Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun