Eru allir öryrkjar fatlaðir? Helga Björk Grétudóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Nokkrir félagar úr Aðgerðahópi háttvirtra öryrkja hafa að undanförnu hist vikulega til að ræða ýmis hagsmunamál öryrkja. Eitt af því sem verið hefur í brennidepli er spurningin hvort allir þeir sem fengið hafa 75% örorkumat teljist fatlaðir og falli þar með undir lög um málefni fatlaðs fólks og lög um réttindagæslumann fatlaðs fólks. Hugtakið fatlaður eða fatlað fólk er vandmeðfarið, ekki síst þegar að lagasetningu kemur. Þegar rætt er um fatlaðan einstakling kemur upp í huga margra mynd af líkamlega fötluðum einstaklingi, jafnvel einhverjum sem situr í hjólastól eða einstaklingi sem er fæddur með fötlun, t.d. þroskaskerðingu. Færri gera sér grein fyrir því að fötlun getur verið afleiðing slysa eða veikinda og getur verið bæði líkamlegs og andlegs eðlis. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks frá 1992 nr. 59 2. júní 2. grein hljóðar skilgreiningin á fötlun svo: Einstaklingur á rétt á þjónustu samkvæmt lögum þessum sé hann með andlega eða líkamlega fötlun og þarfnist sérstakrar þjónustu og stuðnings af þeim sökum. Hér er átt við þroskahömlun, geðfötlun, hreyfihömlun, sjón- og heyrnarskerðingu. Enn fremur getur fötlun verið afleiðing af langvarandi veikindum, svo og slysum. Einnig má benda á skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, en samkvæmt henni getur fólk verið fatlað á margan hátt: á líkamlegan eða andlegan hátt, vegna taugalegs skaða, læknisfræðilegra aðstæðna eða vandamála af geðrænum toga. Á skilgreiningin við um tímabundið jafnt sem viðvarandi ástand. Við lestur þessara skilgreininga vaknar óhjákvæmilega upp sú spurning hvort öryrkjar falli undir lög um málefni fatlaðs fólks, þar sem skilgreining laganna nær yfir allar meginorsakir þess að fólk fær örorkumat. Það er að okkar mati mikilvægt að hafa þessa skilgreiningu á hreinu, því lög um málefni fatlaðs fólks eiga að tryggja fötluðu fólki ýmis réttindi og lögbundna þjónustu. Hins vegar er hægt að velta því fyrir sér hvort löggjafinn hafi haft ákveðna hópa í huga fremur en aðra þegar lögin voru samin og hvort lögbundin þjónusta sé miðuð við þarfir þessara hópa. Að okkar mati hallar á þá sem eiga við geðsjúkdóma að stríða, þegar kemur að réttindum og þjónustu við fatlað fólk. Einnig þá sem fengið hafa metna 75% örorku vegna langvarandi sjúkdóma og eiga við jafnvel ýmis geðræn vandamál að stríða af þeim sökum. Okkur finnst nokkuð vanta upp á það að öryrkjar almennt njóti þeirra réttinda sem lögin eiga að tryggja. Ef fyllsta jafnréttis og jafnræðis á að vera gætt ætti aldrei að leika nokkur vafi á því hverjir falla undir lög um málefni fatlaðs fólk eða hverjir eiga rétt á aðstoð réttindagæslumanns fatlaðs fólk. Við bendum á tilvik þar sem öryrkja, sem óskaði eftir aðstoð réttindagæslumanns, var vísað frá á þeim forsendum að flestiröryrkjar væru fullfærir um að gæta réttinda sinna sjálfir. Það væri sannarlega óskandi að svo væri, en því miður er raunveruleikinn annar. Sem dæmi má nefna að ýmis geðræn vandamál öryrkja, svo sem kvíði, þunglyndi og áfallastreituröskun, geta gert að verkum að fólk er alls ófært um að takast á við ýmis vandamál sem koma upp og getur jafnvel ekki sinnt heimilishaldi og innkaupum. Spurningin er hvort lögbundin þjónusta sé einnig í boði fyrir fólk sem á við slík vandamál að stríða. Að lokum er vert að velta því fyrir sér hvort öryrkjar séu almennt nógu meðvitaðir um réttindi sín og hvernig staðið sé að ráðgjöf og upplýsingamiðlun til öryrkja af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Örorka er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga, lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjónustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Svo og öll önnur úrræði eða afsláttarkjör, sem gætu létt undir með öryrkjum, sem þurfa oftar en ekki að horfast í augu við fjárhagslegt áfall í kjölfar örorkumats. Betur má ef duga skal.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun