Fleiri fréttir

Sameining Garðabæjar og Álftaness

María Grétarsdóttir skrifar

Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is.

Fellum tillögu stjórnlagaráðs

Haukur Arnþórsson skrifar

Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína.

Tækifæri til persónukjörs 2013

Björn Guðbrandur Jónsson skrifar

Eitt af því sem kjósendum er ætlað að kveða upp úr með í atkvæðagreiðslunni 20. október næstkomandi um ný stjórnarskrárdrög er hvort heimila eigi persónukjör. Það segir mikið um hugmyndalegt alræði stjórnmálaflokkanna áratugum saman á þessu sviði að ástæða þykir til að leyfa sérstaklega persónukjör. Það verður að teljast ágalli á fyrirkomulagi fulltrúalýðræðis að kjósendum sé ekki heimilt að velja í frjálsu vali þá fulltrúa sem þeir treysta best. Fyrst þurfi að efna til flokkadrátta áður en kjósendum er treyst til að rækja hlutverk sitt.

Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá?

Þorkell Helgason skrifar

Í pistlum undanfarnar vikur hafa verið reifaðar þær fimm spurningar sem lagðar verða fyrir þjóðina 20. október nk. og fjalla um einstök lykilatriði í nýrri stjórnarskrá. Eftir situr fyrsta, og um leið aðalspurningin, um það hvort tillögur stjórnlagaráðs skuli lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Ábyrg stjórnmál

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann.

Hvað er í húfi 20. október?

Skúli Helgason skrifar

Þann 20. október fer fram mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðsla lýðveldistímans. Þá mun þjóðin kveða upp úr með það hvort endurskoðun stjórnarskrárinnar eigi að byggja á því frumvarpi sem stjórnlagaráð skilaði af sér – eða ekki.

Vegna umræðu um meint ólögmæti verðtryggðra lána

Gísli Örn Kjartansson og Páll Friðriksson skrifar

Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um að veiting verðtryggðra húsnæðislána kunni að brjóta í bága við lög nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/39/EB um markaði fyrir fjármálagerninga (e. markets in financial instruments directive – hér eftir nefnd MiFID-tilskipunin). Í því ljósi töldum við rétt að fjalla í stuttu máli um álitaefnið út frá gildissviði tilskipunarinnar og laganna, en með gildissviði er átt við það málefnasvið sem lög og aðrar réttarreglur fjalla um.

Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn 10. október gegn þunglyndi

Guðbjartur Hannesson skrifar

Í dag eru liðin 20 ár frá því að alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var haldinn í fyrsta sinn og er sjónum nú beint að þunglyndi. Dagurinn er vakningardagur, ætlaður til að upplýsa og fræða fólk um mikilvægt málefni sem kemur okkur öllum við og skapa jákvæða umræðu um geðheilsu. Þrátt fyrir árangursríkar leiðir til að meðhöndla þunglyndi, skortir víða á aðgengi fólks að meðferðarúrræðum og hefur verið bent á að hjá sumum þjóðum fái innan við 10% þeirra sem á þurfa að halda viðeigandi meðferð.

Sáttahönd í Gálgahrauni

Gunnsteinn Ólafsson skrifar

Hart er tekist á þessa dagana um Gálgahraun á Álftanesi. Vegagerðin situr að samningum við verktaka til að leggja nýjan veg um hraunið. Skammt er þess að bíða að stórvirkar vinnuvélar verði gangsettar og einstök náttúruperla eyðilögð. Andstæðingar framkvæmdarinnar hafa bent á ótvírætt verndargildi hraunsins, það sé á náttúruminjaskrá samkvæmt undirritun ráðherra. Ráðaherraundirskriftin er bæjaryfirvöldum í Garðabæ samt ekki pappírsins virði: þau sitja við sinn keip, harðákveðin í að leggja veg yfir merkustu söguslóðir bæjarins. Í hrauninu eru fornir stígar frá landnámi, klettar sem Kjarval málaði og jarðhringur sem gæti verið frá heiðnum tíma, að ógleymdu verðmæti hraunsins sem ósnortins víðernis í þéttbýli.

Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar

Erna Hauksdóttir skrifar

Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um.

Hvers vegna nýjan Álftanesveg?

Pálmi Freyr Randversson skrifar

Til stendur að leggja nýjan Álftanesveg í gegnum Garðahraun eins og flestum ætti að vera kunnugt. En er þörf á nýjum Álftanesvegi? Á akstur í gegnum Garðabæ til Álftaness að eiga sér stað á vegi sem býður upp á hraðakstur og óhindrað umferðarflæði? Er hægt að bæta umferðaröryggi með öðrum lausnum en nýjum vegi? Hvernig lítur dæmið út þegar/ef Garðabær og Álftanes sameinast? Væri þá ekki eðlilegra að tengja svæðin saman með rólegri bæjargötu frekar en því sem fyrirhugað er?

Ekki misskilja spurningarnar

Smári McCarthy skrifar

Kosningarnar 20. október næstkomandi snúast ekki um hvort það eigi að taka upp nýja stjórnarskrá. Það er gengið út frá því að það verði samin ný stjórnarskrá og hún fari í gegnum ferli hjá Alþingi. Eins og staðan er í dag hefur Alþingi eitt vald til að setja nýja stjórnarskrá, en það er gert með því að frumvarp er samþykkt á þingi, því næst er þingi slitið, þingkosningar eru haldnar í kjölfarið og nýtt þing staðfestir fyrra frumvarp óbreytt.

Keiluspil

Jón Atli Jónasson skrifar

Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með því fjaðrafoki sem svarta keilan hans Santiago Sierra hefur valdið stjórnmálamönnum upp á síðkastið. Verkið er 180 sentímetra steindrangi með tæplega hálfs metra svarta, stálkeilu rekna í hann miðjan. Keilan myndar varanlega sprungu í drangann og stendur fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Stjórnmálamenn í Reykjavíkurborg hafa dúkkað upp í fjölmiðlum flaggandi því sjónarmiði að listaverkið, sem er minnisvarði um borgaralega óhlýðni, sé á

OracleStudium (áður Stoðkennarinn.is) biðlar til embættismanns

Starkaður Barkarson skrifar

Ég hef verið haldinn þeirri stórfurðulegu blindu seinasta áratug að halda að góðir hlutir seldu sig sjálfir og oftast fyrir það verð sem þeim ber. Og þrátt fyrir að flest mælti á móti þessari staðföstu trú minni þá var það ekki fyrr en að snilldarbragð þeirra hjá Skýrr – nú Advania – lak út, að ég áttaði mig á því að ég hef verið á rangri braut allan þennan

Um Gálgahraun og sýn Kjarvals

Halldór Ásgeirsson skrifar

Áður fyrr þótti Íslendingum fjöllin ljót en það var ekki fyrr en á 19. öld með þýsku rómantíkinni að sýn skáldanna fór að breytast og gerði okkur fjöllin kær. Þessi viðhorfsbreyting kenndi m.a. Jónasi Hallgrímssyni bæði að rannsaka þau sem fræðimaður og yrkja um þau ljóð, sem leiddi okkur í nýtt landnám náttúrufegurðar. Það sama má segja um meistara Kjarval, sem breytti ásýnd okkar á landinu og þar með talið hrauninu sem hann í bókstaflegri merkingu leysti upp í ótal óséðar myndir og birti okkur töfraheima.

Stefnubreyting Íslands í loftslagsmálum

Guðrún Guðjónsdóttir skrifar

Öfgafullt veðurfar síðustu misserin, hitabylgjur og kuldaköst, þurrkar og flóð, minnkandi hafís á norðurskautinu og hverfandi jöklar hafa leitt huga almennings að áhrifum loftslagsbreytinga. Í nýlegum drögum að skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar kom fram að líklegar afleiðingar loftslagsbreytinga væru auknar öfgar í veðurfari. Líkur á minnkandi hagvexti af völdum loftslagsbreytinga, mögulegar breytingar á Golfstraumnum, hækkandi matvælaverð o.fl. ógna auk þess velferð

Ósammála tillögum stjórnlagaráðs

Bergur Hauksson skrifar

Samkvæmt frumvarpi/tillögum stjórnlagaráðs er nýmæli um persónukjör. Stjórnlagaráð telur að auka beri aðkomu almennings að töku mikilvægra ákvarðana sem varða almannahag. Stjórnlagaráð telur einnig að líta beri á beint lýðræði sem viðbót við fulltrúalýðræði. Jafnframt telur stjórnlagaráð að aukin aðkoma almennings að ákvarðanatöku auki lýðræðislegan þroska, og stuðli að aukinni ábyrgð kjósenda. Allt framangreint kemur fram í skýringum með frumvarpi stjórnlagaráðs.

Atvinnulausum innflytjendum fækkaði um 57% á 9 mánuðum

Atvinnuleysi meðal fólks af pólskum uppruna á Íslandi mælist nú 15% á sama tíma og atvinnuleysi almennt mælist 5,8%. Þetta er umhugsunarefni – og að nokkru leyti áhyggjuefni um leið. Ef ekki verður brugðist við þessu sérstaklega er hætta á því að Pólverjar, og innflytjendur almennt, myndi til framtíðar minnihlutahóp sem býr við skertari tækifæri til atvinnuþátttöku en innfæddir Íslendingar.

Einfalt val: nei við þjóðkirkju

Egill Óskarsson skrifar

Undanfarið hafa andstæðingar aðskilnaðar ríkis og kirkju skrifað þónokkrar greinar í tilefni komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um mögulega upptöku nýrrar stjórnarskrár. Í atkvæðagreiðslunni gefst kjósendum tækifæri til að taka afstöðu til þess hvort í stjórnarskrá verði sérstakt ákvæði um þjóðkirkju. Samkvæmt stuðningsmönnum núverandi fyrirkomulags er spurningin um þjóðkirkjuákvæðið ógurlega flókin og þeir vilja meina að mikill misskilningur ríki um það hvers konar breytingar verið sé að leggja til.

Leifur og jakkafötin

Sigríður Andersen skrifar

Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn

Þjóðin mótar nýja stjórnarskrá

Gunnar Hersveinn skrifar

Fátt er betra fyrir samfélagið en öflugur borgari sem hefur hugrekki til að taka þátt, mæla með og mótmæla. Borgara sem sofnar á verðinum er á hinn bóginn sama um það sem gerist næst, hann er skeytingarlaus um framtíðina og horfist ekki í augu við að hann verði síðar samábyrgur gagnvart kjörum næstu kynslóðar.

Spurt var!

Ólafur Loftsson skrifar

Í leiðara Fréttablaðsins 8. október spyrðu hvers vegna ég telji ótækt að fela þriðja aðila rekstur alls skólastarfs í einu sveitarfélagi, auk þess sem þú veltir fyrir þér hvort einkafyrirtæki séu lélegri en opinberir aðilar í að reka skóla. Mér er bæði ljúft og skylt að bregðast við þessu.

Já við sameiningu

Erling Ásgeirsson skrifar

Nú þegar aðeins örfáir dagar eru þangað til Garðbæingar og Álftnesingar ganga að kjörborðinu og kjósa um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga er rétt að staldra við og gera sér grein fyrir því hvers vegna þetta svæði, sem landfræðilega er eitt og hið sama, er yfirhöfuð tvö sveitarfélög.

Betri rammi um krónuna

Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar

Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d.

Framtíðin er okkar

Birgir Örn Guðjónsson skrifar

Þessar línur eru sérstaklega ætlaðar þeim sem hafa ekki mjög mikinn áhuga á stjórnmálum. Það er nefnilega staðreynd að þeir sem hafa minnstan áhuga á stjórnmálum eru gjarnan þeir sem þurfa mest á breytingum að halda. Þetta eru oft þeir sem þurfa að láta í sér heyra og hafa áhrif. Þetta er millistéttin og þeir sem hafa það jafnvel enn verra.

Staðreyndir um Álftanesveg

Gunnar Einarsson skrifar

Þegar vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg var valið var sérstaklega horft til þess að varðveita náttúru- og menningarminjar sem finna má í hrauninu. M.a. voru mótíf Kjarvals kortlögð og leitast við að raska sem minnst úfnu hrauni og svipmiklu. Í umræðu um framkvæmdina hefur mörgum rangfærslum verið haldið á loft og verður hér reynt að leiðrétta þær.

Hvernig gengur með Orkuveituna?

Dagur B. Eggertsson skrifar

Næsta ár er erfiðasta árið í fjármögnun Orkuveitunnar skv. fimm ára aðgerðaráætlun eigenda sem samþykkt var til bjargar fyrirtækinu fyrir hálfu öðru ári. Þá greiðir OR niður lán sem nemur 25 milljörðum króna. Þetta er stærsti áfangi í lækkun skulda skv.

Leitum ekki að lægsta samnefnaranum

Páll Gunnar Pálsson skrifar

Hinn 3. október sl. stóðu Samtök atvinnulífsins fyrir fundi um samkeppnislögin og framkvæmd þeirra. Tilefnið var nýútkomin skýrsla samtakanna um sama efni. Ástæða er til að fagna allri umræðu um þessi mál. Við sem eigum tíð samskipti við atvinnulífið vitum hversu mikið samkeppnismál brenna á fyrirtækjum, neytendum og samfélaginu öllu nú um stundir.

Sveigjanleg skólaskil

Sölvi Sveinsson skrifar

Skólaskýrsla 2012 er nýkomin út, ýtarlegasta ritið sem hér kemur út árlega um skólamál, og Samband íslenskra sveitarfélaga á hrós skilið fyrir framtakið. Ég staldraði við tölur um leikskóla í ljósi frétta um að sáralítil aðsókn væri í nám fyrir leikskólakennara. Tölurnar eru býsna sláandi. 95% fimm ára barna eru í leikskóla og yngri börnum fjölgar hratt. Jafnframt

Merkisdagurinn 20. október

Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“. Þannig hefst inngangur að nýrri stjórnarskrá sem þjóðin fær að taka afstöðu til 20. október næstkomandi.

Siðfræði og stjórnmál

Jón Þórisson skrifar

Ef leita á fyrirmynda í siðfræði stjórnmála í dag þá lenda menn í vandræðum. Nánast enga leiðsögn er að finna í grundvallaratriðum sem komið hefur frá leiðtogum stjórnmálanna síðustu rúma eina öld eða meira.

Eflum háskóla- og vísindastarf

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Með frumvarpi til fjárlaga ársins 2013 er stigið fyrsta skref íslensks háskóla- og vísindasamfélags út úr kreppunni. Frumvarpið gerir ráð fyrir að framlög til samkeppnissjóða á sviði rannsókna og tækniþróunar hækki um samtals 1,3 milljarða króna. Þar vegur þyngst hækkun á framlagi til rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs og á framlagi til markáætlunar á sviði vísinda og tækni. Er þessi hækkun í samræmi við stefnu vísinda- og tækniráðs um eflingu samkeppnissjóða.

Samkeppnisreglur eru mikilvægar

Vilmundur Jósefsson skrifar

Samtök atvinnulífsins hafa birt tillögur sem miða að því að skýra samkeppnislögin og bæta framkvæmd þeirra. Tillögurnar miða að auknu samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs til að styrkja stöðu samkeppnisreglna. Tilgangurinn er að auðvelda fyrirtækjum að átta sig á inntaki laganna. Óskað er eftir almennum leiðbeiningum um hvernig unnt sé að meta hvort fyrirtæki hafi náð markaðsráðandi stöðu. Það er sjaldnast ljóst hvenær því marki er náð. Það getur verið háð því hvernig yfirvöld skilgreina markaði en fordæmi liggja sjaldnast fyrir. Er íslensk bókabúð í samkeppni við erlendar vefverslanir?

Mörg er matarholan

Þórólfur Matthíasson skrifar

Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings?

Bítlarnir í 50 ár

Guðmundur Pétursson skrifar

<hardreturn>Sunnudagurinn 6. Júlí 1957 er merkur dagur í tónlistarsögunni, en þá hittust í fyrsta sinn þeir JohnLennon og Paul McCartney á sumarhátíð St. Peters kirkjunnar í Woolton í Liverpool á Englandi. Ýmis skemmtiatriði voru í boði, m.a. skyldi hljómsveitin The Ouarry Men skemmta tvisvar og átti auk þess að spila á dansleik um kvöldið. Aðalmaðurinn í The Quarry Men var fyrrnefndur John, en hann spilaði þar á gítar og var auk þess aðalsöngvari hljómsveitarinnar.

Verndar ESB Vestmannaeyjar?

Elliði Vignisson skrifar

Össur Skarphéðinsson er mikill maður í mörgum skilningi þeirra orða. Væri hann söguhetja í skáldsögu væri honum sennilega lýst sem hnyttnum og kankvísum karli sem öllum vill vel. Ekki er ólíklegt að í persónulýsingu væri tekið fram að sjaldnast léti hann sannleikann skemma góða sögu. Sem slíkur er Össur í miklu uppáhaldi hjá okkur Eyjamönnum og fáa fáum við skemmtilegri í heimsókn. Í hvívetna hefur hann sýnt okkur skilning og vikið að okkur hlýjum orðum og góðum gjörðum.

0-0-1 í Afríku

Þórir Guðmundsson skrifar

Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður. Þessar alþjóðlegu matarvenjur halda okkur á lífi, gefa okkur starfsorku og eiga að duga okkur til lífs. Fólkið sem ég heimsótti nýlega í Vestur-Afríku þarf líka að borða þrisvar á dag til að halda sér gangandi en getur það ekki alltaf.

Mannréttindi og mannamál

Lára Magnúsardóttir skrifar

Undanfarna tæpa tvo áratugi hef ég fengist við sagnfræðirannsóknir á hugmyndum, lögum og rétti sem lúta að því hvernig yfirvöld stýra einkalífi almennings. Árið 2007 birti ég stóra rannsókn um bannfæringu í miðaldakirkjunni en í henni lagði ég jafnframt fram aðferðafræði sem ég útbjó til þess að geta túlkað heimildirnar á skipulagðan hátt. Aðferðin lýtur að því að skilgreina hugtök réttarkerfisins nákvæmlega og í samhengi hvert við annað. Rannsóknin sýndi fram á að saman mynda hugtökin kerfi, ekki ólíkt stærðfræðiformúlu að því leyti að ef rangt er farið með eitt hugtak getur útkoman úr

Yfirstjórn upplýsingakerfa

Jón Finnbogason skrifar

Bókhaldskerfi ríkisins var mikið í umræðunni í síðustu viku eftir uppljóstranir Ríkisútvarpsins um drög að þriggja ára gamalli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þó nokkur atriði hafa þótt fara úrskeiðis við rekstur og þróun kerfisins og ábyrgð á því virðist lenda á milli stofnana. Greinilegt er að eftirliti hefur verið ábótavant og menn gerst uppvísir að því að draga

Ja hérna, ólýðræðisleg þjóðaratkvæðagreiðsla!

Valgerður Bjarnadóttir skrifar

Stundum verð ég orðlaus, ekki oft samt. Það gerðist þó þegar ég heyrði að formaður Sjálfstæðisflokksins teldi þjóðaratkvæðisgreiðsluna 20. október ólýðræðislega. Mér skildist að það væri vegna þess að hann teldi að stjórnarflokkarnir ætluðu að nota niðurstöðurnar til að rökstyðja það sem best hentaði stefnu þeirra.

Rekstur LSH – „talnalækningar“ eða staðreyndir?

María Heimisdóttir skrifar

Meintar „talnalækningar“ á Landspítala eru gerðar að umtalsefni í grein Guðrúnar Bryndísar Karlsdóttur í Fréttablaðinu 27. sept. sl. Þar heldur Guðrún því fram að upplýsingar um rekstrarafkomu LSH séu settar fram með villandi hætti „athugasemdalaust – endalaust“. Hún endar grein sína á að spyrja „Hver er tilgangurinn?“.

Sérstaða Íslands

Pétur Einarsson skrifar

Á þriðjudag kom út skýrsla sérfræðingahóps á vegum Evrópusambandsins sem segir að setja þurfi meiri takmarkanir á fjármálakerfið en gert er í núverandi reglum. Þannig á að koma í veg fyrir að kostnaður vegna hruns fjármálakerfis lendi á herðum almennings. Sú niðurstaða er í samræmi við skýrslur sem hafa verið gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þessar tillögur eru skref í rétta átt en engu að síður málamiðlun sem er gerð til að mæta sjónarmiðum stórra alþjóðlegra banka.

60 ára stjórnmálasamband

Hjálmar Sveinsson skrifar

Um helgina var sagt frá því að miðar á tónleika Þýsku Fílharmóníunnar í Hörpu hefðu selst upp á fáeinum mínútum. Það kemur engum á óvart. Hljómsveitin hefur mjög lengi verið á heimsmælikvarða. Hún heldur þeim kvarða uppi. Sama má segja um fjölmarga þætti þýskrar menningar, ekki síst þeirrar mikilvægu menningar sem kallast verkmenning.

Í þágu nýtingar og þröngra ráðagerða

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Ritstjóri Fréttablaðsins fagnar tillögu sjálfstæðismanna til breytinga á lögum um rammaáætlun. Leggst hann þar á árar með þeim sem fullyrða að vegna þrýstings frá Vinstri grænum hafi verið vikið í "veigamiklum atriðum“ frá þeirri forgangsröðun sem verkefnisstjórn lagði til. Það er ljóst af leiðara ritstjórans að honum er ekki ferlið kunnugt né heldur tekur hann afstöðu til veigamikilla breytinga sem lagðar eru til í frumvarpi sjálfstæðismanna.

Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu?

Þorkell Helgason skrifar

Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“

Sjá næstu 50 greinar