Áhættutaka með stjórnarskrá Teitur Björn Einarsson skrifar 17. október 2012 06:00 Tillögur stjórnlagaráðs geta ekki verið grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Ástæðan er sú að það er ótækt að byggja stjórnskipun landsins á jafn óskýrum, ómarkvissum og samhengislausum ákvæðum og sett eru fram í tillögunum. Slíka áhættu má ekki taka með stjórnarskrá lýðveldisins. Eitt það óskýrasta í tillögunum er ætlað hlutverk forseta Íslands og samspil embættisins við Alþingi og ríkisstjórn. Það er óheppilegt því ef eitthvað má færa til betri vegar í stjórnarskránni snýr það að ákvæðum um forseta, valdmörkum hans og ábyrgð. En tillögur stjórnlagaráðs bæta ekki úr því heldur gera illt verra ef eitthvað er. Þannig er lagt til að forsetinn sé ekki lengur hluti löggjafarvaldsins en honum beri samt að stefna Alþingi saman, rjúfa þing að tillögu Alþingis og staðfesta lög, sem hann geti synjað ef hann rökstyður af hverju. Að sama skapi verði forsetinn ekki æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins þó svo hann fari áfram með framkvæmdarvald með ráðherrum. Ákvæðið um ábyrgð forseta er ófullnægjandi og nýtt ákvæði um stjórnarmyndun er í meira lagi óljóst. Af hverju þarf Alþingi að hámarki tvær tilnefningar frá forseta til að kjósa sér svo forsætisráðherra sem forseta ber svo aftur að skipa? Hver er ábyrgð forseta ef hann neitar að skipa forsætisráðherra sem þingið hefur kosið? Sams konar vafamál varðandi ábyrgð kemur til við skipan dómara. Þar skal ráðherra skipa dómara og forseta er gert að staðfesta skipunina. Ef hann neitar þá þurfa 2/3 þingmanna að greiða atkvæði með tilnefningu ráðherra. Hvert er í raun hlutverk og ábyrgð forseta í slíku ferli? Þá má nefna að ef forsetanum er ætlað það hlutverk að hafa eftirlit með Alþingi er óskiljanlegt af hverju lagt er til að handhafi forseta verði eingöngu forseti Alþingis. Ekki er að sjá að haldbær rök hafi komið fram sem sýna fram á að núgildandi fyrirkomulag handhafa forseta sé gallað. Fleira má tína til í þessum tillögum sem ekki virðist vera úthugsað. Til dæmis er lagt til að Ríkisráð, sameiginlegur vettvangur forseta lýðveldisins og ráðherra, verði lagt niður og með því skorið enn frekar á tengsl forseta við framkvæmdarvaldið. Þá er einnig lagt til að heimild til útgáfu bráðabirgðalaga verði afnumin en það getur reynst varhugavert því hvað gerist til að mynda ef Alþingi nær ekki að setja fjárlög fyrir upphaf nýs fjárhagsárs? Nefna má annað dæmi um störf Alþingis þar sem lagt er til að þrjár umræður um lagafrumvörp verði þess í stað a.m.k. tvær en hvorki er rökstutt hvernig styttri meðferð lagafrumvarpa bæti störf þingsins né skýrt hvort fleiri umræður séu í boði og þá hve margar. Vanda þarf til verka þegar breyta á stjórnarskrá. Smávægilegar breytingar geta haft gríðarleg áhrif á réttindi borgaranna eða valdtemprun milli æðstu stofnana ríkisins. Tillögur stjórnlagaráðs standast einfaldlega ekki þær kröfur sem gera verður til vandaðrar endurskoðunar á stjórnarskrá lýðveldisins. Við getum og eigum að standa betur að þeirri vinnu. Þess vegna er mikilvægt að tillögum stjórnlagaráðs verði hafnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur stjórnlagaráðs geta ekki verið grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. Ástæðan er sú að það er ótækt að byggja stjórnskipun landsins á jafn óskýrum, ómarkvissum og samhengislausum ákvæðum og sett eru fram í tillögunum. Slíka áhættu má ekki taka með stjórnarskrá lýðveldisins. Eitt það óskýrasta í tillögunum er ætlað hlutverk forseta Íslands og samspil embættisins við Alþingi og ríkisstjórn. Það er óheppilegt því ef eitthvað má færa til betri vegar í stjórnarskránni snýr það að ákvæðum um forseta, valdmörkum hans og ábyrgð. En tillögur stjórnlagaráðs bæta ekki úr því heldur gera illt verra ef eitthvað er. Þannig er lagt til að forsetinn sé ekki lengur hluti löggjafarvaldsins en honum beri samt að stefna Alþingi saman, rjúfa þing að tillögu Alþingis og staðfesta lög, sem hann geti synjað ef hann rökstyður af hverju. Að sama skapi verði forsetinn ekki æðsti handhafi framkvæmdarvaldsins þó svo hann fari áfram með framkvæmdarvald með ráðherrum. Ákvæðið um ábyrgð forseta er ófullnægjandi og nýtt ákvæði um stjórnarmyndun er í meira lagi óljóst. Af hverju þarf Alþingi að hámarki tvær tilnefningar frá forseta til að kjósa sér svo forsætisráðherra sem forseta ber svo aftur að skipa? Hver er ábyrgð forseta ef hann neitar að skipa forsætisráðherra sem þingið hefur kosið? Sams konar vafamál varðandi ábyrgð kemur til við skipan dómara. Þar skal ráðherra skipa dómara og forseta er gert að staðfesta skipunina. Ef hann neitar þá þurfa 2/3 þingmanna að greiða atkvæði með tilnefningu ráðherra. Hvert er í raun hlutverk og ábyrgð forseta í slíku ferli? Þá má nefna að ef forsetanum er ætlað það hlutverk að hafa eftirlit með Alþingi er óskiljanlegt af hverju lagt er til að handhafi forseta verði eingöngu forseti Alþingis. Ekki er að sjá að haldbær rök hafi komið fram sem sýna fram á að núgildandi fyrirkomulag handhafa forseta sé gallað. Fleira má tína til í þessum tillögum sem ekki virðist vera úthugsað. Til dæmis er lagt til að Ríkisráð, sameiginlegur vettvangur forseta lýðveldisins og ráðherra, verði lagt niður og með því skorið enn frekar á tengsl forseta við framkvæmdarvaldið. Þá er einnig lagt til að heimild til útgáfu bráðabirgðalaga verði afnumin en það getur reynst varhugavert því hvað gerist til að mynda ef Alþingi nær ekki að setja fjárlög fyrir upphaf nýs fjárhagsárs? Nefna má annað dæmi um störf Alþingis þar sem lagt er til að þrjár umræður um lagafrumvörp verði þess í stað a.m.k. tvær en hvorki er rökstutt hvernig styttri meðferð lagafrumvarpa bæti störf þingsins né skýrt hvort fleiri umræður séu í boði og þá hve margar. Vanda þarf til verka þegar breyta á stjórnarskrá. Smávægilegar breytingar geta haft gríðarleg áhrif á réttindi borgaranna eða valdtemprun milli æðstu stofnana ríkisins. Tillögur stjórnlagaráðs standast einfaldlega ekki þær kröfur sem gera verður til vandaðrar endurskoðunar á stjórnarskrá lýðveldisins. Við getum og eigum að standa betur að þeirri vinnu. Þess vegna er mikilvægt að tillögum stjórnlagaráðs verði hafnað.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun