrifar

Í dag, 15. október, stendur stuðningshópurinn Englarnir okkar fyrir minningarathöfn um missi á meðgöngu og barnsmissi í Hallgrímskirkju. Athöfnin hefst kl. 19.30. Það er von hópsins að dagurinn verði eftirleiðis helgaður hinni hljóðu sorg sem slíkum missi fylgir. Þegar barn er í vændum er tilhlökkunin venjulega mikil, allar væntingar standa til þess að í heiminn verði borinn einstaklingur sem foreldrar og aðrir aðstandendur eiga eftir að njóta framtíðarinnar með.

Hver er róninn?

Páll Tryggvason skrifar

Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2013 segir á bls. 358 undir lið 206 sem fjallar um sjúkratryggingar:

Hvað er klám og hvar drögum við mörkin?

Guðbjartur Hannesson skrifar

Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk?

Kjarklaus vinnubrögð ráðamanna

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar

Þingmenn óttast að ef þeir myndu stugga við úreltum forréttindum sauðfjárbænda og ábyrgðarlausri nýtingu þeirra á landinu, myndu þeir missa þeirra rándýru atkvæði. Vegna þessa sama ótta verðum við skattgreiðendur stöðugt að borga milljarða til sauðfjárbænda til framleiðslu á aðra milljón fjár sem nagar landið niður í rót. Síðan borgum við fleiri milljarða til að græða sárin á ofbeittu landinu en árangurinn af öllum fjáraustrinum í viðgerðir er varla sjáanlegur vegna stöðugar ofbeitar.

Staðlausar staðhæfingar um staðreyndavillur

Gunnar Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Þórarinn G. Pétursson skrifa

Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson gagnrýndu nýverið skýrslu Seðlabankans (SÍ) um valkosti í gjaldmiðils- og gengismálum og telja umfjöllunina um einhliða upptöku annars gjaldmiðils uppfulla af staðreyndavillum.

Hin uppfærða afstæðiskenning

Tryggvi Guðmundsson skrifar

Kenningin um hlýnun jarðar á greinilega ekki við rök að styðjast. Þetta sést best með því að skoða gögnin. Undanfarnar vikur, og jafnvel mánuði, hefur hitastig lækkað jafnt og þétt og á það ekki bara við um Ísland heldur líka öll nágrannalönd okkar. Því er ljóst að þeir sem tala um að heimurinn sé á undraverðan hátt að verða heitari hafa einfaldlega ekki litið á gögnin og eru á villigötum.

Illviljinn meiðir

Guðrún Pétursdóttir skrifar

Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi.

Kjör og nám kennara

Björgvin G. Sigurðsson skrifar

Fyrir fjórum árum samþykkti Alþingi með samstöðu þvert á flokka tímamótabreytingar á kennaranámi, þar með talið lengd og umfangi náms leikskólakennara. Ég greiddi atkvæði með þeim lagabreytingum og er sannfærður um að þær eru og verða til góðs. Verði meðal annars til þess að bæta kjör kennara og hækka laun þessarar mikilvægu stéttar sem er og hefur lengi verið launuð langt undir því sem sanngjarnt getur talist.

Bergrisi við Austurvöll

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Þegar bergrisi ákveður að taka til í kringum sig getum við hin átt fótum okkar fjör að launa. Nú ber við að bergrisinn við Austurvöll virðist í ham því draga skal úr fjárútlátum ríkissjóðs vegna kostnaðarþátttöku við lyfjameðferð við ADHD um ríflega 200 milljónir.

Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings

Sóley Tómasdóttir skrifar

Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir.

Eru allir öryrkjar fatlaðir?

Helga Björk Grétudóttir skrifar

Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks.

Sýnum bændum stuðning

Hólmfríður S. Haraldsdóttir skrifar

Nú líður að útborgunardegi hjá sauðfjárbændum, þ.e. greiðslan fyrir innlegg þeirra í sláturhúsið þetta haust. Launin sem þeir uppskera eru afrakstur síðasta sauðburðar, - en líka annað og meira; afrakstur áralangrar og áratugalangrar ræktunar sauðfjár. Það sauðfé býr yfir ákveðnum einkennum og gæðum sem bændur hafa valið að framleiða og hafa lagt sig fram til að ná þeim eiginleikum. Að baki liggja langtímasjónarmið og ígrundun með það leiðarljós að afurðirnar skili sauðfjárbóndanum sem mestum arði svo búið standi undir sér og helst að það framfleyti fjölskyldunni. Alger óvissa ríkir nú meðal sauðfjárbænda víða um norðanvert landið og sú óvissa er margþætt;

Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum

Þórður Á. Hjaltested og Björg Bjarnadóttir skrifar

Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni "Skoða styttingu náms í þrjú ár“.

Valkostur að vera öryrki?

Ragnheiður Sverrisdóttir skrifar

Nokkrir einstaklingar hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum í nafni Öryrkjabandalags Íslands og fullyrt að þeir hafi ekki valið að verða öryrkjar. Þetta er athyglisverð fullyrðing. Hún vekur spurningar um hvort maður álíti hugsanlega að fólk velji að verða öryrkjar af því að það sé því á einhvern hátt til framdráttar. Maður staldrar við og veltir fyrir sér eigin viðhorfum til öryrkja og örorku.

Aukin þjónusta við utangarðsfólk í efnahagshruni

Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir skrifar

Um leið og ég fagna áhuga almennings á málaflokki utangarðsfólks tel ég ennfremur mikilvægt, í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um slakan aðbúnað utangarðsfólks, að greint sé frá þeim umbótum og þeirri auknu þjónustu sem hefur orðið í málaflokknum í Reykjavík undanfarin ár.

Sjá næstu 50 greinar