Fleiri fréttir

Ný viðhorf á fjarskiptamarkaði

Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Síminn fagnar umræðu um fjarskiptamarkaðinn vegna þess að hún snertir þjóðarhag. Almennur skilningur á hraðri þróun fjarskipta er mikilvægur fyrir ákvarðanir á þessu sviði.

Kosið um málefni eða traust?

Stefán Gíslason skrifar

Nú er sá tími þegar frambjóðendur kynna sig og ræða við kjósendur um helstu áherslur sínar í aðdraganda forsetakosninga. Í samtölum við fólk hef ég orðið var við að sumum finnast áherslurnar óljósar, menn treysti svo sem alveg þessu fólki, en stefnumálin séu bara ekki nógu skýr. En hvers konar stefnumál er tekist á um í kosningum sem þessum?

Eru óverðtryggð íbúðalán varasamari en önnur lán?

Agnar Tómas Möller skrifar

Á árunum 2008 til 2011 urðu íbúðareigendur á Íslandi, sem höfðu skuldsett sig í verðtryggðum krónum, almennt fyrir miklu fjárhagslegu áfalli þegar kom saman lækkun á verði fasteigna og hækkun á höfuðstól lána vegna verðbólgu sem uppsöfnuð nam 29% á þessum þremur árum. Nánar tiltekið þá lækkaði raunverð íbúða á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu um 35% frá janúar 2008 til 2011, á sama tíma og raunlaun lækkuðu um 10%. Þetta var tvöfalt högg er kom illa við marga, enda ljóst að margir hafa þurft aðstoð við að standa í skilum hvort sem er með afskriftum, greiðsluaðlögun eða úttektum úr séreignasparnaði.

Kjósum með hjartanu

Natan Kolbeinsson skrifar

Mikið hefur verið um það að fólk ætli sér að kjósa Ólaf Ragnar eða Þóru til þess eins að tryggja það að hinn komist ekki í stól forseta. Þessi hugsun hefur gert það að verkum að aðrir frambjóðendur fá ekkert fylgi því fólk sér það ekki sem raunhæfan kost.

Úttekt á samfélagslegum þáttum fiskveiðistjórnunar

Fiskveiðar hafa frá landnámi verið mikilvægar fyrir afkomu Íslendinga. Sjósókn var og er ein af undirstöðugreinum þjóðarinnar og það er ljóst að sá auður sem orðið hefur til við nýtingu á gæðum sjávar hefur skipt sköpum til að bæta lífsskilyrði landsmanna.

Um Sp Kef

Ari Teitsson skrifar

Það mun hafa verið á fyrstu mánuðum ársins 2010 sem tekin var ákvörðun um að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur undir merkjum Sp Kef. Ákvörðunin byggðist m.a. á áformum um endurreisn sparisjóðanna sem samþykkt voru á Alþingi. Sparisjóður Keflavíkur starfrækti afgreiðslur á Suðurnesjum, á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og í Húnaþingi vestra og var þjónusta hans metin viðkomandi byggðum mikilvæg.

Snjóhengja sparifjáreigenda

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi.

Til Heiðu

Edda Jónasdóttir skrifar

Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til að standa vörð um persónulega hagsmuni segir þú í grein þinni "Til kjósenda“ í Fréttablaðinu 17. maí. En eruð þið ekki að berjast fyrir persónulegum hagsmunum hótelbyggjanda í Kvosinni? Kjósendur hafa verið að skrifa vegna baráttunnar um að ekki rísi risahótel við Austurvöll, Ingólfstorg og Fógetagarðinn og að tónlistarsalurinn Nasa verði ekki rifinn. Engin svör hafa fengist önnur en þau að málið sé í ákveðnum farvegi. Þó hef ég heyrt haft eftir fulltrúum ykkar að húsin við Vallarstræti munu ekki halda sinni upprunalegu mynd og að þarna muni rísa hótel.

Jarðgöng: Fjarðarheiðin bíður enn

Þorvaldur Jóhannsson skrifar

Fjarðarheiði er fjallvegur á milli Héraðs og Seyðisfjarðar um 25 km. Hann teygir sig upp í 620 metra hæð og eru alls 10 km af leiðinni í yfir 600 metrum. Hann er því skiljanlega oft erfiður yfirferðar, sérlega í vetrarveðrum, og uppfyllir alls ekki ásættanlegar öryggiskröfur. Hann er eina akfæra leiðin að og frá Seyðisfirði og sem slíkur eini áætlunar-tengivegur Íslands við Evrópu og svo hefur verið í um 37 ár, en siglingar Smyril-Line hófust sumarið 1975.

Herdís, einmitt

Ólína Þóra Friðriksdóttir skrifar

Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja.

Fordómar fjúka ef þeim er sleppt

Héðinn Unnsteinsson skrifar

Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni ?látum fordómana fjúka?. Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Margrét Halldórsóttir, sjómannskona á Ísafirði og skrifa

Í umræðu undanfarna daga um sjávarútvegsfrumvörpin tvö, sem nú eru til umfjöllunar á Alþingi, hefur mér verið verulega misboðið. Ég hef auðvitað skoðun á frumvörpunum, sem ég ætla ekki að tíunda hér, en það sem mér hefur misboðið er umfjöllun um sjómennina okkar. Ég er gift sjómanni, heiðarlegum sjómanni sem greiðir skatta sína og sinnir skyldum sínum, líkt og allir þeir sjómenn sem ég þekki. Oft hefur maður lesið eitthvað misjafnt í netheimum en reynt að leiða það hjá sér. Þegar ráðamenn þessarar þjóðar eru hinsvegar líka farnir að tala niður til þeirra þá finnst mér ég ekki geta orða bundist lengur. Að halda því fram að sjómenn hafi verið þvingaðir til að mæta til mótmæla á Austurvelli og hafi verið þar á fullu kaupi er fyrir neðar allar hellur og ber vott um fáfræði um það hvernig laun sjómanna eru til komin.

Við viljum nýjan forseta!

Elín Káradóttir og Hrafnkell Lárusson skrifar

Þann 30. júní nk. kjósa landsmenn sér forseta til næstu fjögurra ára. Forsetakosningar snúast um það hvaða frambjóðanda kjósendur telja vænlegastan, út frá áherslum og persónueinkennum, til að sinna skyldum forsetaembættisins svo sómi sé af. Forsetakosningar verða hins vegar að vera hafnar yfir pólitíska flokkadrætti og eiga því ekki að snúast um ágreiningsmál á hinu pólitíska sviði, mál sem vissulega eru umræðunnar virði en eru ekki á forræði forsetaembættisins. Til að undirstrika þetta má geta þess að við sem skrifum þessa grein höfum mjög ólíkar skoðanir á stjórnmálum, en það truflar okkur ekki við að standa saman að þessari grein.

LÍÚ gefur ASÍ afsökun fyrir aðgerðaleysi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Fundir útvegsmanna og sjómanna í vikunni voru afar gagnlegir en róðrarstöðvunin var misráðin rétt eins og það var hjá Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir aldarfjórðungi að tilkynna um verkfall frá ríkisstjórnarfundum til að knýja á um aukin útgjöld.

Batinn rækilega staðfestur

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar

Stuðningsgrein: Við getum brotið blað í sögunni.

Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Í umræðunni að undanförnu um forsetaembættið hefur ómaklega verið vegið að fjölskylduaðstæðum eins frambjóðandans. Viðlíka raddir heyrðust einnig í forsetakosningunum árið 1980. Í báðum tilfellum beindist gagnrýnin að kvenkynsframbjóðendum og hvernig þær hyggðust takast á við skyldur forseta, Vigdís Finnbogadóttir sem einstæð móðir og Þóra Arnórsdóttir sem margra barna móðir. Nú er það ekki svo að frambjóðendur hafi alltaf verið með maka sér við hlið eða barnlausir. Engu að síður virðast órtrúlega margir vera þeirrar skoðunar að kona sem á þrjú ung börn hljóti að eiga í erfiðleikum með að sinna forsetaembættinu.

„Öllu er hagrætt í burtu“

Svavar Gestsson skrifar

Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum.

Hjálpum fólki í neyð

Kristján Sturluson skrifar

Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátækasta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri.

Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði

Björn Einarsson skrifar

Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur.

Stórt skref í rétta átt

Þórarinn Guðjónsson skrifar

Föstudaginn 18. maí kynnti ríkisstjórnin fjárfestingaáætlun 2013-2015. Áætlunin er framsækin og mun efla innviði atvinnusköpunar, rannsókna og samgangna á Íslandi. Fjárfestingaráætlunin tekur á mörgum þáttum svo sem ferðaþjónustu, skapandi greinum, grænu hagkerfi, samgöngum, vísindum og nýsköpun. Í raun má segja að þetta verði eitt mikilvægasta skrefið í upprisu landsins eftir hrun og því afar mikilvægt að áætlunin gangi eftir.

Sagan og efndirnar

Þorvaldur Jóhannsson skrifar

Margt hefur verið sagt og fært á prent um jarðgöng, forgangsröðun og þýðingu þeirra fyrir nærliggjandi byggðir landshluta og þjóðina síðustu árin. Skoðanir og áherslur eru mismunandi og fara þá ekki alltaf saman eftir því hvar í landshlutum einstaklingar búa sem þær setja fram. Eitt eru menn þó sammála um og það er að jarðgöng í gegnum fjöll við t.d. þéttbýli sem losa umferð yfir erfiða fjallvegi eru nauðsynleg og þjóðhagslega hagkvæm. Jarðgangagerð á Íslandi þó ung sé hefur sýnt fram á að svo er.

Fiskurinn verður alltaf veiddur!

Jón Gröndal skrifar

Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á kveinstöfum útgerðarmanna þessa dagana við að verja arðinn sinn. Þeir hika ekki við að beita fyrir sig sjómönnum, landverkafólki, þjónustuaðilum sjávarútvegsins og jafnvel barnakennurum. Það vakti athygli um daginn hversu mjög skuldsett mörg útgerðarfyrirtæki eru og hve stór hluti kvótans er veðsettur útlendingum. Skiptir öllu máli hver veiðir fiskinn? Halda menn að fiskurinn fái að synda óáreittur um íslenska lögsögu þótt stóru útgerðarfyrirtækin taki hann ekki. Staðsetning landsins og miðanna gerir það að verkum að það verður alltaf hagkvæmast og verðmætast að verka fiskinn á Íslandi. Skiptir höfuðmáli hver landar fiskinum?

Í kosningamánuði

Hannes Pétursson skrifar

Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Grímsson verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kennivald, en erum bjartsýnir, treystum því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbýista) til þessa verkefnis sem annarra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nánustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins.

...að vita meira í dag en í gær

Birna Þórarinsdóttir skrifar

Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni.

Óverðtryggð lán

Halldór I. Elíasson skrifar

Á forsíðu Fréttablaðsins 4. júní er viðtal við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þar sem hann varar við óverðtryggðum húsnæðislánum. Því vil ég fagna, þótt einungis sé hálf sagan sögð, eins og vikið skal að síðar. Raunar virðast aðaláhyggjur framkvæmdastjórans stafa af því að ÍLS sé alls ekki samkeppnisfær við bankana sem fjármagna útlán sín með ódýrum innlánum (hár vaxtamunur). Áhyggjur hans eru eðlilegar og raunar hlýtur maðurinn að hafa samviskubit, að hann skuli þurfa að gefa út sérstök ríkisskuldabréf í þessu skyni, þrátt fyrir góðan vilja ríkissjóðs að greiða háa vexti.

Þess vegna kýs ég Hannes Bjarnason

Guðný Jóhannesdóttir skrifar

Undanfarnar vikur hef ég velt því mjög fyrir mér hver skuli fá atkvæði mitt í komandi forsetakosningum. Lengi vel velti ég því fyrir mér að láta þær hreinlega fram hjá mér fara en sem lýðsræðislega þenkjandi manneskja vissi ég svo sem að það myndi ég ekki gera, ekki nema þá að ég færi og skilaði auðu.

Það er gaman að taka þátt

Alma Auðunsdóttir skrifar

Íþróttaiðkun mín hófst á æfingum í frjálsum íþróttum hjá Íþróttafélagi Miklaholtshrepps (íM). Æfingarnar voru í boði einu sinni í viku yfir sumartímann á glæsilegum íþróttavelli við félagsheimilið Breiðablik. Þarna hittust allir krakkarnir í sveitinni og æfðu hlaup, stökk og köst.

Forseti sem þorir

Eirún Sigurðardóttir skrifar

Allir sem lifa, upplifa tíma breytinga og óvissu. Við getum ekki vitað um allt það óvænta sem lífið hefur uppá að bjóða. En við vitum að í lífinu þarf að þora; þora að vera til og takast á við breytingar; skapa nýja tíma. Það má deila um tilgang forsetaembættisins. En embættið er staðreynd og það hefur áhrif á samfélagið sem við lifum í en einnig út fyrir það, eins og sannaðist þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosin forseti Íslands árið 1980, fyrsta allra kvenna til þess að gegna embætti þjóðkjörins leiðtoga.

Vafasöm vigtun sjávarafla

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag.

Íslenskt táknmál – jafnrétthátt íslenskunni

Valgerður Stefánsdóttir skrifar

Halldór Ólafsson, táknmálstalandi nemandi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslustundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni.

Forsetavaldið

Skúli Magnússson skrifar

Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“.

„Öllu er hagrætt í burtu“

Svavar Gestsson skrifar

Orðið byggðastefna þýðir í eyrum margra ný uppbygging úti á landi. Af fréttum síðustu daga er ljóst að það má ekki vera raunverulegt og tæmandi innihald. Byggðastefna þarf nefnilega líka að fjalla um það sem er til og er lágmarksforsenda þess að byggð haldist við í landinu. Það þarf til dæmis greinilega að setja viðmið um lágmarksbankaþjónustu fyrir svæði. En þetta á að sjálfsögðu líka við um almannaþjónustu af öðru tagi eins og skóla og heilbrigðisþjónustu. Vegasamgöngur á vetrum.

Þegar hátt er reitt til höggs

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Útvegsmenn hafa reitt hátt til höggs undanfarnar vikur og kosta nú óbilgjarnan og villandi áróður gegn áformum löglega kjörinna stjórnvalda um að breyta stjórn fiskveiða og innheimta eðlilegt og réttlátt veiðigjald af útgerðum fyrir afnot af auðlind í eigu þjóðarinnar.

Rangfærslum framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs svarað

Helgi Teitur Helgason skrifar

Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs hefur bæði í viðtali við vefritið Smuguna 1. júní og Fréttablaðið 4. júní rangtúlkað stöðu á íbúðalánamarkaði með þeim hætti að ekki er hægt að láta því ósvarað.

Gjá milli þjóðar og útvegsmanna

Gunnar Skúli Ármannsson og Helga Þórðardóttir skrifar

Útvegsmenn, landssamband þeirra og viðhengi hafa stundað grímulausan áróður gegn veiðileyfagjaldinu með öllum tiltækum ráðum. Það auglýsingaflóð hefur sjálfsagt kostað skildinginn. Núna ætla þeir að binda flotann við bryggju. Hvað gera þeir næst?

Skemmdarverk

Skúli Helgason skrifar

Landssamband íslenskra útvegsmanna beitir nú grimmum skæruhernaði gagnvart löngu tímabærum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Alþýðusamband Íslands hefur bent á að þær aðgerðir LÍÚ að kyrrsetja fiskveiðiflotann við bryggju alla vikuna séu ólöglegar og feli í sér alvarlegt brot á samskiptareglum á vinnumarkaði.

Tímamót í fangelsismálum

Ögmundur Jónasson skrifar

Bygging nýs fangelsis á Hólmsheiði mun marka tímamót í sögu fangelsismála á Íslandi. Síðasta sérsmíðaða fangelsið á Íslandi, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg, var reist og tekið í gagnið árið 1875, fyrir tæplega 140 árum síðan. Fangelsið á Litla-Hrauni var upphaflega byggt sem sjúkrahús fyrir Suðurland en hætt var við þau áform. Landstjórnin keypti bygginguna árið 1929 og breytti í fangelsi eða "letigarð fyrir slæpingja og landshornamenn“ eins og lesa má um í þingskjölum þess tíma.

Með þökk fyrir allt

Bergur Ebbi Benediktsson skrifar

Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt.

Geta allir grætt á Húnavallaleið?

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Möguleg stytting Hringvegarins um 14 km fram hjá Blönduósi hefur verið kölluð Húnavallaleið. Leiðin tekur af einn hættulegasta kafla Hringvegarins í Langadal. Austur-Húnvetningar hafa lagst gegn henni, sérstaklega Blönduósingar. Telja þeir að þeir tapi á því að Hringvegurinn verði ekki í gegnum bæinn vegna minni þjónustusölu og fleira. Segjum sem svo að það sé rétt þó um það megi deila.

Foreldrafirring er alvarlegt ofbeldi

Heimir Hilmarsson skrifar

Í fréttum RÚV, 2. júní sl., var frétt með fyrirsögninni "Foreldrafirringarheilkennið ekki til“ og vitnað í Hrefnu Friðriksdóttur, formann nefndar á vegum innanríkisráðuneytis sem fjallaði um barnalög, sem sagði ekki vísindalega sannað að sjúkdómshugtakið foreldrafirringarheilkenni (Parent Alienation Syndrome) væri til.

Er barnið þitt með fælni?

Íris Stefánsdóttir skrifar

Nú þegar sumarið er komið halda börnin út í sumarævintýrin með sól í hjarta og bros á vör. Við gerum sennilega flest ráð fyrir því að svona gangi þetta fyrir sig, að börn leiki glaðleg og frjálsleg úti á sumrin. Þannig er því sjálfsagt farið með flest börn en ekki öll.

Nýr Landspítali – Leiðréttingar Ingólfs

Guðlaugur Gauti Jónsson skrifar

Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, skrifar grein í Fréttablaðið þann 1. júní sl. með nafninu Guðlaugur Gauti leiðréttur. Ég leitaði logandi ljósi að leiðréttingum Ingólfs en fann ekki. Greinin gefur þó tilefni til að gera betur grein fyrir þáttum sem skipta máli.

Tökum gestasprettinn

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Það er gott að fá gesti í heimsókn. Það rekur okkur til hreingerninga og tiltektar. Orðið gestasprettur vísar til þeirra skyndiþrifa sem jafnan eru undanfari gestakomu. Miðborgin er vettvangur tæplega eitt þúsund rekstraraðila og um níu þúsund íbúa. Auk þess sækja tugþúsundir miðborgina heim vikulega, á sumum helgum allt að eitt hundrað þúsund manns, og eru gestir þá iðulega eigi einhamir, í stífu föruneyti Bakkusar konungs. Skrautlegt er jafnan um að litast eftir útihátíðir helganna í miðborginni. Fnæsandi vélsópar gera sitt besta, en það dugir skammt.

Látum fordómana fjúka!

Guðrún Runólfsdóttir skrifar

Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál.

Ný barnalög í augsýn

Ögmundur Jónasson skrifar

Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska.

Sjá næstu 50 greinar