Hjálpum fólki í neyð Kristján Sturluson skrifar 8. júní 2012 06:00 Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátækasta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri. Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauði krossins, hefur síðustu tvær vikur verið í Gambíu og metið þörfina fyrir neyðaraðstoð í landinu. Um 75% landsmanna lifa af landbúnaði og eru hrísgrjón aðalfæða fólksins. Gríðarlegir þurrkar leiddu til þess að hrísgrjónauppskeran síðasta haust var aðeins um fimmtungur af því sem hún var árið áður. Fjöldi fólks á nú hvorki mat fyrir börnin sín né útsæði til að planta í akra sína. Fólk selur það litla sem það á til að eiga fyrir nokkrum bollum af hrísgrjónum. Þeir sem eiga húsdýr hafa margir slátrað þeim til matar fyrir fjölskylduna. Börn eru tekin úr skóla og send út að leita að mat. Rauði krossinn á Íslandi hefur svarað neyðarbeiðni frá Gambíu og er að hefja umfangsmikla dreifingu matvæla og útsæðis til um 50.000 manns sem verst eru settir. Áhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með börn yngri en fimm ára en þau eru í mestri hættu vegna vannæringar. Systurfélag okkar, Rauði krossinn í Gambíu, hefur dreifingu á útsæði og matvælum til þeirra fjölskyldna sem mest þurfa á hjálp að halda um miðjan júní. Miklu skiptir að vinna hratt til að fólk eigi að borða og eigi möguleika á að planta útsæðinu án tafar og tryggja sér uppskeru í haust. Þannig hjálpum við fólki til að hjálpa sér sjálft. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, er komin til Gambíu þar sem hún mun stýra neyðaraðstoð Íslands fram á haustið og sjá til þess að hún komist til skila. Rauði krossinn á Íslandi biður almenning að leggja neyðaraðstoðinni lið. Það má gera á vefsíðu okkar raudikrossinn.is eða með því að hringja í söfnunarsímann 904 1500 og gefa þannig 1.500 krónur. Það eru ekki miklir peningar á Íslandi en geta skipt sköpum fyrir fólk sem á engan mat fyrir börnin sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátækasta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri. Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauði krossins, hefur síðustu tvær vikur verið í Gambíu og metið þörfina fyrir neyðaraðstoð í landinu. Um 75% landsmanna lifa af landbúnaði og eru hrísgrjón aðalfæða fólksins. Gríðarlegir þurrkar leiddu til þess að hrísgrjónauppskeran síðasta haust var aðeins um fimmtungur af því sem hún var árið áður. Fjöldi fólks á nú hvorki mat fyrir börnin sín né útsæði til að planta í akra sína. Fólk selur það litla sem það á til að eiga fyrir nokkrum bollum af hrísgrjónum. Þeir sem eiga húsdýr hafa margir slátrað þeim til matar fyrir fjölskylduna. Börn eru tekin úr skóla og send út að leita að mat. Rauði krossinn á Íslandi hefur svarað neyðarbeiðni frá Gambíu og er að hefja umfangsmikla dreifingu matvæla og útsæðis til um 50.000 manns sem verst eru settir. Áhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með börn yngri en fimm ára en þau eru í mestri hættu vegna vannæringar. Systurfélag okkar, Rauði krossinn í Gambíu, hefur dreifingu á útsæði og matvælum til þeirra fjölskyldna sem mest þurfa á hjálp að halda um miðjan júní. Miklu skiptir að vinna hratt til að fólk eigi að borða og eigi möguleika á að planta útsæðinu án tafar og tryggja sér uppskeru í haust. Þannig hjálpum við fólki til að hjálpa sér sjálft. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, er komin til Gambíu þar sem hún mun stýra neyðaraðstoð Íslands fram á haustið og sjá til þess að hún komist til skila. Rauði krossinn á Íslandi biður almenning að leggja neyðaraðstoðinni lið. Það má gera á vefsíðu okkar raudikrossinn.is eða með því að hringja í söfnunarsímann 904 1500 og gefa þannig 1.500 krónur. Það eru ekki miklir peningar á Íslandi en geta skipt sköpum fyrir fólk sem á engan mat fyrir börnin sín.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun