Illvilji Brynjar Níelsson skrifar 16. október 2012 06:00 Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar, sem sá um framkvæmd þjóðfundarins, skrifaði grein í Fréttablaðið á föstudaginn síðastliðinn og sakar mig um ósannindi og illvilja í skrifum mínum um tillögur stjórnlagaráðs og framkvæmd þjóðfundarins. Í grein minni sagði ég orðrétt: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna“. Ósannindin og illviljinn virðist hafa komið fram í þeim orðum mínum ef ég skil grein Guðrúnar rétt. En hvar liggja ósannindin og illviljinn í þessari setningu? Þjóðfundurinn var á vegum stjórnvalda, sem skipuðu stjórnlaganefnd, sem aftur sá um framkvæmd þjóðfundarins. Á hverju borði var „lóðs“ og eins og allir vita leiðir lóðsinn. Við getum svo deilt um það hvort og hvernig það hafði áhrif á umræðuna á þjóðfundinum. Ég efast ekki eitt augnablik um það að lóðsar og aðrir sem komu að framkvæmd þjóðfundarins hafi starfað að heilum hug, af einlægni og drenglyndi og reynt að gæta hlutleysis. Gagnrýni mín lýtur að fyrirkomulagi þjóðfundarins en ekki að óheiðarleika stjórnlaganefndar eða starfsmanna hennar. Það er hins vegar alltaf svo í hópavinnu að einhver er leiðandi og hefur áhrif á aðra. Um það ber þjóðfundarfulltrúum, sem ég hef rætt við, saman. Það er mín skoðun að þetta fyrirkomulag þjóðfundarins henti afar illa til að fá fram raunverulegan vilja þjóðarinnar. Kosningaþátttaka þjóðarinnar í stjórnlagaþingskosningunum endurspeglar heldur ekki vilja þjóðfundarins til að kollvarpa stjórnarskránni eins og sumir vilja túlka niðurstöðu fundarins. Guðrún Pétursdóttir virðist vera af þeirri tegund fólks sem telur að andstæðar skoðanir, við sínar eigin, megi rekja til illvilja og jafnvel mannvonsku. Slíkt fólk hefur verið meira áberandi eftir hrun bankanna en áður. Við Guðrún hljótum að geta deilt um það og hvort fyrirkomulag þjóðfundarins sé slæmt eða gott til að fá fram þjóðarvilja án þess að saka hvort annað um illvilja.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar