Sagan og efndirnar Þorvaldur Jóhannsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Margt hefur verið sagt og fært á prent um jarðgöng, forgangsröðun og þýðingu þeirra fyrir nærliggjandi byggðir landshluta og þjóðina síðustu árin. Skoðanir og áherslur eru mismunandi og fara þá ekki alltaf saman eftir því hvar í landshlutum einstaklingar búa sem þær setja fram. Eitt eru menn þó sammála um og það er að jarðgöng í gegnum fjöll við t.d. þéttbýli sem losa umferð yfir erfiða fjallvegi eru nauðsynleg og þjóðhagslega hagkvæm. Jarðgangagerð á Íslandi þó ung sé hefur sýnt fram á að svo er. Eftirspurn eftir nýjum jarðgöngum er meiri á Íslandi en framboðið og því þarf að huga vel að öllum aðstæðum, skoða söguna og gæta réttlætis í umræðu og athöfnum á leiðinni að niðurstöðu þegar kemur að forgangsröðun. Á það finnst mér lengi hafa skort. Undirritaður er mikill áhugamaður um jarðgangagerð – ég hef fylgst vel með umræðu og skrifum og var hér áður fyrr nátengdur og þátttakandi í ýmsum vinnuhópum og nefndum sem fjölluðu um hana, sérstaklega varðandi Austurland. Var m.a. þáttakandi í sögulegri ferð sveitarstjórnarmanna Vestfirðinga og Austfirðinga ásamt fulltrúum Vegagerðar og Byggðastofnunar til Færeyja 1986, sem farin var til að kynna sér sérstaklega og skoða jarðgangagerð frænda okkar þar í landi. Að lokinni þeirri ferð var gert sögulegt „heiðursmannasamkomulag“ sveitarstjórnarmanna sem kvað á um að Vestfirðingar og Austfirðingar gerðu með sér samkomulag um að standa saman og styðja hver annan í baráttunni fyrir jarðgangagerð í landshlutunum. „Vestfjarðagöng (Botnsheiði og Breiðdalsheiði) væru næstu göng og strax í kjölfarið Austfjarðagöng (Fjarðarheiði og Oddskarð).“ Vestfirðingar og Austfirðingar og margir áhugamenn um vegagerð, sem ég þekki til, hafa horft til vilja samkomulagsins og virt. Minnisstæð er ráðstefnan „Byrjum að bora“ sem haldin var á Seyðisfirði 28. maí 1988. Samgönguráðherrar seinni ára – sumir, ekki allir – hafa lítið gert með samkomulagið og bent m.a. á að svona samþykktir, þó að bak við þær standi heiðursmenn heilla landshluta, binda ekki hendur ráðherra. Reynslan sýnir að það er víst rétt. Í skrifum nokkurra einstaklinga um jarðgöng og forgangsröðun þeirra nú nýverið er vitnað í þetta samkomulag svo það virðist lifa og er það vel. Ef sagan, og síðan efndirnar, er skoðuð og sett í samhengi þá eru staðreyndirnar þessar. Skýrsla Nefndar um jarðgangaáætlun 1987 (1), sem síðan var samþykkt og fylgt eftir með fjárveitingum og í vegaáætlun (2) og langtímaáætlun (3) næstu ára, lagði til að þau byggðarlög sem tengjast um eftirtalda fjallvegi eigi að hafa forgang við jarðgangagerð og röð verkefna þannig: 1. Ólafsfjarðarmúli, 2. Botnsheiði og Breiðdalsheiði og 3. Fjarðarheiði og Oddskarð. Fjárveitingar til Austfjarðaganga voru á vegaáætlun allt frá 1989 og sérstaklega tilgreint að þar sé miðað við göng sem leysi vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar (4). Að loknum greiðslum við Vestfjarðagöng (1998) átti að hefja framkvæmdir við Austfjarðagöng. Framkvæmdir við Ólafsfjarðarmúla hófust 1988 og lauk 1990 og við Breiðdals- og Botnsheiði á Vestfjörðum 1991-1995. Ekkert bólar enn árið 2012 á framkvæmdum á Fjarðarheiði og í Oddskarði. Fjarðarheiðargöng virðast alveg hafa gleymst og tröllum týnd en Oddskarðsgöng eru í gildandi samgönguáætlun 2009-2012. Þar er nær allt klárt til að byrja að bora en þá bregður svo við að ekki á að standa við að hefja þar framkvæmdir eins og gildandi samgönguáætlun kveður skýrt á um. Við Austfirðingar erum ekki sáttir við það hik og þrýstum því ákveðið á stjórnvöld um að endurskoða ákvörðun sína og hefjast nú þegar handa við göngin eins og skrifað stendur. Á eftir Oddskarðsgöngum á Austurlandi er gert ráð fyrir (í gildandi áætlun) að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á Vestfjörðum. Heiðursmannasamkomulagið er því lifandi. Er þá ekki næst komið að Fjarðarheiðargöngum á Austurlandi? Eða eiga þau að bíða enn um sinn? Ef svo er þá er spurt af hverju? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt og fært á prent um jarðgöng, forgangsröðun og þýðingu þeirra fyrir nærliggjandi byggðir landshluta og þjóðina síðustu árin. Skoðanir og áherslur eru mismunandi og fara þá ekki alltaf saman eftir því hvar í landshlutum einstaklingar búa sem þær setja fram. Eitt eru menn þó sammála um og það er að jarðgöng í gegnum fjöll við t.d. þéttbýli sem losa umferð yfir erfiða fjallvegi eru nauðsynleg og þjóðhagslega hagkvæm. Jarðgangagerð á Íslandi þó ung sé hefur sýnt fram á að svo er. Eftirspurn eftir nýjum jarðgöngum er meiri á Íslandi en framboðið og því þarf að huga vel að öllum aðstæðum, skoða söguna og gæta réttlætis í umræðu og athöfnum á leiðinni að niðurstöðu þegar kemur að forgangsröðun. Á það finnst mér lengi hafa skort. Undirritaður er mikill áhugamaður um jarðgangagerð – ég hef fylgst vel með umræðu og skrifum og var hér áður fyrr nátengdur og þátttakandi í ýmsum vinnuhópum og nefndum sem fjölluðu um hana, sérstaklega varðandi Austurland. Var m.a. þáttakandi í sögulegri ferð sveitarstjórnarmanna Vestfirðinga og Austfirðinga ásamt fulltrúum Vegagerðar og Byggðastofnunar til Færeyja 1986, sem farin var til að kynna sér sérstaklega og skoða jarðgangagerð frænda okkar þar í landi. Að lokinni þeirri ferð var gert sögulegt „heiðursmannasamkomulag“ sveitarstjórnarmanna sem kvað á um að Vestfirðingar og Austfirðingar gerðu með sér samkomulag um að standa saman og styðja hver annan í baráttunni fyrir jarðgangagerð í landshlutunum. „Vestfjarðagöng (Botnsheiði og Breiðdalsheiði) væru næstu göng og strax í kjölfarið Austfjarðagöng (Fjarðarheiði og Oddskarð).“ Vestfirðingar og Austfirðingar og margir áhugamenn um vegagerð, sem ég þekki til, hafa horft til vilja samkomulagsins og virt. Minnisstæð er ráðstefnan „Byrjum að bora“ sem haldin var á Seyðisfirði 28. maí 1988. Samgönguráðherrar seinni ára – sumir, ekki allir – hafa lítið gert með samkomulagið og bent m.a. á að svona samþykktir, þó að bak við þær standi heiðursmenn heilla landshluta, binda ekki hendur ráðherra. Reynslan sýnir að það er víst rétt. Í skrifum nokkurra einstaklinga um jarðgöng og forgangsröðun þeirra nú nýverið er vitnað í þetta samkomulag svo það virðist lifa og er það vel. Ef sagan, og síðan efndirnar, er skoðuð og sett í samhengi þá eru staðreyndirnar þessar. Skýrsla Nefndar um jarðgangaáætlun 1987 (1), sem síðan var samþykkt og fylgt eftir með fjárveitingum og í vegaáætlun (2) og langtímaáætlun (3) næstu ára, lagði til að þau byggðarlög sem tengjast um eftirtalda fjallvegi eigi að hafa forgang við jarðgangagerð og röð verkefna þannig: 1. Ólafsfjarðarmúli, 2. Botnsheiði og Breiðdalsheiði og 3. Fjarðarheiði og Oddskarð. Fjárveitingar til Austfjarðaganga voru á vegaáætlun allt frá 1989 og sérstaklega tilgreint að þar sé miðað við göng sem leysi vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar (4). Að loknum greiðslum við Vestfjarðagöng (1998) átti að hefja framkvæmdir við Austfjarðagöng. Framkvæmdir við Ólafsfjarðarmúla hófust 1988 og lauk 1990 og við Breiðdals- og Botnsheiði á Vestfjörðum 1991-1995. Ekkert bólar enn árið 2012 á framkvæmdum á Fjarðarheiði og í Oddskarði. Fjarðarheiðargöng virðast alveg hafa gleymst og tröllum týnd en Oddskarðsgöng eru í gildandi samgönguáætlun 2009-2012. Þar er nær allt klárt til að byrja að bora en þá bregður svo við að ekki á að standa við að hefja þar framkvæmdir eins og gildandi samgönguáætlun kveður skýrt á um. Við Austfirðingar erum ekki sáttir við það hik og þrýstum því ákveðið á stjórnvöld um að endurskoða ákvörðun sína og hefjast nú þegar handa við göngin eins og skrifað stendur. Á eftir Oddskarðsgöngum á Austurlandi er gert ráð fyrir (í gildandi áætlun) að hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng á Vestfjörðum. Heiðursmannasamkomulagið er því lifandi. Er þá ekki næst komið að Fjarðarheiðargöngum á Austurlandi? Eða eiga þau að bíða enn um sinn? Ef svo er þá er spurt af hverju?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar