Vafasöm vigtun sjávarafla Kristinn H. Gunnarsson skrifar 7. júní 2012 06:00 Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hinar opinberu reglur um vigtun fiskafla eru hriplekar sem gatasigti. Látið er að mestu eftirlitslaust í hendur vinnsluaðila að ákvarða magn, stærð, meðalþyngd og tegund aflans. Framkvæmd vigtunarinnar þýðir að kaupendum aflans einum er treyst fyrir því að gefa ríkinu upp hve mikill kvóti hefur verið nýttur. Þetta er vafasamt fyrirkomulag. Afli er að jafnaði vigtaður fyrst á hafnarvog sveitarfélagsins. Hins vegar hafa um 90 fiskkaupendur um allt land leyfi til þess að endurvigta aflann. Það er gert innan veggja fyrirtækisins án viðveru opinberra eftirlitsmanna. Endurvigtunin er send til hafnarvogarinnar þar sem fyrst var vigtað. Beri tölunum ekki saman ræður endurvigtunin og er færð inn í gagnagrunn Fiskistofu. Ekkert samband er milli vigtunarkerfanna tveggja og því engin leið að staðreyna mælingu fiskkaupandans. Gildandi fyrirkomulag býður hættunni heim, þar sem endurvigtunin er að mestu í höndum aðila sem fjárhagslegan ávinning hafa af því að hafa rangt við. Sé fiskaflinn vanvigtaður er hægt að veiða meira en nemur útgefnum kvóta og sé meðalþyngd lækkuð verður fiskverðið lægra en rétt er. Afleiðing af svindli er að meira er veitt en kvóti leyfir og að ríkið, sveitarfélögin, fiskseljandi og sjómenn eru hlunnfarin um kvóta og tekjur. Sáralítið af veiddum afla er endanlega vigtaður af hinu opinbera eða hlutlausum og trúverðugum aðila. Fiskur sem vinnsluskip veiða er aldrei vigtaður heldur er stuðst við mælingar á afurðum eftir á. Óunninn fiskur sem seldur er erlendis er vigtaður þar. Mest af óunnum fiski sem seldur er innanlands er vigtað af fiskkaupandanum. Aðeins afli sem seldur er á innlendum fiskmarkaði er vigtaður af hlutlausum aðila. Það eru um 15% af veiddum þorski, hin 85% eru vigtuð af aðilum sem hagnast fjárhagslega af frávikum. Í frumvarpi Jóns Bjarnasonar var í fyrra lagt til að breyta þessu og láta hina opinberu vigtun gilda. En það hefur verið dregið til baka. Kvótakerfið hvílir á ótraustum mælingum og býður upp á umfangsmikil undanskot og svik. Hið opinbera líður ekki slíkt í öðrum atvinnugreinum. Hverju sætir þessi sérmeðferð sem útgerðargreifar landsins fá?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar