Kennaramenntun á Íslandi – Stöndum með kennurum Þórður Á. Hjaltested og Björg Bjarnadóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 10. október 2012 er viðtal við Björgvin G. Sigurðsson, formann allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, undir yfirskriftinni „Skoða styttingu náms í þrjú ár". Kennarasamband Íslands (KÍ) telur það algjörlega galið að forystufólk þjóðarinnar sé í alvöru að hugsa á þessum nótum. Hvar er metnaður og framsýni yfirvalda? Á að kasta út um gluggann framsýnni stefnu sem sett var með heildarendurskoðun á lögum um skólastigin og menntun kennara og skólastjórnenda 2008? – Uppgjöf myndi einhver segja. KÍ hefur haft það á stefnuskrá sinni um langt skeið að nám kennara sé eflt og styrkt. Sá áfangi náðist með lögum frá Alþingi 2008. Þar með stöndum við jafnfætis þeim þjóðum sem lengst hafa gengið. Lagabreytingin var gerð í samhengi við breytingu á lögum allra skólastiga og í samvinnu allra hagsmunaaðila, m.a. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, samtaka foreldra og stéttarfélaga kennara. Um var að ræða mikið framfaraspor sem við getum verið verulega stolt af og eftir því hefur verið tekið í löndunum í kringum okkur. Það var vitað að einhver fækkun yrði á nemendum við kennarabrautirnar fyrstu árin eftir að ný lög tækju gildi. Við verðum að horfa til framtíðar og því má það alls ekki gerast að þessu sé breytt aftur í fyrra horf. Það er engu minni ábyrgð að kenna nemendum á fyrsta skólastiginu, þ.e. leikskólanum, heldur en nemendum í grunnskóla eða framhaldsskóla. Það að leikskólakennari útskrifist með meistaragráðu er jafn mikilvægt og það er fyrir grunn- og framhaldsskólakennara. Menntun kennara á að vera samræmd. Það var eitt af lykilatriðum þess að hægt væri að tengja betur saman mörk skólastiganna og setja sameiginlega aðalnámskrá. Við Íslendingar viljum vera í fremstu röð meðal þjóða þegar kemur að menntun. Við viljum að kennarar séu vel menntaðir og vel undirbúnir til að takast á við það mikilvæga verkefni að mennta börn og ungmenni í því fjölbreytta samfélagi sem við lifum í. Nær væri að alþingismenn og sveitarstjórnarmenn færu að meta menntun betur til launa og búa kennurum betri starfsaðstæður. Kennarinn er háskólamenntaður sérfræðingur og á að vera metinn sem slíkur. Það sem fælir ungt fólk mest frá því að velja sér kennarastarfið sem framtíðarstarfsvettvang eru launakjörin sem í boði eru. Við brýnum forystumenn þjóðarinnar til að beita sér af alvöru fyrir bættum kjörum kennara. Þá mun ungt fólk flykkjast í kennaranám.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar