Í kosningamánuði Hannes Pétursson skrifar 8. júní 2012 06:00 Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Grímsson verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kennivald, en erum bjartsýnir, treystum því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbýista) til þessa verkefnis sem annarra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nánustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins. Eitt varpar þó skugga á starf samtakanna: Forsetinn hefur viðurkennt að á útrásaröld hafi klókir fésýslumenn „misnotað forsetaembættið". Af þeirri ástæðu vakna spurningar: Hvernig fóru þeir að því? Misnotuðu þeir síma embættisins og tölvur, bifreiðar þess og risnu? Gátu þeir misnotað forsetaembættið án þess að misnota forsetann sjálfan? Nei, það gátu þeir ekki. Forsetinn hefur því hlotið að vera verkfæri í höndum fépúkanna, en sá þegar ballið var búið að hann hafði hlaupið á sig. Og skellti skuld á „embættið" eins og væri það óhlutbundin stærð, kom sér ekki til að játa beinum orðum að sá sem fór með forsetaembættið hefði verið misnotaður. Ekki minnumst við þess að nokkur annar forseti íslenzka lýðveldisins hafi þurft að viðurkenna að á sinni vakt væri æðsta embætti þjóðarinnar misnotað. En svo vel vill til að þetta telst styrkleikamerki, því hinn telefóníski útvarpsmaður, Pétur Gunnlaugsson á Sögu, mælir mjög fyrir endurkjöri Ólafs Ragnars Grímssonar á þeirri forsendu „að þjóðin vilji sterkan forseta". Og ef einhver þekkir hjörtun og nýrun símleiðis þá er það Pétur. Reyndar á hann hér úr vöndu að ráða að einu leyti. Hann hefur nefnilega dögum oftar horn í síðu útlendinga sem hingað leita, ég tala nú ekki um séu þeir óskírðir til kristinnar trúar. Sögu-Pétur verður því heldur betur að gæta tungu sinnar þar sem er frú Dorrit Moussaieff. Hún er óbeinlínis í framboði líka, ef ekki beinlínis, sbr. fyrirtækið „Ólafur & Dorrit". Og annar heitur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, guðfræðingurinn Jón Valur Jensson, ætti einnig að vara sig á því að halda Nýja testamentinu mikið að frúnni, það er trúvillurit, fyrir hennar fólki lýkur hinni einu og sönnu Biblíu á punktinum aftan við Gamla testamentið. Við sem vinnum að tilnefningu Ólafs Ragnars Grímssonar til friðarverðlauna Nóbels vonum að sjálf kosningabarátta hans núna eftir sextán ára setu í embætti spilli á engan hátt fyrir. Ekki mátti miklu muna þegar forsetinn afréð að klæðast leðjugallanum í upphafi baráttunnar, því óvíst er að hann komist nokkurn tíma úr honum aftur, hvernig sem hann að venju hagar svip eftir sveitum og seglum eftir vindi. Kannski hefur hann fyrir bragðið tapað kosningunum nú þegar á vissan hátt, þótt hann næði endurkjöri. Á hinn bóginn dáumst við að þeim tveimur meginviðmiðum sem leynast undir niðri í öllum framboðsræðum hans, ávörpum og svörum. Þau viðmið endurspegla annars vegar frægt tilsvar í mannkynssögunni: „Ríkið, það er ég!", hins vegar hvatningarorð lausnarans í Mattheusarguðspjalli: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Hannes Pétursson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum nokkrir sem vinnum að því saman með hægð og lagni að Ólafur Ragnar Grímsson verði tilnefndur til friðarverðlauna Nóbels fyrstur Íslendinga. Að sjálfsögðu skortir okkur kennivald, en erum bjartsýnir, treystum því að þegar nær dregur hafi forsetahjónin þá sem endranær nógan mannskap erlendis (lobbýista) til þessa verkefnis sem annarra hluta í framdráttarskyni, allt frá kokkaþáttum í sjónvarpi upp í Davos-ráðstefnur hákapítalistanna. Við í hópnum gerum því skóna að tilnefningin gleðji ekki sízt nánustu trúnaðarvini forsetans í Hinu íslenzka fræðafélagi hrunsins, til að mynda ritstjóra Morgunblaðsins. Eitt varpar þó skugga á starf samtakanna: Forsetinn hefur viðurkennt að á útrásaröld hafi klókir fésýslumenn „misnotað forsetaembættið". Af þeirri ástæðu vakna spurningar: Hvernig fóru þeir að því? Misnotuðu þeir síma embættisins og tölvur, bifreiðar þess og risnu? Gátu þeir misnotað forsetaembættið án þess að misnota forsetann sjálfan? Nei, það gátu þeir ekki. Forsetinn hefur því hlotið að vera verkfæri í höndum fépúkanna, en sá þegar ballið var búið að hann hafði hlaupið á sig. Og skellti skuld á „embættið" eins og væri það óhlutbundin stærð, kom sér ekki til að játa beinum orðum að sá sem fór með forsetaembættið hefði verið misnotaður. Ekki minnumst við þess að nokkur annar forseti íslenzka lýðveldisins hafi þurft að viðurkenna að á sinni vakt væri æðsta embætti þjóðarinnar misnotað. En svo vel vill til að þetta telst styrkleikamerki, því hinn telefóníski útvarpsmaður, Pétur Gunnlaugsson á Sögu, mælir mjög fyrir endurkjöri Ólafs Ragnars Grímssonar á þeirri forsendu „að þjóðin vilji sterkan forseta". Og ef einhver þekkir hjörtun og nýrun símleiðis þá er það Pétur. Reyndar á hann hér úr vöndu að ráða að einu leyti. Hann hefur nefnilega dögum oftar horn í síðu útlendinga sem hingað leita, ég tala nú ekki um séu þeir óskírðir til kristinnar trúar. Sögu-Pétur verður því heldur betur að gæta tungu sinnar þar sem er frú Dorrit Moussaieff. Hún er óbeinlínis í framboði líka, ef ekki beinlínis, sbr. fyrirtækið „Ólafur & Dorrit". Og annar heitur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, guðfræðingurinn Jón Valur Jensson, ætti einnig að vara sig á því að halda Nýja testamentinu mikið að frúnni, það er trúvillurit, fyrir hennar fólki lýkur hinni einu og sönnu Biblíu á punktinum aftan við Gamla testamentið. Við sem vinnum að tilnefningu Ólafs Ragnars Grímssonar til friðarverðlauna Nóbels vonum að sjálf kosningabarátta hans núna eftir sextán ára setu í embætti spilli á engan hátt fyrir. Ekki mátti miklu muna þegar forsetinn afréð að klæðast leðjugallanum í upphafi baráttunnar, því óvíst er að hann komist nokkurn tíma úr honum aftur, hvernig sem hann að venju hagar svip eftir sveitum og seglum eftir vindi. Kannski hefur hann fyrir bragðið tapað kosningunum nú þegar á vissan hátt, þótt hann næði endurkjöri. Á hinn bóginn dáumst við að þeim tveimur meginviðmiðum sem leynast undir niðri í öllum framboðsræðum hans, ávörpum og svörum. Þau viðmið endurspegla annars vegar frægt tilsvar í mannkynssögunni: „Ríkið, það er ég!", hins vegar hvatningarorð lausnarans í Mattheusarguðspjalli: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld."
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar