Hjálpum fólki í neyð Kristján Sturluson skrifar 8. júní 2012 06:00 Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátækasta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri. Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauði krossins, hefur síðustu tvær vikur verið í Gambíu og metið þörfina fyrir neyðaraðstoð í landinu. Um 75% landsmanna lifa af landbúnaði og eru hrísgrjón aðalfæða fólksins. Gríðarlegir þurrkar leiddu til þess að hrísgrjónauppskeran síðasta haust var aðeins um fimmtungur af því sem hún var árið áður. Fjöldi fólks á nú hvorki mat fyrir börnin sín né útsæði til að planta í akra sína. Fólk selur það litla sem það á til að eiga fyrir nokkrum bollum af hrísgrjónum. Þeir sem eiga húsdýr hafa margir slátrað þeim til matar fyrir fjölskylduna. Börn eru tekin úr skóla og send út að leita að mat. Rauði krossinn á Íslandi hefur svarað neyðarbeiðni frá Gambíu og er að hefja umfangsmikla dreifingu matvæla og útsæðis til um 50.000 manns sem verst eru settir. Áhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með börn yngri en fimm ára en þau eru í mestri hættu vegna vannæringar. Systurfélag okkar, Rauði krossinn í Gambíu, hefur dreifingu á útsæði og matvælum til þeirra fjölskyldna sem mest þurfa á hjálp að halda um miðjan júní. Miklu skiptir að vinna hratt til að fólk eigi að borða og eigi möguleika á að planta útsæðinu án tafar og tryggja sér uppskeru í haust. Þannig hjálpum við fólki til að hjálpa sér sjálft. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, er komin til Gambíu þar sem hún mun stýra neyðaraðstoð Íslands fram á haustið og sjá til þess að hún komist til skila. Rauði krossinn á Íslandi biður almenning að leggja neyðaraðstoðinni lið. Það má gera á vefsíðu okkar raudikrossinn.is eða með því að hringja í söfnunarsímann 904 1500 og gefa þannig 1.500 krónur. Það eru ekki miklir peningar á Íslandi en geta skipt sköpum fyrir fólk sem á engan mat fyrir börnin sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Um 430.000 manns, þar af 74.000 börn undir fimm ára, þjást nú vegna mikils matvælaskorts í Gambíu, minnsta ríki á meginlandi Afríku. Gambía er eitt fátækasta land heims og er hluti af Sahel svæðinu sunnan Sahara þar sem milljónir manna svelta nú heilu hungri. Hlér Guðjónsson, sendifulltrúi Rauði krossins, hefur síðustu tvær vikur verið í Gambíu og metið þörfina fyrir neyðaraðstoð í landinu. Um 75% landsmanna lifa af landbúnaði og eru hrísgrjón aðalfæða fólksins. Gríðarlegir þurrkar leiddu til þess að hrísgrjónauppskeran síðasta haust var aðeins um fimmtungur af því sem hún var árið áður. Fjöldi fólks á nú hvorki mat fyrir börnin sín né útsæði til að planta í akra sína. Fólk selur það litla sem það á til að eiga fyrir nokkrum bollum af hrísgrjónum. Þeir sem eiga húsdýr hafa margir slátrað þeim til matar fyrir fjölskylduna. Börn eru tekin úr skóla og send út að leita að mat. Rauði krossinn á Íslandi hefur svarað neyðarbeiðni frá Gambíu og er að hefja umfangsmikla dreifingu matvæla og útsæðis til um 50.000 manns sem verst eru settir. Áhersla er lögð á að hjálpa fjölskyldum með börn yngri en fimm ára en þau eru í mestri hættu vegna vannæringar. Systurfélag okkar, Rauði krossinn í Gambíu, hefur dreifingu á útsæði og matvælum til þeirra fjölskyldna sem mest þurfa á hjálp að halda um miðjan júní. Miklu skiptir að vinna hratt til að fólk eigi að borða og eigi möguleika á að planta útsæðinu án tafar og tryggja sér uppskeru í haust. Þannig hjálpum við fólki til að hjálpa sér sjálft. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, er komin til Gambíu þar sem hún mun stýra neyðaraðstoð Íslands fram á haustið og sjá til þess að hún komist til skila. Rauði krossinn á Íslandi biður almenning að leggja neyðaraðstoðinni lið. Það má gera á vefsíðu okkar raudikrossinn.is eða með því að hringja í söfnunarsímann 904 1500 og gefa þannig 1.500 krónur. Það eru ekki miklir peningar á Íslandi en geta skipt sköpum fyrir fólk sem á engan mat fyrir börnin sín.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar