Hvað er klám og hvar drögum við mörkin? Guðbjartur Hannesson skrifar 13. október 2012 06:00 Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk? Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heiminum er umfangsmikill, veltir gríðarlegum fjármunum og eftirspurnin er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðendur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklæddar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í landinu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaupstefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og einhverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsanlega gerir stór hluti landsmanna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmyndum kynjanna hvoru um annað? Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann notaði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem teknar voru í Marokkó í kringum aldamótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim tilgangi að selja og veita kynferðislega örvun. Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verkfæri fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin. Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkamar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gefast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga? Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klámvæðingunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Klám er bannað á Íslandi samkvæmt lögum. Þrátt fyrir það blasir klámfengið efni víða við í blöðum og tímaritum, auglýsingum og kvikmyndum, tónlistarmyndböndum og á vefsíðum sem beinlínis dreifa klámi. Hvernig stendur á því að klám er jafn útbreitt og raun ber vitni? Hafa yfirvöld gefist upp í baráttunni gegn því og er það orðið viðtekið? Á að láta klámvæðinguna, sem verður sífellt áleitnari í daglegu lífi okkar, afskiptalausa eða á að skera upp herör gegn henni ekki síst til að verja börn fyrir óæskilegum ranghugmyndum um samskipti kynjanna og kynlíf? Þurfum við að verja okkur, eldri sem yngri, fyrir efni sem særir siðferðiskennd okkar og veldur hugarangri? Gott samstarf hefur náðst milli þjóða í baráttu við klám þar sem börn eru viðfangsefnið. Hvað eftir annað hefur tekist að uppræta klámhringi sem bæði framleiða klámefni með börnum og dreifa því. Slík starfsemi á auðvitað ekki að líðast en þarf ekki líka samkomulag um að sporna við klámvæðingu í almannarýminu og setja skýr og ákveðin mörk? Stórt er spurt en minna er um svör. Klámiðnaðurinn í heiminum er umfangsmikill, veltir gríðarlegum fjármunum og eftirspurnin er greinilega fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum hugðust klámframleiðendur halda kaupstefnu á Íslandi. Þar átti að kynna framleiðsluna, kaupa og selja, auk þess sem léttklæddar stúlkur áttu að vera með í för. Mikil mótmælaalda reis í landinu því mjög margir Íslendingar vildu ekki slíka landkynningu og fannst heimsóknin óviðeigandi. Þær raddir heyrðust einnig sem vildu leyfa kaupstefnuna og varð hörð umræða í netheimum þar sem þeim sem mótmæltu henni var jafnvel hótað ofbeldi og einhverju þaðan af verra. Þetta voru athyglisverð viðbrögð sem sýndu að umræðan er eldfim. Því miður skorti á eftirfylgni við að fræða og ræða hvar við viljum draga mörkin. Hugsanlega gerir stór hluti landsmanna sér ekki grein fyrir því hve aðgengi að klámi er auðvelt bæði fyrir börn og fullorðna, hvað þá að fólk almennt átti sig á því hve gróft og ofbeldisfullt það getur verið. Norræn könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum sýndi að klámnotkun drengja hér á landi er mjög mikil meðan stúlkur virðast hafa lítinn áhuga á því. Hvaða áhrif hefur þetta á hugarfar drengja og hvaða misræmi skapast í hugmyndum kynjanna hvoru um annað? Hvað telst vera klám í dag? Fer þröskuldur þess sem við teljum klám sífellt lækkandi vegna þess að við verðum æ ónæmari fyrir því? Listmálarinn Erró gerði eitt sinn myndaröð þar sem hann notaði gamlar ljósmyndir af nöktum eða hálfnöktum stúlkum sem teknar voru í Marokkó í kringum aldamótin 1900. Þær myndir töldust klám á sínum tíma og voru seldar með leynd. Við kippum okkur varla upp við slíkar myndir í dag enda er gengið sífellt lengra við að nota og misnota mannslíkamann í þeim tilgangi að selja og veita kynferðislega örvun. Stór hluti þess klámefnis sem er á boðstólum einkennist af því að konur eru eins og hvert annað verkfæri fyrir karla, þeir eru virkir og hafa valdið, þær láta gera við sig nánast hvað sem er, hvenær sem er. Klám er því eitt af því sem ýtir undir vald karla yfir konum um leið og það sýnir karla oft eins og dýr og niðurlægir þar með bæði kynin. Þrjú ráðuneyti í samvinnu við Háskóla Íslands boða nú til ráðstefnu 16. október um klám, áhrif þess og útbreiðslu sem og mismunandi birtingarmyndir kynjanna í þeim tilgangi að opna og efla umræðuna og skoða málið frá ýmsum hliðum. Við viljum átta okkur betur á því hvernig eigi að bregðast við. Viljum við sporna við þeirri þróun að fólk og líkamar séu eins og hver önnur söluvara sem svívirða má hvernig sem er eða viljum við treysta mannhelgi og mannöryggi? Ætlum við að gefast upp fyrir þeim gróðaöflum og hluta netheimsins sem nærist á ofbeldi eða efla kynjajafnrétti og gagnkvæma virðingu milli kynjanna eða annarra hópa sem í hlut eiga? Ég hvet til hreinskiptinnar umræðu um aðgengi að klámi í íslensku samfélagi, áhrif þess á viðhorf drengja og stúlkna og kynhegðun almennt, hugsanleg bein áhrif á ofbeldi, mansal og annars konar misbeitingu. Hvernig getum við brugðist við og a.m.k. varið börnin okkar fyrir klámvæðingunni?
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar