Nýtum tækifæri til þjóðfélagsbreytinga! Guðmundur Vignir Óskarsson skrifar 16. október 2012 06:00 Á laugardaginn gefst þjóðinni einstakt tækifæri til að marka sína framtíð með því að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrár Íslands. Enginn ætti að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara sem ábyrgur þjóðfélagsþegn. Látum ekki andvaraleysi ráða ferðinni á tímamótum sem þessum. Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki fullkomnar, frekar en önnur mannanna verk, en mikilvægt skref í því að breyta leikreglum samfélagsins og koma á nýjum samfélagssáttmála og grundvallarlögum þar sem margvíslegar úrbætur eru gerðar í þágu almannahagsmuna. Engar breytingar verða án einhverrar áhættu en stærsta hættan liggur í óbreyttu ástandi að mínu mati. Sérhagsmunir hafa ráðið allt of miklu á kostnað hagsmuna almennings allt frá lýðveldisstofnun. Eftir efnahagshrunið 2008 og þær skelfilegu afleiðingar sem af því hlutust fyrir heimilin í landinu og athafnalíf var gerð krafa á stjórnvöld um að lærdómur yrði dreginn af og gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Búsáhaldabyltingin spratt upp úr þessum jarðvegi með skýrar kröfur um úrbætur m.a. að sett yrði ný stjórnarskrá sem almennur stuðningur væri við. Í júní 2010 hófst ferlið þegar Alþingi skipaði stjórnlaganefnd til að undirbúa endurbætur á stjórnarskránni og haldinn var þjóðfundur í nóvember 2010. Þjóðfundurinn markaði tímamót með aðkomu almennings, en hann sóttu um eitt þúsund einstaklingar valdir með slembiúrtaki af öllu landinu, frá 18 ára til 91 árs og jöfn kynjaskipting. Stjórnlagaráð tók við niðurstöðum þjóðfundarins og vann m.a. úr tillögur að stjórnarskrá. Mikil þjóðfélagsgerjun spratt upp 2008 og var m.a. haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll í nóvember 2009 á vegum áhugafólks um endurskoðun stjórnarskrár (Mauraþúfan). Fundinn sóttu um eitt þúsund manns og reyndist síðar hafa verið góð æfing fyrir eiginlegan þjóðfund 2010. Mér er afar minnisstæð eftirfarandi reynsla sem borðstjóri (lóðs) á fundinum. Einn af átta borðfélögum mínum var öldruð kona sem átti við öndunarfærasjúkdóm að glíma sem aftraði henni þó ekki frá því að mæta á þjóðfundinn, þrátt fyrir að eiga í verulegum erfiðleikum með gang og þurfti á súrefniskút að halda. Í umræðunni við borðið var hún enginn eftirbátur annarra og miðlaði þeim yngri af þekkingu sinni og lífsreynslu og hlustaði á sjónarmið yngra fólksins af áhuga. Mikil og frjó umræða ólíkra einstaklinga átti sér stað sem skilaði sér í sameiginlegri niðurstöðu. Leikreglan var að hlusta, setja málefnalega fram sitt sjónarmið en tala ekki sjónarmið annarra niður. Slík samræða er andstæð þeirri umræðuhefð sem við þekkjum og hefur komið í veg fyrir að mörg framfaramál hafi náð fram að ganga. Þessi reynsla er mér ofarlega í huga þegar gert er lítið úr aðkomu og áhuga almennings á nýrri stjórnarskrá. Endurskoðun stjórnarskrárinnar felur í sér ómetanlegt tækifæri fyrir þjóðina til að færa leikreglur samfélagsins til nútíma vegar, bæði hvað varðar rétt og skyldur þjóðfélagsþegnanna auk þess að auka ábyrgð og skapa nauðsynlegt traust. Þó margt hafi færst til betri vegar frá hruninu blasir enn við fólki margvíslegt óréttlæti. Við hrunið hvarf að mestu traust almennings á stjórnvöldum, Alþingi og stofnunum samfélagsins, stjórnsýslunni, dómstólunum og forystu vinnumarkaðarins. Forsvarsmenn fyrirtækja og banka sem almenningur telur að beri hvað mesta ábyrgð á hruninu fara frjálsir um og standa enn í miklum viðskipum og víða má greina merki spillingar. Óánægja almennings með ógagnsæi er hrópandi. Reglulega berast fréttir af ofurlaunum skilanefnda á vegum hins opinbera, stórfelldar afskriftir banka til fyrirtækja og einstaklinga án nægjanlegra opinberra upplýsinga þar um. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn færir þjóðinni von um langþráðar þjóðfélagsumbætur. Í fyrstu spurningunni verður kosið um samfélagssáttmála með aðkomu þjóðarinnar og birtist í tillögu stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Aðrar spurningar eru um náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign verði í þjóðareign, um afstöðu til þjóðkirkjunnar og réttindi annarra trúarhópa og þeirra sem án trúar eru, persónukjör í auknum mæli sem m.a. er ætlað að draga úr ofurvaldi stjórnmálaflokka, um jöfnun atkvæða kjósenda í landinu og að almenningur geti krafist bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Með nýrri stjórnarskrá verður valdið fært til almennings sem á að vera í bílstjórasætinu um mótun samfélagsins en fagmennirnir, s.s. lögfræðingar, til tæknilegrar aðstoðar en ekki öfugt en í því hefur legið m.a. ákveðin samfélagsleg brotalöm. Það er vandað ferli að baki sem er þjóðinni til sóma og spurningar sem kjósendum er ætlað að svara ágætlega skýrar. Nýtum einn dýrmætasta rétt sem hver þjóðfélagsþegn hefur til að hafa áhrif á hvernig samfélagi við, börnin okkar og barnabörnin komum til með að búa í. Orð eins og „Löglegt en siðlaust" eiga þá vonandi ekki lengur við heldur gildi þjóðfundarins, heiðarleiki, virðing, jafnrétti, ábyrgð, réttlæti og lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á laugardaginn gefst þjóðinni einstakt tækifæri til að marka sína framtíð með því að taka þátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um endurskoðun stjórnarskrár Íslands. Enginn ætti að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara sem ábyrgur þjóðfélagsþegn. Látum ekki andvaraleysi ráða ferðinni á tímamótum sem þessum. Tillögur stjórnlagaráðs eru ekki fullkomnar, frekar en önnur mannanna verk, en mikilvægt skref í því að breyta leikreglum samfélagsins og koma á nýjum samfélagssáttmála og grundvallarlögum þar sem margvíslegar úrbætur eru gerðar í þágu almannahagsmuna. Engar breytingar verða án einhverrar áhættu en stærsta hættan liggur í óbreyttu ástandi að mínu mati. Sérhagsmunir hafa ráðið allt of miklu á kostnað hagsmuna almennings allt frá lýðveldisstofnun. Eftir efnahagshrunið 2008 og þær skelfilegu afleiðingar sem af því hlutust fyrir heimilin í landinu og athafnalíf var gerð krafa á stjórnvöld um að lærdómur yrði dreginn af og gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Búsáhaldabyltingin spratt upp úr þessum jarðvegi með skýrar kröfur um úrbætur m.a. að sett yrði ný stjórnarskrá sem almennur stuðningur væri við. Í júní 2010 hófst ferlið þegar Alþingi skipaði stjórnlaganefnd til að undirbúa endurbætur á stjórnarskránni og haldinn var þjóðfundur í nóvember 2010. Þjóðfundurinn markaði tímamót með aðkomu almennings, en hann sóttu um eitt þúsund einstaklingar valdir með slembiúrtaki af öllu landinu, frá 18 ára til 91 árs og jöfn kynjaskipting. Stjórnlagaráð tók við niðurstöðum þjóðfundarins og vann m.a. úr tillögur að stjórnarskrá. Mikil þjóðfélagsgerjun spratt upp 2008 og var m.a. haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll í nóvember 2009 á vegum áhugafólks um endurskoðun stjórnarskrár (Mauraþúfan). Fundinn sóttu um eitt þúsund manns og reyndist síðar hafa verið góð æfing fyrir eiginlegan þjóðfund 2010. Mér er afar minnisstæð eftirfarandi reynsla sem borðstjóri (lóðs) á fundinum. Einn af átta borðfélögum mínum var öldruð kona sem átti við öndunarfærasjúkdóm að glíma sem aftraði henni þó ekki frá því að mæta á þjóðfundinn, þrátt fyrir að eiga í verulegum erfiðleikum með gang og þurfti á súrefniskút að halda. Í umræðunni við borðið var hún enginn eftirbátur annarra og miðlaði þeim yngri af þekkingu sinni og lífsreynslu og hlustaði á sjónarmið yngra fólksins af áhuga. Mikil og frjó umræða ólíkra einstaklinga átti sér stað sem skilaði sér í sameiginlegri niðurstöðu. Leikreglan var að hlusta, setja málefnalega fram sitt sjónarmið en tala ekki sjónarmið annarra niður. Slík samræða er andstæð þeirri umræðuhefð sem við þekkjum og hefur komið í veg fyrir að mörg framfaramál hafi náð fram að ganga. Þessi reynsla er mér ofarlega í huga þegar gert er lítið úr aðkomu og áhuga almennings á nýrri stjórnarskrá. Endurskoðun stjórnarskrárinnar felur í sér ómetanlegt tækifæri fyrir þjóðina til að færa leikreglur samfélagsins til nútíma vegar, bæði hvað varðar rétt og skyldur þjóðfélagsþegnanna auk þess að auka ábyrgð og skapa nauðsynlegt traust. Þó margt hafi færst til betri vegar frá hruninu blasir enn við fólki margvíslegt óréttlæti. Við hrunið hvarf að mestu traust almennings á stjórnvöldum, Alþingi og stofnunum samfélagsins, stjórnsýslunni, dómstólunum og forystu vinnumarkaðarins. Forsvarsmenn fyrirtækja og banka sem almenningur telur að beri hvað mesta ábyrgð á hruninu fara frjálsir um og standa enn í miklum viðskipum og víða má greina merki spillingar. Óánægja almennings með ógagnsæi er hrópandi. Reglulega berast fréttir af ofurlaunum skilanefnda á vegum hins opinbera, stórfelldar afskriftir banka til fyrirtækja og einstaklinga án nægjanlegra opinberra upplýsinga þar um. Þjóðaratkvæðagreiðslan á laugardaginn færir þjóðinni von um langþráðar þjóðfélagsumbætur. Í fyrstu spurningunni verður kosið um samfélagssáttmála með aðkomu þjóðarinnar og birtist í tillögu stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Aðrar spurningar eru um náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign verði í þjóðareign, um afstöðu til þjóðkirkjunnar og réttindi annarra trúarhópa og þeirra sem án trúar eru, persónukjör í auknum mæli sem m.a. er ætlað að draga úr ofurvaldi stjórnmálaflokka, um jöfnun atkvæða kjósenda í landinu og að almenningur geti krafist bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Með nýrri stjórnarskrá verður valdið fært til almennings sem á að vera í bílstjórasætinu um mótun samfélagsins en fagmennirnir, s.s. lögfræðingar, til tæknilegrar aðstoðar en ekki öfugt en í því hefur legið m.a. ákveðin samfélagsleg brotalöm. Það er vandað ferli að baki sem er þjóðinni til sóma og spurningar sem kjósendum er ætlað að svara ágætlega skýrar. Nýtum einn dýrmætasta rétt sem hver þjóðfélagsþegn hefur til að hafa áhrif á hvernig samfélagi við, börnin okkar og barnabörnin komum til með að búa í. Orð eins og „Löglegt en siðlaust" eiga þá vonandi ekki lengur við heldur gildi þjóðfundarins, heiðarleiki, virðing, jafnrétti, ábyrgð, réttlæti og lýðræði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun