Stórbóndinn Grímsstöðum næsti forseti Íslands Guðmundur Guðmundsson skrifar 13. október 2012 06:00 Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kaup Huang Nubo á Grímsstöðum eru ekki einkamál Norðlendinga, ekki frekar en að Reykvíkingar hafi einir um framtíð Reykjavíkurflugvallar að segja. Að undanförnu hefur land skolfið undir fótum Norðlendinga. En einnig hafa margir Norðlendingar fengið kuldahroll við tilhugsunina um væntanlega undiritun samnings við kínverskan kaupahéðin um kaup hans á Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverjum er lagið að hugsa stórt og til langs tíma með hnattræna fjárfestingu í huga. Því er ólíklegt að þeir muni láta staðar numið verði kaupin á Grímsstöðum að veruleika. Hér eru engir aukvisar á ferðinni og því skal engan undra þótt almenningur hvetji til aðgæslu við samningagerðina. Veltum fyrir okkur hver geti orðið þróun íslenska þjóðfélagsins verði samningurinn undirritaður. Ÿ Kínverjar (K) munu ekki verða til viðtals um síðari tíma breytingar á undirrituðum samningi. Ÿ K. munu flytja til landsins allt það efni sem við verður komið og húsgögn til bygginga sinna, ásamt vinnuafli til langframa. Til flutninganna munu þeir nýta eiginn flugvéla-og farskipakost ásamt því að flytja ferðamenn að heiman og heim. Ÿ Á tíu ára fresti, næstu 50 árin, munu K. bjóða landsmönnum tugi milljarða til framkvæmda í dreifbýlinu, s .s. til hafnargerðar, flugvalla, hótela og virkjana, auk vegagerðar. Ÿ Þannig eignast þeir m.a. verðmæt landsvæði fyrir sveltandi og landsnauða kínverska bændur, allan kvóta sjávarútvegins og svæði til rekstrar stórtækrar fiskiræktar í fjörðum landsins. Ÿ Íslendingum mun fækka á næstu áratugum, aðallega um miðja öldina, en þá mun bresta á fólksflótti frá landinu. Tímasetningin helst í hendur við aukin tök kínverskra stjórnvalda á íslenska þjóðlífinu sem gefur þeim vald til að flytja til landsins nokkra tugi þúsunda landbúnaðarverkafólks til stórfellrar framleiðslu á matvælum. Ÿ Er líður á öldina mun meiri hluti landsmanna verða kominn af innflytjendum í 2. eða 3. ættlið og þeir því verma helstu valdastóla íslensks samfélags, s.s.á alþingi og í stjórnarráði. Ÿ Erlendum ferðamönnum, öðrum en frá Kína, mun fækka eftir að K. hafa náð tangarhaldi á ferðaskrifstofum og hótelum landsins. Ÿ Að 99 árum liðnum mun þjóðin hafa gleymt hver á landið sem K. tóku á leigu á sínum tíma enda verða K þá búnir að ná yfirráðum yfir atvinnulífinu í landinu. Ÿ Verklýðsfélög verða aflögð en stjórn sérhvers fyrirtækis mun ákveða launakjör starfsmanna sinna. Ÿ Kínverskan, sú sem yfirstéttin í Peking talar, mun þá fá sama vægi og íslenskan í skólakerfinu. Saga lands og þjóðar verður kennd í skötulíki miðað við það sem áður var, þar sem hún hefur að mestu vikið fyrir árþúsunda sögu heimsveldisins. Þingeyingar hafa verið sómi þjóðarinnar, sverð hennar og skjöldur, um aldir. Síst vil ég trúa þeim til að verða fyrstir landsmanna til að hvetja til að reistur verði minnisvarði um yfirtöku heimsveldis á heimahögumþeirra, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þróun íslensks þjóðfélags um aldir. Svo mikill er glampinn í augum sumra fylgismanna samningsgerðarinnar að engu er líkara en að þeir geti hugsað sér Huang Nubo sem næsta húsbónda að Bessastöðum. Fullyrða má að hnignun íslenska þjóðfélagsins hefjist er Huang Nubo tekur fyrstu skóflustunguna að höfuðbóli sínu að Grímsstöðum á Fjöllum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun