Með þökk fyrir allt Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. júní 2012 09:45 Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á árunum undir lok og fljótt eftir seinna stríð fæddist það fólk sem hefur byggt upp Ísland nútímans. Þetta fólk, sem sleit barnskóm sínum á sama tíma og lýðveldið okkar, er af þeirri kynslóð sem man eftir skorti, haftastefnu, harmonikkuböllum og síðar bítlum, verbúðum, námsmannabyltingum og þeirri tilfinningu að sitja við kertaljós í skammdeginu og finna eplalykt á jólum. Við eigum þessu fólki margt að þakka. Kannski of margt. Þetta er kynslóðin sem færði okkur Þorskastríðin og kvótakerfið. Afnám gjaldeyrishafta og upptöku þeirra aftur. Þetta er kynslóðin sem á 7. áratugnum krafðist náms- og íbúðarlána til handa ungu fólki sem eru lífsgæði sem ungt fólk nýtur enn í dag (að vísu með því skilyrði að þurfa að greiða lánin aftur blikk blikk), kynslóðin sem kom okkur í EES, Schengen og næstum í Öryggisráðið, kynslóðin sem færði okkur litasjónvarp og rauðsokkubyltinguna. Þetta er kynslóðin sem fékk þá hugmynd að Ísland gæti orðið alþjóðleg fjármálamiðstöð en líka þá hugmynd að framtíð þjóðarinnar lægi í refarækt, kynslóðin sem færði okkur hugmyndina um að best væri að sökkva hálendinu en líka hugmyndina um að við þyrftum að bjarga því aftur. Þetta er kynslóðin sem breytti Sjálfstæðisflokknum úr síldarslorugum Dunhill hatti yfir í Hugo Boss (og aftur til baka), Framsóknarflokknum úr lopa í flís og Alþýðuflokknum úr bláum galla verkamannsins yfir í ný föt keisarans. Þetta er kynslóðin sem afnam skatta á blaðið en setti nýja á skaftið. Þetta er kynslóðin sem færði okkur lausnirnar og vandamálin, hugsjónir og skipbrot þeirra, hlýja drauma en líka hljóð vekjaraklukkunnar. Þetta er gott fólk. Þetta er kynslóð foreldra minna. Þetta er fólkið sem ól okkur upp og ég er fullur þakklætis. Þau hafa stjórnað okkur svo lengi og hringlað svo oft í heimsmynd okkar að við erum næstum orðin háð því að hafa þau yfir okkur. En nú er þetta komið gott. Við megum ekki gleyma því, við unga fólk á öllum aldri, að við ráðum framtíð okkar. Ég meina þetta af einlægni: Ég vil þakka þér fyrir þjónustuna Ólafur Ragnar Grímsson. Sem þakklætisvott kýs ég Þóru Arnórsdóttur sem forseta Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun