Einstakt og sögulegt tækifæri Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun