Ný viðhorf á fjarskiptamarkaði Sævar Freyr Þráinsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Síminn fagnar umræðu um fjarskiptamarkaðinn vegna þess að hún snertir þjóðarhag. Almennur skilningur á hraðri þróun fjarskipta er mikilvægur fyrir ákvarðanir á þessu sviði. Það er rétt hjá ritstjóra Fréttablaðsins að gamla ímyndin, sem enn loðir við, um Símann sem ráðandi risa á markaðnum, á ekki lengur við. Staðan er gjörbreytt frá því sem var fyrir 5 – 10 árum. Og hrakspár um slæmar afleiðingar frelsis á fjarskiptamarkaði innan ramma opinbers eftirlits hafa ekki gengið eftir. Síminn hefur raunar lengi metið það svo að samkeppnin væri mun meiri en haldið hefur verið fram og að markaðshlutdeild ein og sér sé ekki fullnægjandi mælikvarði á innbyrðis stöðu fyrirtækja á markaðnum, eins og komið hefur á daginn. Meira jafnvægi milli keppinauta, blómleg samkeppni og hröð tækniþróun eru vissulega einkenni á stöðunni í dag. Það sem vantar inn í myndina er sú staðreynd að fjarskiptamarkaðurinn í heild sinni á Íslandi hefur ekki verið að vaxa. Þvert á móti er það svo að markaðurinn hefur dregist saman um rúm 18% frá árinu 2007 til ársins 2011 sé leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Þetta kann að koma ýmsum á óvart vegna þess að athyglin er mest á ýmis konar tæknibreytingum og framförum í fjarskiptaþjónustu. Tekjusamdrátturinn á sér margar orsakir en hann er bagalegastur fyrir þær sakir að fjárfestingarþörfin í fjarskiptageiranum er mikil. Það er gríðarlega þýðingarmikið að henni sé sinnt eigi Íslendingar að halda góðri samkeppnisstöðu í háhraðanettengingu, flutningsgetu og verðlagningu. Frelsi til samkeppniSamkeppniseftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og Póst- og fjarskiptastofnunar hefur verið mjög virkt samkvæmt fjarskiptalögum og samkeppnislögum frá því einokun var aflétt og frelsi í fjarskiptum innleitt 1998. Meginhlutverkið var að koma á aðgangi að fjarskiptanetum Símans fyrir nýja aðila. Víðtækar aðgangskvaðir, gagnsæi, jafnræði, bókhaldslegur aðskilnaður, kostnaðarbókhald og eftirlit með gjaldskrá hafa verið verkfærin í þessari viðleitni. Síminn kvartar ekki yfir þessu aðhaldi enda um að ræða almennar aðgerðir gagnvart fyrrverandi ríkisfyrirtækjum sem hafa verið svipaðs eðlis um alla Evrópu. Á hinn bóginn er það svo að þegar virk samkeppni hefur skotið rótum er eðlilegt að takmörkunum á frelsi til þess að mæta samkeppni sé aflétt. Sérstakar ráðstafanir samkeppnisyfirvalda og eftirlitsaðila til þess að auðvelda aðkomu og vöxt smærri fyrirtækja að mörkuðum sem áður voru undir einokunarstarfsemi eru í eðli sínu tímabundnar. Þeim hlýtur að ljúka þegar skilyrði hafa skapast fyrir varanlega samkeppni. Það er kominn tími til að Síminn fái að takast á við samkeppnisaðila sína á jafnréttisgrundvelli. Fjarskiptamarkaði er í raun skipt upp í nokkra sjálfstæða markaði samkvæmt Evrópustöðlum. Til að mynda farsímamarkað, talsímamarkað, internetmarkað o.s.frv. Líta ber á hvern markað sérstaklega þegar rætt er um samkeppni, en hér á landi er ýmist litið á heildarstyrkleika á fjarskiptamarkaði eða á einstökum markaði. Það fer gegn viðurkenndum leikreglum. Í ljósi hraðrar þróunar er eðlilegt að gera kröfu til þess að eftirlitsaðilar styðjist við reglulegar markaðsgreiningar og fylgist náið með því hvað taldar séu bestu aðferðir og kerfi í starfsemi fjarskiptafyrirtækja á alþjóðavettvangi. Áætlaður hæfilegur líftími markaðsgreininga á þessu sviði er ca. 2-3 ár. Það vantar talsvert á að slíku verklagi sé fylgt á Íslandi, sem í versta falli leiðir til rangra ályktana. FramtíðarmarkmiðAlmennt má segja að of mikið sé horft aftur í tímann og of lítið til framtíðar. Það sem fjarskiptamarkaðurinn þarf á að halda er að lagðar séu línur um æskilega samkeppnishegðun og sett upp framtíðarmarkmið. Síminn hefur komið sér upp samkeppnisréttaráætlun og vinnur markvisst að því að mennta starfsfólk sitt í samkeppnismálum. Mikill fengur væri í því ef samkeppnisyfirvöld gerðu meira af því að veita leiðbeiningar til fyrirtækja í stað þess að fordæma einungis háttsemi eftir á en víkja sér undan beiðni um leiðbeiningar fyrirfram. Framundan er mikil breyting i fjarskiptaheiminum. Talbundin starfsemi, sem hefur verið helsta tekjuuppspretta fjarskiptafyrirtækja, er að gefa eftir fyrir gagnaflutningi og bandbreiddarþörfin er að vaxa hröðum skrefum. Íslensk fjarskiptafyrirtæki miða starfsemi sína nú alfarið við innanlandsmarkað, en á sama tíma er samkeppni að aukast erlendis frá, sérstaklega frá fyrirtækjum eins og Microsoft, Apple og Google, sem eru í vaxandi mæli að bjóða upp á internetþjónustu, talsíma- og sjónvarpsþjónustu á Íslandi. Slík samkeppni skapar neytendum og fyrirtækjum tækifæri, en er um leið ýmsum vandkvæðum bundin, varðandi til dæmis skattgreiðslur til íslenska ríkisins og greiðslur til rétthafa á efni sem dreift er eftir þessum leiðum. Og hún getur dregið úr tekjumöguleikum fjarskiptafyrirtækja sem standa frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf í kerfum sem internetfyrirtækin nota til starfsemi sinnar. Síminn mun halda áfram fjárfestingum í Ljósneti og farsímakerfum, 3 G og 4 G, og tryggja það að Ísland verði áfram í fremstu röð í bandbreiðum fjarskiptum og háhraðanettengingum í heiminum. Enda þótt fjárhagsstaða Skipta, móðurfélags Símans, sé erfið, þá er metnaður samstæðunnar mikill til þess að halda uppi alhliða fjarskiptaþjónustu á öllu landinu. Nauðsynlegt er að umhverfi fjarskiptamarkaðarins sé þannig að hvati til fjárfestinga sé fyrir hendi og þær hafi möguleika til þess að bæta þjóðarhag og skila eigendum arði. Rannsóknir sýna að fjárfestingar í fjarskiptum auka hagsæld og hagvöxt og eru taldar vera með arðsömustu langtímafjárfestingum sem völ er á. Allir þurfa að sameinast um að markmið fjarskiptaáætlunar ríkisins náist og átta sig á því að fjarskipti eru í eðli sínu umhverfisvæn og stuðla að hagsæld. Þannig er það til dæmis viðtekið að 1% aukning í breiðbandsuppbyggingu eykur þjóðarframleiðslu um 0.1%. Umræða um fjarskiptamarkaðinn er af hinu góða og þar eiga framtíðarmarkmiðin að vera í fyrirrúmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Hrakspárnar sem ekki rættust Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. 7. júní 2012 06:00 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Síminn fagnar umræðu um fjarskiptamarkaðinn vegna þess að hún snertir þjóðarhag. Almennur skilningur á hraðri þróun fjarskipta er mikilvægur fyrir ákvarðanir á þessu sviði. Það er rétt hjá ritstjóra Fréttablaðsins að gamla ímyndin, sem enn loðir við, um Símann sem ráðandi risa á markaðnum, á ekki lengur við. Staðan er gjörbreytt frá því sem var fyrir 5 – 10 árum. Og hrakspár um slæmar afleiðingar frelsis á fjarskiptamarkaði innan ramma opinbers eftirlits hafa ekki gengið eftir. Síminn hefur raunar lengi metið það svo að samkeppnin væri mun meiri en haldið hefur verið fram og að markaðshlutdeild ein og sér sé ekki fullnægjandi mælikvarði á innbyrðis stöðu fyrirtækja á markaðnum, eins og komið hefur á daginn. Meira jafnvægi milli keppinauta, blómleg samkeppni og hröð tækniþróun eru vissulega einkenni á stöðunni í dag. Það sem vantar inn í myndina er sú staðreynd að fjarskiptamarkaðurinn í heild sinni á Íslandi hefur ekki verið að vaxa. Þvert á móti er það svo að markaðurinn hefur dregist saman um rúm 18% frá árinu 2007 til ársins 2011 sé leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Þetta kann að koma ýmsum á óvart vegna þess að athyglin er mest á ýmis konar tæknibreytingum og framförum í fjarskiptaþjónustu. Tekjusamdrátturinn á sér margar orsakir en hann er bagalegastur fyrir þær sakir að fjárfestingarþörfin í fjarskiptageiranum er mikil. Það er gríðarlega þýðingarmikið að henni sé sinnt eigi Íslendingar að halda góðri samkeppnisstöðu í háhraðanettengingu, flutningsgetu og verðlagningu. Frelsi til samkeppniSamkeppniseftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og Póst- og fjarskiptastofnunar hefur verið mjög virkt samkvæmt fjarskiptalögum og samkeppnislögum frá því einokun var aflétt og frelsi í fjarskiptum innleitt 1998. Meginhlutverkið var að koma á aðgangi að fjarskiptanetum Símans fyrir nýja aðila. Víðtækar aðgangskvaðir, gagnsæi, jafnræði, bókhaldslegur aðskilnaður, kostnaðarbókhald og eftirlit með gjaldskrá hafa verið verkfærin í þessari viðleitni. Síminn kvartar ekki yfir þessu aðhaldi enda um að ræða almennar aðgerðir gagnvart fyrrverandi ríkisfyrirtækjum sem hafa verið svipaðs eðlis um alla Evrópu. Á hinn bóginn er það svo að þegar virk samkeppni hefur skotið rótum er eðlilegt að takmörkunum á frelsi til þess að mæta samkeppni sé aflétt. Sérstakar ráðstafanir samkeppnisyfirvalda og eftirlitsaðila til þess að auðvelda aðkomu og vöxt smærri fyrirtækja að mörkuðum sem áður voru undir einokunarstarfsemi eru í eðli sínu tímabundnar. Þeim hlýtur að ljúka þegar skilyrði hafa skapast fyrir varanlega samkeppni. Það er kominn tími til að Síminn fái að takast á við samkeppnisaðila sína á jafnréttisgrundvelli. Fjarskiptamarkaði er í raun skipt upp í nokkra sjálfstæða markaði samkvæmt Evrópustöðlum. Til að mynda farsímamarkað, talsímamarkað, internetmarkað o.s.frv. Líta ber á hvern markað sérstaklega þegar rætt er um samkeppni, en hér á landi er ýmist litið á heildarstyrkleika á fjarskiptamarkaði eða á einstökum markaði. Það fer gegn viðurkenndum leikreglum. Í ljósi hraðrar þróunar er eðlilegt að gera kröfu til þess að eftirlitsaðilar styðjist við reglulegar markaðsgreiningar og fylgist náið með því hvað taldar séu bestu aðferðir og kerfi í starfsemi fjarskiptafyrirtækja á alþjóðavettvangi. Áætlaður hæfilegur líftími markaðsgreininga á þessu sviði er ca. 2-3 ár. Það vantar talsvert á að slíku verklagi sé fylgt á Íslandi, sem í versta falli leiðir til rangra ályktana. FramtíðarmarkmiðAlmennt má segja að of mikið sé horft aftur í tímann og of lítið til framtíðar. Það sem fjarskiptamarkaðurinn þarf á að halda er að lagðar séu línur um æskilega samkeppnishegðun og sett upp framtíðarmarkmið. Síminn hefur komið sér upp samkeppnisréttaráætlun og vinnur markvisst að því að mennta starfsfólk sitt í samkeppnismálum. Mikill fengur væri í því ef samkeppnisyfirvöld gerðu meira af því að veita leiðbeiningar til fyrirtækja í stað þess að fordæma einungis háttsemi eftir á en víkja sér undan beiðni um leiðbeiningar fyrirfram. Framundan er mikil breyting i fjarskiptaheiminum. Talbundin starfsemi, sem hefur verið helsta tekjuuppspretta fjarskiptafyrirtækja, er að gefa eftir fyrir gagnaflutningi og bandbreiddarþörfin er að vaxa hröðum skrefum. Íslensk fjarskiptafyrirtæki miða starfsemi sína nú alfarið við innanlandsmarkað, en á sama tíma er samkeppni að aukast erlendis frá, sérstaklega frá fyrirtækjum eins og Microsoft, Apple og Google, sem eru í vaxandi mæli að bjóða upp á internetþjónustu, talsíma- og sjónvarpsþjónustu á Íslandi. Slík samkeppni skapar neytendum og fyrirtækjum tækifæri, en er um leið ýmsum vandkvæðum bundin, varðandi til dæmis skattgreiðslur til íslenska ríkisins og greiðslur til rétthafa á efni sem dreift er eftir þessum leiðum. Og hún getur dregið úr tekjumöguleikum fjarskiptafyrirtækja sem standa frammi fyrir mikilli fjárfestingarþörf í kerfum sem internetfyrirtækin nota til starfsemi sinnar. Síminn mun halda áfram fjárfestingum í Ljósneti og farsímakerfum, 3 G og 4 G, og tryggja það að Ísland verði áfram í fremstu röð í bandbreiðum fjarskiptum og háhraðanettengingum í heiminum. Enda þótt fjárhagsstaða Skipta, móðurfélags Símans, sé erfið, þá er metnaður samstæðunnar mikill til þess að halda uppi alhliða fjarskiptaþjónustu á öllu landinu. Nauðsynlegt er að umhverfi fjarskiptamarkaðarins sé þannig að hvati til fjárfestinga sé fyrir hendi og þær hafi möguleika til þess að bæta þjóðarhag og skila eigendum arði. Rannsóknir sýna að fjárfestingar í fjarskiptum auka hagsæld og hagvöxt og eru taldar vera með arðsömustu langtímafjárfestingum sem völ er á. Allir þurfa að sameinast um að markmið fjarskiptaáætlunar ríkisins náist og átta sig á því að fjarskipti eru í eðli sínu umhverfisvæn og stuðla að hagsæld. Þannig er það til dæmis viðtekið að 1% aukning í breiðbandsuppbyggingu eykur þjóðarframleiðslu um 0.1%. Umræða um fjarskiptamarkaðinn er af hinu góða og þar eiga framtíðarmarkmiðin að vera í fyrirrúmi.
Hrakspárnar sem ekki rættust Fréttablaðið hefur undanfarna daga birt fréttir um stöðu mála á fjarskiptamarkaði, upp úr svokallaðri tölfræðiskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar. 7. júní 2012 06:00
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun