Ómetanleg umhverfisverndarákvæði í nýrri stjórnarskrá Herdís Þorvaldsdóttir skrifar 17. október 2012 06:00 Tími var kominn til að setja inn umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá þar sem enn þann dag í dag er stunduð ofbeit og rányrkja á landinu, án nokkurrar ábyrgðar notenda á afleiðingunum. Landgræðslustjóri segir að engin lög, sem virka, séu til er geri landgræðslunni kleift að stöðva beit á ofnýttu og skemmdu landi, þó nauðsyn krefji. Því eiga uppblástur og gróðurskemmdir sér stöðugt stað. Landgræðslan hefur í meira en hundrað ár reynt að græða upp sárin en ennþá er ekki hægt að sjá að meira vinnist en tapast, þrátt fyrir milljarða tilkostnað í uppgræðsluna. Frá því að landið var numið hefur meir en helmingur af gróðurhulu þess eyðst og milljónir tonna af jarðvegi fokið á haf út; svo á stórum svæðum er aðeins grjóturð eftir, þar sem ekkert grær. Við eigum heiðurinn af stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu. Um aldamótin 1900 var svo komið að landið var að verða örfoka vegna óstöðvandi sandfoks, jafnvel heilu jarðirnar fóru undir sand á nokkrum dögum. Þá var Sandgræðslan stofnuð af Alþingi til að reyna að hefta uppblásturinn og stöðugt stækkandi eyðimerkurnar. Hún hefur vissulega gert kraftaverk á rúmum 100 árum og það hefur kostað okkur skattborgarana ótalda milljarða. Við sæjum ekki eftir þeim peningum ef tekist hefði að græða upp næstum örfoka landið. En því miður var ekki byrjað á fyrirbyggjandi aðgerðum. Ekkert var gert til að stöðva orsakavaldinn, lausabeit allt of mikils búfjár, of margra bænda, rásandi um allt landið og nagandi niður allan nýgræðing sem vogaði sér að stinga upp kollinum. Nú eru þó loks, í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, komin ákvæði um náttúru Íslands og umhverfi, sem leggja áherslu á að náttúra Íslands sé undirstaða lífs í landinu, öllum beri að virða hana og vernda. Sérstök grein um vernd náttúrunnar í stjórnarskrá er löngu tímabær. Sjálfbær þróun, sem þykir sjálfsögð í dag, hefur víða áunnið sér stjórnarskrárvernd. Til að mynda segir norska stjórnarskráin að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru þar sem gróska og fjölbreytni séu vernduð. Sú sænska leggur skyldur á herðar stjórnvalda að stuðla að sjálfbærri þróun. Í Finnlandi segir að náttúran og fjölbreytileiki lífríkisins, umhverfið og þjóðararfurinn séu á ábyrgð allra. Svisslendingar segja að stefnt skuli að langvinnu jafnvægi við náttúruna, einkum hvað varðar getu hennar til endurnýjunar og nýtingar af hálfu mannsins. Þá kveður franska stjórnarskráin á um fortakslausan rétt sérhvers manns til að „lifa í heilsusamlegu umhverfi þar sem ríkir jafnvægi“ og að hverjum manni beri að stuðla að því að bæta skaða sem hann veldur umhverfinu. Umhverfisverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar, ef samþykkt, yrðu til þess að landið færi að klæðast aftur þeim skrúð sem búið er að eyðileggja. Stöðvun stjórnlausrar lausabeitar búfjár er fyrsta skrefið í að sveipa fjallkonuna aftur gróðurkápu sinni. Látum ekki tækifærið, 20. október, ganga okkur úr greipum. Við byggjum ekki hús án þess að byrja á grunninum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Tími var kominn til að setja inn umhverfisverndarákvæði í nýja stjórnarskrá þar sem enn þann dag í dag er stunduð ofbeit og rányrkja á landinu, án nokkurrar ábyrgðar notenda á afleiðingunum. Landgræðslustjóri segir að engin lög, sem virka, séu til er geri landgræðslunni kleift að stöðva beit á ofnýttu og skemmdu landi, þó nauðsyn krefji. Því eiga uppblástur og gróðurskemmdir sér stöðugt stað. Landgræðslan hefur í meira en hundrað ár reynt að græða upp sárin en ennþá er ekki hægt að sjá að meira vinnist en tapast, þrátt fyrir milljarða tilkostnað í uppgræðsluna. Frá því að landið var numið hefur meir en helmingur af gróðurhulu þess eyðst og milljónir tonna af jarðvegi fokið á haf út; svo á stórum svæðum er aðeins grjóturð eftir, þar sem ekkert grær. Við eigum heiðurinn af stærstu manngerðu eyðimörk í Evrópu. Um aldamótin 1900 var svo komið að landið var að verða örfoka vegna óstöðvandi sandfoks, jafnvel heilu jarðirnar fóru undir sand á nokkrum dögum. Þá var Sandgræðslan stofnuð af Alþingi til að reyna að hefta uppblásturinn og stöðugt stækkandi eyðimerkurnar. Hún hefur vissulega gert kraftaverk á rúmum 100 árum og það hefur kostað okkur skattborgarana ótalda milljarða. Við sæjum ekki eftir þeim peningum ef tekist hefði að græða upp næstum örfoka landið. En því miður var ekki byrjað á fyrirbyggjandi aðgerðum. Ekkert var gert til að stöðva orsakavaldinn, lausabeit allt of mikils búfjár, of margra bænda, rásandi um allt landið og nagandi niður allan nýgræðing sem vogaði sér að stinga upp kollinum. Nú eru þó loks, í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, komin ákvæði um náttúru Íslands og umhverfi, sem leggja áherslu á að náttúra Íslands sé undirstaða lífs í landinu, öllum beri að virða hana og vernda. Sérstök grein um vernd náttúrunnar í stjórnarskrá er löngu tímabær. Sjálfbær þróun, sem þykir sjálfsögð í dag, hefur víða áunnið sér stjórnarskrárvernd. Til að mynda segir norska stjórnarskráin að sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru þar sem gróska og fjölbreytni séu vernduð. Sú sænska leggur skyldur á herðar stjórnvalda að stuðla að sjálfbærri þróun. Í Finnlandi segir að náttúran og fjölbreytileiki lífríkisins, umhverfið og þjóðararfurinn séu á ábyrgð allra. Svisslendingar segja að stefnt skuli að langvinnu jafnvægi við náttúruna, einkum hvað varðar getu hennar til endurnýjunar og nýtingar af hálfu mannsins. Þá kveður franska stjórnarskráin á um fortakslausan rétt sérhvers manns til að „lifa í heilsusamlegu umhverfi þar sem ríkir jafnvægi“ og að hverjum manni beri að stuðla að því að bæta skaða sem hann veldur umhverfinu. Umhverfisverndarákvæði nýju stjórnarskrárinnar, ef samþykkt, yrðu til þess að landið færi að klæðast aftur þeim skrúð sem búið er að eyðileggja. Stöðvun stjórnlausrar lausabeitar búfjár er fyrsta skrefið í að sveipa fjallkonuna aftur gróðurkápu sinni. Látum ekki tækifærið, 20. október, ganga okkur úr greipum. Við byggjum ekki hús án þess að byrja á grunninum.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun