Látum fordómana fjúka! Guðrún Runólfsdóttir skrifar 5. júní 2012 06:00 Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. Segjum sem svo, að frænka mín greindist með krabbamein. Það yrði rætt um á milli flestra í ættinni eins og ekkert væri. Alls ekkert feimnismál þar á ferðum. En ef frænka mín hefði greinst með geðsjúkdóm af alvarlegum toga, myndi fólk almennt ekki vita hvernig það ætti að bregðast við og í raun verða ansi vandræðalegt þegar sjúkdómur hennar kæmi til tals. Málið er að t.d. minn geðsjúkdómur og flestir aðrir eru líffræðilegir, alveg nákvæmlega eins og krabbamein. Geðraskanir eru meðal algengustu sjúkdóma sem hrjá þjóðina, einkum ungt fólk og aldraða. Þeir valda sennilega meira vinnutapi og kostnaði fyrir samfélagið en flestir aðrir sjúkdómaflokkar. Geðsjúkdómar eru svo algengir en samt er svo sorglega lítið talað um þá. Nú er árið 2012 og það er ótrúlegt að enn séu svo miklir fordómar í gangi. Ranghugmyndir fólks um að geðdeildir séu eins og í bandarískum bíómyndum (til dæmis One Flew Over the Cuckoo?s Nest). Langir hvítir gangar, einangrunarklefar, spennitreyjur og strangir læknar og hjúkkur. Þetta var það sem kom upp í huga minn áður en ég var lögð inn. En ég get fullvissað ykkur um að svo er alls ekki. En þið þarna úti, sem eigið ástvini með geðsjúkdóma af einhverju tagi eða glímið við þá sjálf, munið að stuðningur vina og fjölskyldu er ómetanlegur. Það er líka mikil hjálp í boði á Íslandi, geðdeildir spítalanna, fyrir alla aldurshópa. Stundum eru lyf göldrum líkust og sálfræðimeðferðir gagnast fjölmörgum. Það er hægt að lifa í sátt og samlyndi við geðsjúkdóma. Nú er kominn tími á breytingar. Breytum viðhorfum okkar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar