Um Sp Kef Ari Teitsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Það mun hafa verið á fyrstu mánuðum ársins 2010 sem tekin var ákvörðun um að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur undir merkjum Sp Kef. Ákvörðunin byggðist m.a. á áformum um endurreisn sparisjóðanna sem samþykkt voru á Alþingi. Sparisjóður Keflavíkur starfrækti afgreiðslur á Suðurnesjum, á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og í Húnaþingi vestra og var þjónusta hans metin viðkomandi byggðum mikilvæg. Þá var einnig horft til þess að við fall sparisjóðsins hefði verulegur kostnaður lagst á ríkissjóð vegna yfirlýstra ríkisábyrgða á innistæðum. Í upphafi árs 2010 var hins vegar ekki gert ráð fyrir öllum þeim mikla kostnaði sem féll á lánastofnanir vegna síðari ákvarðana um niðurfellingu skulda samkvæmt sértækri skuldaaðlögun og svokallaðri 110% leið, en hvort tveggja bitnaði hart á Sp Kef. m.a. vegna erfiðrar stöðu á Suðurnesjum. Enn síður var gert ráð fyrir dómum um ólögmæti gengislána og síðari dómum um vexti af þeim lánum. Allt þetta mun reiknað inn í fjárþörf v. uppgjörs Sp. Kef. og ætti því engum að koma á óvart að fjárþörf er allt önnur en áætlað var í upphafi árs 2010. Öllum má ljóst vera að rekstur Sparisjóðs Keflavíkur árin fyrir hrun kallar á sérstaka rannsókn, reksturinn eftir hrun sýnir hins vegar þá erfiðleika sem þau fjármálafyrirtæki sem ekki fengu stórfelldar niðurfærslur á lánasöfnum sínum glíma við. Á árinu 2011 bætast síðan enn við nýjar álögur í formi nýs skatts til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sérstaks bankaskatts og aukinnar gjaldtöku til eftilitsaðila. Engum ætti því að koma á óvart að bókhald smærri fjármálafyrirtækja sýnir ekki mikinn hagnað á árinu 2011. Það er svo sérstakt umfjöllunarefni hvort sanngjarnt sé að bankahrunið með fylgjandi endurreisn og skuldatilfærslu ásamt tilheyrandi skattlagningu verði smærri fjármálafyrirtækjum að falli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hættum griðkaupum Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Pálmatré Óttar Guðmundsson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Ímyndarvandi vítisáhugafólks Jón Kaldal Skoðun Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Það mun hafa verið á fyrstu mánuðum ársins 2010 sem tekin var ákvörðun um að endurreisa Sparisjóð Keflavíkur undir merkjum Sp Kef. Ákvörðunin byggðist m.a. á áformum um endurreisn sparisjóðanna sem samþykkt voru á Alþingi. Sparisjóður Keflavíkur starfrækti afgreiðslur á Suðurnesjum, á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og í Húnaþingi vestra og var þjónusta hans metin viðkomandi byggðum mikilvæg. Þá var einnig horft til þess að við fall sparisjóðsins hefði verulegur kostnaður lagst á ríkissjóð vegna yfirlýstra ríkisábyrgða á innistæðum. Í upphafi árs 2010 var hins vegar ekki gert ráð fyrir öllum þeim mikla kostnaði sem féll á lánastofnanir vegna síðari ákvarðana um niðurfellingu skulda samkvæmt sértækri skuldaaðlögun og svokallaðri 110% leið, en hvort tveggja bitnaði hart á Sp Kef. m.a. vegna erfiðrar stöðu á Suðurnesjum. Enn síður var gert ráð fyrir dómum um ólögmæti gengislána og síðari dómum um vexti af þeim lánum. Allt þetta mun reiknað inn í fjárþörf v. uppgjörs Sp. Kef. og ætti því engum að koma á óvart að fjárþörf er allt önnur en áætlað var í upphafi árs 2010. Öllum má ljóst vera að rekstur Sparisjóðs Keflavíkur árin fyrir hrun kallar á sérstaka rannsókn, reksturinn eftir hrun sýnir hins vegar þá erfiðleika sem þau fjármálafyrirtæki sem ekki fengu stórfelldar niðurfærslur á lánasöfnum sínum glíma við. Á árinu 2011 bætast síðan enn við nýjar álögur í formi nýs skatts til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, sérstaks bankaskatts og aukinnar gjaldtöku til eftilitsaðila. Engum ætti því að koma á óvart að bókhald smærri fjármálafyrirtækja sýnir ekki mikinn hagnað á árinu 2011. Það er svo sérstakt umfjöllunarefni hvort sanngjarnt sé að bankahrunið með fylgjandi endurreisn og skuldatilfærslu ásamt tilheyrandi skattlagningu verði smærri fjármálafyrirtækjum að falli.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar