Íslenskt táknmál – jafnrétthátt íslenskunni Valgerður Stefánsdóttir skrifar 7. júní 2012 06:00 Halldór Ólafsson, táknmálstalandi nemandi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslustundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni. Halldór getur í krafti nýrrar tækni, og vegna þess að táknmálsþjónusta hefur verið þróuð, notað tölvuna til að fletta upp merkingu tákna og horfa á námsefni á táknmáli. Mestu máli skiptir þó að íslenskt táknmál hefur hlotið opinbera viðurkenningu og er orðið jafnrétthátt íslensku í samskiptum manna í millum. Það gerðist með gildistöku laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls þann 7. júní 2011. Það var tilfinningaþrungin stund þegar lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingpallar voru þétt setnir og tár féllu bæði á þingpöllunum og í þingsalnum. Staða íslenska táknmálsinsÍslenskt táknmál er hefðbundið minnihlutamál og talað af litlum hópi. Táknmálstalandi fólk segist finna fyrir því að íslenskt táknmál hafi veika stöðu en viðurkenning táknmálsins muni styrkja það. Enn er þó langt í land. Um tvö þúsund manns, bæði heyrandi og heyrnarlausir, nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta. Málið er ekki staðlað, það á sér ekkert ritmál og ekki er til grunnlýsing á málinu. Útbreiðsla þess er takmörkuð, til dæmis skortir á kunnáttu í íslensku táknmáli innan opinbera þjónustukerfisins. Það hefur þær afleiðingar að heyrnarlaust fólk nýtur í sumum tilvikum ekki eðlilegrar þjónustu. Íslendingar sem þurfa þess eiga að geta tileinkað sér íslenskt táknmál án hindrunar, notað það í daglegu lífi sínu og litið á það sem móðurmál sitt. Nánustu aðstandendur þeirra eiga einnig rétt á táknmálsnámi. Stjórnvöld skulu varðveita íslenskt táknmál, hlúa að því og styðja og tryggja að allir sem þurfa þess eigi kost á þjónustu á málinu. Menntamálaráðherra hefur skipað málnefnd um íslenskt táknmál sem hefur það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál og stuðla að eflingu þess og notkun í íslensku þjóðlífi. Eftir tilkomu laganna eiga um 7-800 heyrnarlausir og heyrnarskertir einstaklingar rétt á táknmálskennslu og 5-6.000 vinir og vandamenn. Aðeins örlítið brot af þessum hópi nýtur nú réttar síns. Margir heyrnarlausir með viðbótarfötlun fá til dæmis ekki aðgang að táknmáli eða í mjög takmörkuðum mæli. Flest börn sem fæðast heyrnarlaus fá kuðungsígræðslu. Markmið þeirrar tækni er að gefa börnum heyrn svo þau geti átt samskipti á íslensku. Börnin verða eftir sem áður heyrnarlaus og eiga rétt á því að alast upp við tvítyngi íslensks táknmáls og íslensku. Foreldrum og fjölskyldum stendur til boða að læra táknmál á helgarnámskeiðum. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar algengast að boðið sé upp á námið á vinnutíma og kostnaður við það greiddur af ríki og sveitarfélögum. Staða heyrnarlausra barnaHeyrnarlaus börn á Íslandi eru í leikskóla með heyrandi börnum. Þar er lögð áhersla á máltöku á íslensku, oftast á kostnað íslenska táknmálsins. Hlíðaskóli er með táknmálssvið og býður upp á kennslu sem á að miða að tvítyngi nemenda. Flest heyrnarlaus börn eru skráð á táknmálssviðið en fá kennslu inni í bekk með heyrandi börnum. Nokkur börn ganga í almenna skóla og sum njóta þjónustu táknmálstúlka. Málumhverfi allra þessara barna er ófullnægjandi. Oft búa þau við blendingsmál íslensku og táknmáls eða kennslu í og á íslensku á kostnað íslenska táknmálsins. Ekki hefur verið gert heildstætt kennsluefni til móðurmálskennslu í grunnskólanámi og mjög lítið annað námsefni hefur verið gefið út á táknmáli. Engar formlegar kröfur hafa verið gerðar um menntun kennara barna, sem nota íslenskt táknmál til samskipta, hvorki í leikskóla né grunnskóla. Menntun í táknmáliInnan Hugvísindasviðs HÍ er boðið upp á menntun í íslensku táknmáli og túlkun til BA-gráðu. Táknmálsfræðin og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafa með sér formlegt rannsóknasamstarf innan Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum. Unnið er að málfræðirannsóknum á setningafræði og tilbrigðum í málinu en einnig málþroskarannsóknum. Táknmálstalandi nemendur eru við nám í Háskóla Íslands í ýmsum greinum og stöðugt þróast ný svið innan íslenska táknmálsins. Tækni sem gerir Túlk í tösku mögulegan býður upp á fjölmargar nýjar lausnir. Á is.signwiki.org er námsefni í íslensku táknmáli, táknmálsorðabók, upplýsingaefni um íslenskt táknmál og samskipti á því, stutt námskeið og efni sérstaklega ætlað börnum. Vefurinn er aðgengilegur í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur og verulegur ávinningur fyrir þá sem tala íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Halldór Ólafsson, táknmálstalandi nemandi í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, dregur upp Túlk í tösku í kennslustundum. Það er spjaldtölva tengd við túlkaþjónustu í gegnum Skype. Það sem kennararnir segja er túlkað og Halldór horfir á það í spjaldtölvunni. Halldór getur í krafti nýrrar tækni, og vegna þess að táknmálsþjónusta hefur verið þróuð, notað tölvuna til að fletta upp merkingu tákna og horfa á námsefni á táknmáli. Mestu máli skiptir þó að íslenskt táknmál hefur hlotið opinbera viðurkenningu og er orðið jafnrétthátt íslensku í samskiptum manna í millum. Það gerðist með gildistöku laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls þann 7. júní 2011. Það var tilfinningaþrungin stund þegar lögin voru samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þingpallar voru þétt setnir og tár féllu bæði á þingpöllunum og í þingsalnum. Staða íslenska táknmálsinsÍslenskt táknmál er hefðbundið minnihlutamál og talað af litlum hópi. Táknmálstalandi fólk segist finna fyrir því að íslenskt táknmál hafi veika stöðu en viðurkenning táknmálsins muni styrkja það. Enn er þó langt í land. Um tvö þúsund manns, bæði heyrandi og heyrnarlausir, nota íslenskt táknmál til daglegra samskipta. Málið er ekki staðlað, það á sér ekkert ritmál og ekki er til grunnlýsing á málinu. Útbreiðsla þess er takmörkuð, til dæmis skortir á kunnáttu í íslensku táknmáli innan opinbera þjónustukerfisins. Það hefur þær afleiðingar að heyrnarlaust fólk nýtur í sumum tilvikum ekki eðlilegrar þjónustu. Íslendingar sem þurfa þess eiga að geta tileinkað sér íslenskt táknmál án hindrunar, notað það í daglegu lífi sínu og litið á það sem móðurmál sitt. Nánustu aðstandendur þeirra eiga einnig rétt á táknmálsnámi. Stjórnvöld skulu varðveita íslenskt táknmál, hlúa að því og styðja og tryggja að allir sem þurfa þess eigi kost á þjónustu á málinu. Menntamálaráðherra hefur skipað málnefnd um íslenskt táknmál sem hefur það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvað eina er varðar íslenskt táknmál og stuðla að eflingu þess og notkun í íslensku þjóðlífi. Eftir tilkomu laganna eiga um 7-800 heyrnarlausir og heyrnarskertir einstaklingar rétt á táknmálskennslu og 5-6.000 vinir og vandamenn. Aðeins örlítið brot af þessum hópi nýtur nú réttar síns. Margir heyrnarlausir með viðbótarfötlun fá til dæmis ekki aðgang að táknmáli eða í mjög takmörkuðum mæli. Flest börn sem fæðast heyrnarlaus fá kuðungsígræðslu. Markmið þeirrar tækni er að gefa börnum heyrn svo þau geti átt samskipti á íslensku. Börnin verða eftir sem áður heyrnarlaus og eiga rétt á því að alast upp við tvítyngi íslensks táknmáls og íslensku. Foreldrum og fjölskyldum stendur til boða að læra táknmál á helgarnámskeiðum. Í nágrannalöndum okkar er hins vegar algengast að boðið sé upp á námið á vinnutíma og kostnaður við það greiddur af ríki og sveitarfélögum. Staða heyrnarlausra barnaHeyrnarlaus börn á Íslandi eru í leikskóla með heyrandi börnum. Þar er lögð áhersla á máltöku á íslensku, oftast á kostnað íslenska táknmálsins. Hlíðaskóli er með táknmálssvið og býður upp á kennslu sem á að miða að tvítyngi nemenda. Flest heyrnarlaus börn eru skráð á táknmálssviðið en fá kennslu inni í bekk með heyrandi börnum. Nokkur börn ganga í almenna skóla og sum njóta þjónustu táknmálstúlka. Málumhverfi allra þessara barna er ófullnægjandi. Oft búa þau við blendingsmál íslensku og táknmáls eða kennslu í og á íslensku á kostnað íslenska táknmálsins. Ekki hefur verið gert heildstætt kennsluefni til móðurmálskennslu í grunnskólanámi og mjög lítið annað námsefni hefur verið gefið út á táknmáli. Engar formlegar kröfur hafa verið gerðar um menntun kennara barna, sem nota íslenskt táknmál til samskipta, hvorki í leikskóla né grunnskóla. Menntun í táknmáliInnan Hugvísindasviðs HÍ er boðið upp á menntun í íslensku táknmáli og túlkun til BA-gráðu. Táknmálsfræðin og Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra hafa með sér formlegt rannsóknasamstarf innan Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum. Unnið er að málfræðirannsóknum á setningafræði og tilbrigðum í málinu en einnig málþroskarannsóknum. Táknmálstalandi nemendur eru við nám í Háskóla Íslands í ýmsum greinum og stöðugt þróast ný svið innan íslenska táknmálsins. Tækni sem gerir Túlk í tösku mögulegan býður upp á fjölmargar nýjar lausnir. Á is.signwiki.org er námsefni í íslensku táknmáli, táknmálsorðabók, upplýsingaefni um íslenskt táknmál og samskipti á því, stutt námskeið og efni sérstaklega ætlað börnum. Vefurinn er aðgengilegur í gegnum snjallsíma, spjaldtölvur og venjulegar tölvur og verulegur ávinningur fyrir þá sem tala íslenskt táknmál.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar