Fordómar fjúka ef þeim er sleppt Héðinn Unnsteinsson skrifar 11. júní 2012 06:00 Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Héðinn Unnsteinsson Tengdar fréttir Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00 Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 5. júní skrifaði ung kona, Guðrún Runólfsdóttir, grein í þetta blað undir yfirskriftinni „látum fordómana fjúka". Mig langar að þakka Guðrúnu fyrir að halda umræðunni um fordóma og mismunun gagnvart þeim sem greinast með geðraskanir opinni. Sá sem þetta skrifar veit að það þarf áræði og kjark til þess að tjá sig um eigið geð. Umræðan um geðheilbrigðismál á Íslandi hefur, eins og umræða um marga aðra málaflokka, verið tvípóla. Við erum öll sammála um það að það búi allir við misgóða geðheilsu. Það var á þeim nótum að geðheilsuna ættum við sameiginlega, sem verkefnið Geðrækt var sett á laggirnar fyrir 12 árum síðan. Það að við gætum öll ræktað og eflt okkar geðheilsu, hversu mikið sem við ættum af henni. Afurðum verkefnisins s.s. geðorðunum 10 var beint til allra. Eitt af markmiðunum var að draga úr fordómum og sameina landsmenn um forskeytið „geð" hvað svo sem fylgdi í kjölfar þess. Það er nú svo að þrátt fyrir alla umræðuna um geðheilbrigðsmál síðustu áratugina þá er það upplifun mín, sem endurspeglast að hluta í rannsókn Jóns Gunnars Bernburgs og Sigrúnar Ólafsdóttur um fordóma gegn fólki með geðraskanir, að fordómar séu enn miklir þó mismununin sé ekki sýnileg. Fordómarnir liggja í djúpinu en oftast er allt kyrrt á yfirborðinu. Fordómar eru eins og innri forskrift sem lifir innan hverrar mannveru eins og kalkípappír sem áþreifanlegt birtingarform mismununar endurspeglast í gegnum. Birtast í orði og athöfn. Það að lifa óklofinni tilveru og tala opinskátt um geðheilbrigðismál og eigin reynslu krefst styrks. Um leið og ég þakka Guðrúnu aftur fyrir einlægni hennar og áeggjan um breytingar hvet ég hana til að halda áfram. Jafnframt vil ég hvetja þann u.þ.b. fjórðung landsmanna sem glímir við geðraskanir að gera slíkt hið sama. En gleyma því ekki að á sama tíma á sá fjórðungur geðheilsuna sameiginlega með öllum landsmönnum og um hana eigum við að sameinast.
Látum fordómana fjúka! Það er löngu kominn tími á að beina athygli að þessu feimnismáli. Þetta kemur mér vissulega við sem einstaklingi þar sem ég greindist nýlega með geðhvarfasýki (bipolar disorder). Ég hins vegar ákvað fljótlega eftir greiningu að líta ekki á geðsjúkdóma sem feimnismál. 5. júní 2012 06:00
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar