Óverðtryggð lán Halldór I. Elíasson skrifar 8. júní 2012 06:00 Á forsíðu Fréttablaðsins 4. júní er viðtal við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þar sem hann varar við óverðtryggðum húsnæðislánum. Því vil ég fagna, þótt einungis sé hálf sagan sögð, eins og vikið skal að síðar. Raunar virðast aðaláhyggjur framkvæmdastjórans stafa af því að ÍLS sé alls ekki samkeppnisfær við bankana sem fjármagna útlán sín með ódýrum innlánum (hár vaxtamunur). Áhyggjur hans eru eðlilegar og raunar hlýtur maðurinn að hafa samviskubit, að hann skuli þurfa að gefa út sérstök ríkisskuldabréf í þessu skyni, þrátt fyrir góðan vilja ríkissjóðs að greiða háa vexti. Meginástæða skrifa minna er hins vegar athugasemd af minni hálfu fyrir nokkrum mánuðum í grein í Mbl. í þá veru að nú sé góður tími til að leggja niður ÍLS. Þótt ekki væri þar útskýrt hvers vegna leggja skuli ÍLS niður, þá mátti ráða af samhenginu að lífeyrissjóðirnir ásamt bönkunum ráði fullkomlega við að veita öll íbúðalán. Auk þess hefur lengi verið vitað að ÍLS er gjaldþrota. Það er rétt eftir athyglissjúkum alþingismönnum, nú þegar áróðurinn er gegn verðtryggðum lánum, að leggja ÍLS þær skyldur á herðar að veita óverðtryggð lán. Er ekki vaxtakostnaður ríkissjóðs orðin nægjanlega hár? Hin hliðin á óverðtryggðu lánunum snýr að því hvað gerist þegar verðbólgan lækkar en hækkar ekki eins og framkvæmdastjórinn víkur að. Raunar hefur fjármálaheimurinn verið að bíða eftir styrkingu gengis krónunnar, auknum kaupmætti og lækkun verðbólgu. Ríkisstjórnin hefur sýnt mjög ákveðinn vilja til að halda okkur í stöðugu ástandi fast við botn efnahagslægðarinnar. Þess vegna mun ástandið ekki batna meðan hún ræður ríkjum. Nú sér hins vegar fyrir endann á því og þá gæti fjárfesting farið af stað og gengið farið að styrkjast. Þá hafa bankarnir enn eftir nokkur ár í að unnt sé að segja upp óverðtryggðum útlánum og raunvaxtakostnaður lántaka vex mikið. Það kemur illa við þá alla, ekki bara þá sem „spenntu bogann of hátt" eins og framkvæmdastjórinn nefnir. Það er raunar þessi framtíðarsýn sem hvetur bankana til óverðtryggðra útlána á vöxtum sem breytast ekki í 3 til 5 ár. Þessir vextir eru raunar ekki hátt yfir verðbólgu núna (raunvextir ekki háir), en það er ekki verðbólgan núna sem skiptir máli, heldur væntanleg verðbólga næstu árin. Þannig ættu lögin að skylda Seðlabankann til að hugsa í stað þess að byggja á vitleysu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins 4. júní er viðtal við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, þar sem hann varar við óverðtryggðum húsnæðislánum. Því vil ég fagna, þótt einungis sé hálf sagan sögð, eins og vikið skal að síðar. Raunar virðast aðaláhyggjur framkvæmdastjórans stafa af því að ÍLS sé alls ekki samkeppnisfær við bankana sem fjármagna útlán sín með ódýrum innlánum (hár vaxtamunur). Áhyggjur hans eru eðlilegar og raunar hlýtur maðurinn að hafa samviskubit, að hann skuli þurfa að gefa út sérstök ríkisskuldabréf í þessu skyni, þrátt fyrir góðan vilja ríkissjóðs að greiða háa vexti. Meginástæða skrifa minna er hins vegar athugasemd af minni hálfu fyrir nokkrum mánuðum í grein í Mbl. í þá veru að nú sé góður tími til að leggja niður ÍLS. Þótt ekki væri þar útskýrt hvers vegna leggja skuli ÍLS niður, þá mátti ráða af samhenginu að lífeyrissjóðirnir ásamt bönkunum ráði fullkomlega við að veita öll íbúðalán. Auk þess hefur lengi verið vitað að ÍLS er gjaldþrota. Það er rétt eftir athyglissjúkum alþingismönnum, nú þegar áróðurinn er gegn verðtryggðum lánum, að leggja ÍLS þær skyldur á herðar að veita óverðtryggð lán. Er ekki vaxtakostnaður ríkissjóðs orðin nægjanlega hár? Hin hliðin á óverðtryggðu lánunum snýr að því hvað gerist þegar verðbólgan lækkar en hækkar ekki eins og framkvæmdastjórinn víkur að. Raunar hefur fjármálaheimurinn verið að bíða eftir styrkingu gengis krónunnar, auknum kaupmætti og lækkun verðbólgu. Ríkisstjórnin hefur sýnt mjög ákveðinn vilja til að halda okkur í stöðugu ástandi fast við botn efnahagslægðarinnar. Þess vegna mun ástandið ekki batna meðan hún ræður ríkjum. Nú sér hins vegar fyrir endann á því og þá gæti fjárfesting farið af stað og gengið farið að styrkjast. Þá hafa bankarnir enn eftir nokkur ár í að unnt sé að segja upp óverðtryggðum útlánum og raunvaxtakostnaður lántaka vex mikið. Það kemur illa við þá alla, ekki bara þá sem „spenntu bogann of hátt" eins og framkvæmdastjórinn nefnir. Það er raunar þessi framtíðarsýn sem hvetur bankana til óverðtryggðra útlána á vöxtum sem breytast ekki í 3 til 5 ár. Þessir vextir eru raunar ekki hátt yfir verðbólgu núna (raunvextir ekki háir), en það er ekki verðbólgan núna sem skiptir máli, heldur væntanleg verðbólga næstu árin. Þannig ættu lögin að skylda Seðlabankann til að hugsa í stað þess að byggja á vitleysu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar