
Löglegt en siðlaust misrétti
Skemmst er frá því að segja að Ásatrúarfélagið tapaði því máli, en dómurinn komst þó að þeirri niðurstöðu að Jöfnunarsjóður sókna geri upp á milli trúfélaga þótt greiðslur úr sjóðnum séu ákvarðaðar með lögum.
Sum sé, löglegt en siðlaust.
Ásatrúarfélagið tók ákvörðun um að áfrýja málinu til Mannréttindadómstólsins til að freista þess að ná fram réttlæti, en nú hefur einnig það hálmstrá brugðist þar sem málinu var vísað frá dómi í byrjun október 2012.
Alltof lengi hefur Ásatrúarfélagið látið yfir sig ganga mismunun af hálfu hins opinbera og það þegjandi og hljóðalaust. Hér skal skýrt tekið fram að félagið fer aðeins fram á að jafnrétti ríki meðal landsmanna hverrar trúar sem þeir eru, eins og segir til um í stjórnarskrá og mannréttindalögum, en tekur ekki afstöðu gegn öðrum trúfélögum eða greiðslum til þeirra að neinu leyti.
Staðreyndir eru ljósar varðandi mismunun á stuðningi við landsmenn eftir því hvar í trúfélög þeir skipa sér. Því verður aldrei á móti mælt að þjóðkirkjan hefur stuðning ríkisvaldsins sem tryggir henni gífurlegar fjárhæðir í gegnum opinbera sjóði og ýmsa styrki. Allar eru þessar greiðslur komnar úr vösum skattborgaranna, þ.m.t. ásatrúarmanna og annarra þegna sem standa utan þjóðkirkjunnar.
Og nú kann einhver að draga fram þessi margnotuðu rök; „en þjóðkirkjan ber ábyrgð og skyldur gangvart öllum landsmönnum.“ Svo kann vel að vera, en það gera aðrir líka.
Þrátt fyrir að það kunni að koma illa við einhvern lesanda er það engu að síður staðreynd að talsverður hluti landsmanna kærir sig einfaldlega ekki um þjónustu þjóðkirkjunnar rétt eins og hluti landsmanna kærir sig ekki um þjónustu Ásatrúarfélagsins. Á tuttugustu og fyrstu öldinni er kominn tími til að viðurkenna þessa staðreynd og sætta sig við hana.
Fjárveitingar ríkisins skipa landsmönnum í flokka
Ásatrúarfélagið er það trúfélag sem hefur stækkað langmest undanfarin 10 ár. Það starfar á landsvísu og á miklum skyldum að gegna um dreifðar byggðir landsins. Það hefur óhjákvæmilega í för með sér gífurlegan kostnað sem erfitt er að standa undir þegar einu tekjurnar eru sóknargjöld.
Ásatrúarfélagið hefur axlað sína ábyrgð og aldrei skorast undan þjónustu við landsmenn, án tillits til þess hvort viðkomandi er skráður í Ásatrúarfélagið, þjóðkirkjuna eða er utan safnaða. Þetta hefur verið gert með gleði þrátt fyrir að goðar félagsins séu launalausir, undir talsverðu álagi og þiggi aðeins lágmarksgreiðslur fyrir athafnirnar sem þeir framkvæma.
Ásatrúarfélagið ber ábyrgð á fornum menningarverðmætum ekki síður en þjóðkirkjan. Því hlutverki hefur félagið sinnt með sóma þrátt fyrir að starfið hafi mestan part verið unnið í sjálfboðavinnu félagsmanna og við erfiðar aðstæður.
Það er vissulega erfitt að taka hverju kjaftshögginu á fætur öðru fyrir dómstólum. En þegar barist er fyrir réttlætinu gefst maður ekki upp. Við ásatrúarfólk erum íslenskir ríkisborgarar ekki síður en þeir sem skráðir eru í þjóðkirkjuna, það eru einnig þeir sem standa utan trúfélaga eða eru í öðrum minni söfnuðum.
Gleymum því aldrei að fjárveitingar eru stefnumótunartæki. Með því að styrkja einn söfnuð en svelta aðra er ríkisvaldið að taka skýra afstöðu með einni lífsskoðun og gegn annarri og við þær aðstæður ríkir ekki raunverulegt trúfrelsi í landinu. Það er ekki mikið flóknara en svo.
Skoðun

Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista?
Davíð Bergmann skrifar

Skipulagsmál á sjálfstýringu hjá meirihlutanum í Kópavogi
Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar

Vanþekking
Eymundur Eymundsson skrifar

Hvalreki eða Maybe Mútur?
Pétur Heimisson skrifar

Fyrirbyggjum áreitni og ofbeldi innan ferðaþjónustunnar
Bryndís Skarphéðinsdóttir,Margrét Wendt,Ólína Laxdal skrifar

Hittumst og ræðum um menntamál!
Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Kyrrstaða þrátt fyrir tækifæri til breytinga
Hildur Harðardóttir skrifar

Stígum öll upp úr skotgröfunum
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Átt þú barn með ADHD?
Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Transvæðingin og umræðan
Eva Hauksdóttir skrifar

Áskorun til borgarstjóra og bæjarstjóra Kópavogs
Sigurður Gylfi Magnússon skrifar

Stórtækar umbætur í fangelsismálum
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Við getum víst hindrað laxastrok
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Nýjar lausnir fyrir nýja tíma
Finnur Beck skrifar

Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika
Jódís Skúladóttir skrifar

… hver er á bakvakt?
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Lygarinn, ég?
Jón Ármann Steinsson skrifar

Nokkur orð um Sinfó
Víkingur Heiðar Ólafsson skrifar

Að verða vitni að drápi á hvalkýr og kálfi
Arne Feuerhahn skrifar

Eflum Tjarnarbíó og sjálfstæðar sviðslistir
Skúli Helgason skrifar

Ópera - framtíðin er björt!
Andri Björn Róbertsson skrifar

Þegar lítil þúfa...
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Að brenna bláa akurinn
Jón Kaldal skrifar

Mikilvægi lyfjameðferðar við ADHD
Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar

Breytum um kúrs
Sigmar Guðmundsson skrifar

Ferðarisi að laumupúkast undir fölsku nafni
Jón Ármann Steinsson skrifar