Forsetavaldið Skúli Magnússson skrifar 7. júní 2012 06:00 Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu undanfarna daga um vald forseta Íslands, þ. á m. heimild hans til þingrofs, hefur skort á að greinarmunur sé gerður á annars vegar jákvæðum valdheimildum og hins vegar neikvæðum. Íslensk stjórnskipun byggir á þeirri meginreglu að mikilvægustu stjórnarathafnir ríkisins hljóti gildi við sameiginlega undirritun forseta og ráðherra. Þessi meginregla styðst við 19. gr. stjskr. þar sem segir að undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi er ráðherra riti undir þau með honum, en einnig kemur hún fram í 13. gr. um að forseti láti ráðherra „framkvæma vald sitt“. Samkvæmt þessari reglu, sem rekja má til afnáms einveldis Danakonungs árið 1849, verður valdheimildum forseta ekki beitt án þess að til komi atbeini ráðherra sem ber stjórnskipulega ábyrgð á máli (sbr. 14. gr. stjskr.). Reglan á t.d. við um embættisveitingar forseta (20. gr. stjskr.), framlagningu lagafrumvarpa (25. gr. stjskr.) og útgáfu bráðabirgðalaga (28. gr. stjskr.). Hins vegar gildir reglan ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra en að öðru leyti nýtur hann ekki formlegra jákvæðra heimilda. Það er því ástæðulaust að velta vöngum yfir því hvort forseti geti á eigin spýtur skipað embættismenn eða lagt fram stjórnarfrumvörp, svo dæmi séu tekin. Á hinn bóginn er ljóst að þessar ákvarðanir verða ekki teknar með gildum hætti án þess að til komi staðfesting forseta á tillögu ráðherra. Neikvæðar valdheimildir forseta skv. ákvæðum stjórnarskrárinnar eru því verulegar. Þótt jafnan sé rætt um þessar heimildir sem aðeins „formlegar“ með hliðsjón af þeirri framkvæmd að forseti fer jafnan að tillögu ráðherra, stendur eftir sú blákalda staðreynd að forseti verður ekki þvingaður til staðfestingar. Um þingrof gildir framangreind meginregla fullum fetum. Forseti getur því ekki rofið þing skv. 24. gr. stjskr. án atbeina ráðherra og hefur því ótvírætt ekki jákvæða eða sjálfstæða heimild til þingrofs. Á hinn bóginn leiðir af reglunni að forseti verður heldur ekki þvingaður til að fallast á tillögu ráðherra um þingrof. Sú framkvæmd að forseti fallist jafnan á tillögu ráðherra um þingrof getur ekki haggað þessari staðreynd. Sama á við um skipun ráðherra (15. gr. stjskr.). Það flækir hins vegar málið að tillaga um skipun nýs forsætisráðherra getur verið borin upp af forsætisráðherraefni sem verður þá ráðherra þegar við undirskrift forseta. Fræðilega stenst því sú ímyndaða atburðarás sem Svanur Kristjánsson brá upp í viðtali við Spegilinn fyrir stuttu þar sem forseti skipaði nýjan forsætisráðherra sem gerði umsvifalaust tillögu til forseta um lausn sitjandi ríkisstjórnar, þingrof og nýjar kosningar. Hér verður þó að hafa í huga að slíkar athafnir forseta væru háðar því að fyrir hendi væri stjórnmálamaður sem vildi axla þá pólitísku og lagalegu ábyrgð sem þessum ákvörðunum fylgja. Sá stjórnmálamaður gæti orðið vandfundinn, a.m.k. í hópi alþingismanna. Hér verður og að hafa í huga að þrátt fyrir þingrof myndi Alþingi halda umboði sínu til kjördags og gæti því samþykkt vantraust á hina nýju ríkisstjórn (24. gr. stjskr.). Að lokum verður að benda á heimild þingsins til að krefjast þess með 3/4 hluta atkvæða að forseti sé leystur frá með þjóðaratkvæðagreiðslu (3. mgr. 11. gr. stjskr.) en við slíka samþykkt myndi forseti láta umsvifalaust af störfum og handhafar forsetavalds fara með hlutverk hans þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu lægi fyrir. Alþingi hefur það þannig í hendi sér að víkja forseta tímabundið frá og virkja pólitíska ábyrgð hans gagnvart þjóðinni. Þar af leiðandi fer því fjarri að Alþingi hafi engin spil á hendi í skiptum við forseta sem bryti gegn viðteknum venjum í stjórnskipun landsins, svo sem þingræðisreglunni. Það er svo annað mál, sem ekki er unnt að fjalla um nánar hér, hvort rétt sé að skýra og skilgreina lagalega ábyrgð forseta um þau atriði sem að framan greinir.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun